Segir niðurstöðu umboðsmanns Alþingis í samræmi við það sem hún hefur haldið fram Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2017 15:56 Dómsmálaráðherra sat fyrir svörum þingmanna á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í vikunni. vísir/anton brink Niðurstaða umboðsmanns Alþingis að ekki sé þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, í tengslum við það að Sigríður sagði Bjarna frá því að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru kemur Sigríði ekki á óvart. „Þetta kemur ekki á óvart. Þetta er í samræmi við það sem ég hef haldið fram og eins og ég hef lýst málinu síðan ég kom upp, og hef ekkert dregið undan í þeim efnum. Það kemur mér heldur ekki á óvart að umboðsmaður Alþingis áttaði sig líka á því að fagráðherra á hverjum tíma verður að geta átt samtöl við forsætisráðherra,“ segir Sigríður.„Það horfir auðvitað öðruvísi við öðrum fagráðherrum“ Aðspurð hvort það hefði farið betur á því þá að segja öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni frá þessum tengslum segir Sigríður að hún telji að sér hafi ekki verið það heimilt. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn vegna þess sem flokkurinn telur vera trúnaðarbrest þar sem hvorki Sigríður né Bjarni greindu samráðherrum í ríkisstjórn frá aðkomu föður Bjarna. „Ég tel að mér hefði hins vegar ekki verið það heimilt en mér skilst að það hafi líka verið rætt á fundi nefndarinnar. Það horfir auðvitað öðruvísi við öðrum fagráðherrum. Það hefði ekki verið málefnalegt að upplýsa umhverfisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eða heilbrigðisráðherra um þessi mál. Það var ekkert tilefni til þess og tel í hæsta máta undarlegt ef ég hefði gert það,“ segir Sigríður.Segir engan ráðherra Bjartrar framtíðar eða Viðreisnar hafa haft samband við hana Aðspurð hvað henni finnist um að ríkisstjórnarslitin í ljósi niðurstöðu umboðsmanns Alþingis ítrekar Sigríður það sem hún hefur áður sagt; að henni finnist það algjörlega ábyrgðarlaust að sprengja ríkisstjórn út af þessu máli. Sigríður segist geta skilið að þessi mál öld valdi miklu tilfinningaumróti hjá fólki og geti skapað geðshræringu í umræðunni. „Ég hef fullan skilning á því og ég er sjálf ekki tilfinningalaus í þessum efnum. En þegar fólki hefur verið trúað fyrir og tekið að sér trúnaðarstörf sem eru æðstu stöður ríkisins þá verður að gera þá kröfu til fólks að það skilji þarna á milli og geti sýnt af sér ábyrga hegðun í öllum sínum ákvarðanatökum. Að þær séu yfirvegaðar og í samræmi við tilefnið. Enn þann dag í dag hefur þetta fólk ekki einu sinni komið að máli við mig, ráðherrar Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, ekki svo mikið sem kastað á mig einu símtali út af þessu máli. Ég hef ekki einu sinni fengið svigrúm til að ræða þetta mál og útskýra það fyrir þeim en ég hef ekki fengið tækifæri til þess að þeirra frumkvæði,“ segir Sigríður. Kosningar 2017 Uppreist æru Tengdar fréttir Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. 21. september 2017 09:11 Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. 21. september 2017 14:15 Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. 21. september 2017 13:45 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Niðurstaða umboðsmanns Alþingis að ekki sé þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, í tengslum við það að Sigríður sagði Bjarna frá því að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru kemur Sigríði ekki á óvart. „Þetta kemur ekki á óvart. Þetta er í samræmi við það sem ég hef haldið fram og eins og ég hef lýst málinu síðan ég kom upp, og hef ekkert dregið undan í þeim efnum. Það kemur mér heldur ekki á óvart að umboðsmaður Alþingis áttaði sig líka á því að fagráðherra á hverjum tíma verður að geta átt samtöl við forsætisráðherra,“ segir Sigríður.„Það horfir auðvitað öðruvísi við öðrum fagráðherrum“ Aðspurð hvort það hefði farið betur á því þá að segja öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni frá þessum tengslum segir Sigríður að hún telji að sér hafi ekki verið það heimilt. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn vegna þess sem flokkurinn telur vera trúnaðarbrest þar sem hvorki Sigríður né Bjarni greindu samráðherrum í ríkisstjórn frá aðkomu föður Bjarna. „Ég tel að mér hefði hins vegar ekki verið það heimilt en mér skilst að það hafi líka verið rætt á fundi nefndarinnar. Það horfir auðvitað öðruvísi við öðrum fagráðherrum. Það hefði ekki verið málefnalegt að upplýsa umhverfisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eða heilbrigðisráðherra um þessi mál. Það var ekkert tilefni til þess og tel í hæsta máta undarlegt ef ég hefði gert það,“ segir Sigríður.Segir engan ráðherra Bjartrar framtíðar eða Viðreisnar hafa haft samband við hana Aðspurð hvað henni finnist um að ríkisstjórnarslitin í ljósi niðurstöðu umboðsmanns Alþingis ítrekar Sigríður það sem hún hefur áður sagt; að henni finnist það algjörlega ábyrgðarlaust að sprengja ríkisstjórn út af þessu máli. Sigríður segist geta skilið að þessi mál öld valdi miklu tilfinningaumróti hjá fólki og geti skapað geðshræringu í umræðunni. „Ég hef fullan skilning á því og ég er sjálf ekki tilfinningalaus í þessum efnum. En þegar fólki hefur verið trúað fyrir og tekið að sér trúnaðarstörf sem eru æðstu stöður ríkisins þá verður að gera þá kröfu til fólks að það skilji þarna á milli og geti sýnt af sér ábyrga hegðun í öllum sínum ákvarðanatökum. Að þær séu yfirvegaðar og í samræmi við tilefnið. Enn þann dag í dag hefur þetta fólk ekki einu sinni komið að máli við mig, ráðherrar Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, ekki svo mikið sem kastað á mig einu símtali út af þessu máli. Ég hef ekki einu sinni fengið svigrúm til að ræða þetta mál og útskýra það fyrir þeim en ég hef ekki fengið tækifæri til þess að þeirra frumkvæði,“ segir Sigríður.
Kosningar 2017 Uppreist æru Tengdar fréttir Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. 21. september 2017 09:11 Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. 21. september 2017 14:15 Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. 21. september 2017 13:45 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. 21. september 2017 09:11
Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. 21. september 2017 14:15
Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. 21. september 2017 13:45