„Sjálfstæðisflokkurinn séð það mun svartara" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. september 2017 21:00 Línurnar eru að skýrast fyrir komandi kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður varaformaður flokksins og í flestum kjördæmum verða uppstillingar á lista. Þá ákvað Samfylkingin í dag að kjósa í fjögur efstu sætin í Norðvesturkjördæmi. Sjálfstæðismenn á fjölmenntu á Hilton Reykjavík Nordica í hádeginu í dag þar sem helstu forrystumenn flokksins fluttu ræður. Fráfarandi forsætisráðherra og formaður flokksins, segir að ný forrysta verði ekki kosin fyrir komandi kosningar. „Við ætlum ekki að endurkjósa forrystuna þannig það kemur í hlut okkar Áslaugar Örnu að leiða. Ég hef beðið hana um að ganga í spor varaformanns ásamt því að vera ritari flokksins," segir Bjarni Benediktsson. Útlit er fyrir uppstillingu á lista í flestum kjördæmum. „Allir ætla að gefa kosta á sér. Víðast verður uppstilling en þetta er allt að skýrast," segir Bjarni. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið dagana 19. til 21. september er Vinstrihreyfingin - Grænt framboð stærsti flokkur landsins og mælist með 30% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist minni með 29% fylgi. Bjarni telur stöðuna samt sem áður galopna. „Ég tek eftir því að það er innan við helmingur sem er spurður sem tekur afstöðu þannig mér finnst staðan kannski vera galopin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú séð það mun svartara oft áður," segir hann. Bjarni útilokar ekki ekkert samstarf. „Ég hef verið reiðubúinn að starfa með öllum flokkum og reiðubúinn að gera málamiðlanir. En mér finnst að aðrir hafa verið duglegir í því að þrengja kostina," segir hann. Fráfarandi ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra vonast til þess að hægt verði að hefja kosningabaráttuna upp á hærra plan, sérstaklega í ljósi þess að skammur tími er til stefnu. „Ég vona að við getum þá farið að ræða málefni og stjórnmál, hvað flokkar ætla að gera og hvernig þeir ætla að gera það. Mig langar að ræða það og ég vona að kosningabaráttan verði um það. En ekki á einhverju lægra plani," segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Kosningabaráttan hófst hjá fleiri flokkum í dag en kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi ákvað í dag að kosið verður í efstu fjögur sætin á fundi kjördæmisráðs um næstu helgi. Flokksmenn í kjördæminu eiga atkvæðisrétt og er framboðsfrestur fram að fundinum. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Línurnar eru að skýrast fyrir komandi kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður varaformaður flokksins og í flestum kjördæmum verða uppstillingar á lista. Þá ákvað Samfylkingin í dag að kjósa í fjögur efstu sætin í Norðvesturkjördæmi. Sjálfstæðismenn á fjölmenntu á Hilton Reykjavík Nordica í hádeginu í dag þar sem helstu forrystumenn flokksins fluttu ræður. Fráfarandi forsætisráðherra og formaður flokksins, segir að ný forrysta verði ekki kosin fyrir komandi kosningar. „Við ætlum ekki að endurkjósa forrystuna þannig það kemur í hlut okkar Áslaugar Örnu að leiða. Ég hef beðið hana um að ganga í spor varaformanns ásamt því að vera ritari flokksins," segir Bjarni Benediktsson. Útlit er fyrir uppstillingu á lista í flestum kjördæmum. „Allir ætla að gefa kosta á sér. Víðast verður uppstilling en þetta er allt að skýrast," segir Bjarni. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið dagana 19. til 21. september er Vinstrihreyfingin - Grænt framboð stærsti flokkur landsins og mælist með 30% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist minni með 29% fylgi. Bjarni telur stöðuna samt sem áður galopna. „Ég tek eftir því að það er innan við helmingur sem er spurður sem tekur afstöðu þannig mér finnst staðan kannski vera galopin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú séð það mun svartara oft áður," segir hann. Bjarni útilokar ekki ekkert samstarf. „Ég hef verið reiðubúinn að starfa með öllum flokkum og reiðubúinn að gera málamiðlanir. En mér finnst að aðrir hafa verið duglegir í því að þrengja kostina," segir hann. Fráfarandi ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra vonast til þess að hægt verði að hefja kosningabaráttuna upp á hærra plan, sérstaklega í ljósi þess að skammur tími er til stefnu. „Ég vona að við getum þá farið að ræða málefni og stjórnmál, hvað flokkar ætla að gera og hvernig þeir ætla að gera það. Mig langar að ræða það og ég vona að kosningabaráttan verði um það. En ekki á einhverju lægra plani," segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Kosningabaráttan hófst hjá fleiri flokkum í dag en kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi ákvað í dag að kosið verður í efstu fjögur sætin á fundi kjördæmisráðs um næstu helgi. Flokksmenn í kjördæminu eiga atkvæðisrétt og er framboðsfrestur fram að fundinum.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira