Prinsessa á bak við nýja rannsókn á spillingu innan FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2017 11:30 Haya bint al-Hussein. Vísir/Getty Prinsessan Haya bint al-Hussein er gift einum ríkasta manni heims og bróðir hennar hefur tvisvar sinnum boðið sig fram til forseta FIFA. Hún spilar einnig stórt hlutverk í nýrri herferð gegn spillingu innan FIFA. New York Times segir frá afskiptum prinsessunnar að rannsókn á framgöngu æðstu manna innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins en blaðið hefur þetta eftir mörgum aðilum sem þekkja til málsins. Samkvæmt fyrrnefndum heimildum hefur prinsessan unnið á bak við tjöldin með breskum einkaspæjurum við það að safna sönnunargögnum um spillingu innan fótboltaheimsins. Haya prinsessa réði einkaspæjarafyrirtækið Quest frá London til að hjálpa sér að varpa hulunni af sóðaskapnum innan FIFA. Menn innan Quest hafa reynt að komast í samband við fyrrum og núverandi háttsetta menn innan FIFA sem og að ræða við aðra sem hafa komist í kynni við æðsta hluta fótboltaheimsins. Þá hafa starfsmenn Quest einnig verið í sambandið við þá sem stýrðu herferðinni gegn FIFA árið 2015 sem endaði með handtöku á fjölda háttsettra manna innan Alþjóðafótboltasambandsins sem og endalokum manna eins og Sepp Blatter og Michel Platini. New York Times veit ekki hvaða nýju upplýsingar hafa komið fram í rannsókn Quest-manna en aðkoma Hayu prinsessu bendir til þess að öll kurl séu ekki komin til grafar í þessu risastóra spillingarmáli. FIFA segir hafa endurskiplagt sambandið og tekið til en þessi frétt New York Times bendir þó til annars. Bróðir Hayu prinsessu, Ali bin al-Hussein, tapaði forsetakosningum á móti Sepp Blatter sem og á móti Gianni Infantino, núverandi forseta FIFA. Infantino býður sig væntanlega aftur fram árið 2019 en ekki er vitað hvort að Ali prins bjóði sig þá fram í þriðja sinn. Það er hægt að lesa grein New York Times með því að smela hér. FIFA Fótbolti Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Prinsessan Haya bint al-Hussein er gift einum ríkasta manni heims og bróðir hennar hefur tvisvar sinnum boðið sig fram til forseta FIFA. Hún spilar einnig stórt hlutverk í nýrri herferð gegn spillingu innan FIFA. New York Times segir frá afskiptum prinsessunnar að rannsókn á framgöngu æðstu manna innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins en blaðið hefur þetta eftir mörgum aðilum sem þekkja til málsins. Samkvæmt fyrrnefndum heimildum hefur prinsessan unnið á bak við tjöldin með breskum einkaspæjurum við það að safna sönnunargögnum um spillingu innan fótboltaheimsins. Haya prinsessa réði einkaspæjarafyrirtækið Quest frá London til að hjálpa sér að varpa hulunni af sóðaskapnum innan FIFA. Menn innan Quest hafa reynt að komast í samband við fyrrum og núverandi háttsetta menn innan FIFA sem og að ræða við aðra sem hafa komist í kynni við æðsta hluta fótboltaheimsins. Þá hafa starfsmenn Quest einnig verið í sambandið við þá sem stýrðu herferðinni gegn FIFA árið 2015 sem endaði með handtöku á fjölda háttsettra manna innan Alþjóðafótboltasambandsins sem og endalokum manna eins og Sepp Blatter og Michel Platini. New York Times veit ekki hvaða nýju upplýsingar hafa komið fram í rannsókn Quest-manna en aðkoma Hayu prinsessu bendir til þess að öll kurl séu ekki komin til grafar í þessu risastóra spillingarmáli. FIFA segir hafa endurskiplagt sambandið og tekið til en þessi frétt New York Times bendir þó til annars. Bróðir Hayu prinsessu, Ali bin al-Hussein, tapaði forsetakosningum á móti Sepp Blatter sem og á móti Gianni Infantino, núverandi forseta FIFA. Infantino býður sig væntanlega aftur fram árið 2019 en ekki er vitað hvort að Ali prins bjóði sig þá fram í þriðja sinn. Það er hægt að lesa grein New York Times með því að smela hér.
FIFA Fótbolti Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira