LeBron James: Leyfi Trump forseta ekki að nota íþróttirnar til að sundra okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2017 09:30 LeBron James ræddi málin við blaðamenn í gær. Vísir/Getty LeBron James gagnrýndi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar hann hitti blaðamenn í gær í tilefni þess að NBA-liðin eru að hefja lokaundirbúning sinn fyrir komandi keppnistímabil. James sakaði forsetann um að nota íþróttirnar til að kljúfa bandarísku þjóðina. Kom þetta í framhaldi þess að Donald Trump gaf það út að NFL-liðin ættu að reka þá leikmenn sem standa ekki þegar bandaríski þjóðsöngurinn er spilaður fyrir leikina í ameríska fótboltanum. NFL-deildin brást öll mjög harkalega við orðum forsetans og mikið var um allskonar mótmæli í kringum þjóðsönginn í leikjum helgarinnar. Sumir leikmenn fóru niður á hnén, aðrir tóku saman höndum og þrjú lið voru eftir inn í búningsklefa á meðan þjóðsöngurinn var spilaður. LeBron James hrósaði samstöðu NFL-leikmannanna og fyrir að svara orðum forsetans á þennan hátt. „Það er fólkið sem stjórnar þessu landi,“ sagði LeBron James. BBC segir frá. „Ég ætla ekki að leyfa einum einstaklingi, sama hver áhrifastaða hans er, að nota íþróttirnar til að sundra okkur,“ sagði James. „Íþróttirnar eru svo stórkostlegar og það sem þær geta gert fyrir alla. Þá skiptir engu hvernig fólk er í laginu, hversu hávaxið það er, hversu þungt það er, af hvaða kynþætti það er , hverjar trúar það er eða hvað sem er. Íþróttirnar sameina fólk eins og ekkert annað,“ sagði James. „Við vitum að þetta er besta land í heimi og hér eru menn frjálsir. Við glímum samt við vandamál eins og allir aðrir. Þegar við eigum við þessi vandamál þá megum við ekki gleyma því hversu frábærar manneskjur við getum verið. Það er fólkið sem stýrir þessu landi,“ sagði James. Donald Trump NBA NFL Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Sjá meira
LeBron James gagnrýndi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar hann hitti blaðamenn í gær í tilefni þess að NBA-liðin eru að hefja lokaundirbúning sinn fyrir komandi keppnistímabil. James sakaði forsetann um að nota íþróttirnar til að kljúfa bandarísku þjóðina. Kom þetta í framhaldi þess að Donald Trump gaf það út að NFL-liðin ættu að reka þá leikmenn sem standa ekki þegar bandaríski þjóðsöngurinn er spilaður fyrir leikina í ameríska fótboltanum. NFL-deildin brást öll mjög harkalega við orðum forsetans og mikið var um allskonar mótmæli í kringum þjóðsönginn í leikjum helgarinnar. Sumir leikmenn fóru niður á hnén, aðrir tóku saman höndum og þrjú lið voru eftir inn í búningsklefa á meðan þjóðsöngurinn var spilaður. LeBron James hrósaði samstöðu NFL-leikmannanna og fyrir að svara orðum forsetans á þennan hátt. „Það er fólkið sem stjórnar þessu landi,“ sagði LeBron James. BBC segir frá. „Ég ætla ekki að leyfa einum einstaklingi, sama hver áhrifastaða hans er, að nota íþróttirnar til að sundra okkur,“ sagði James. „Íþróttirnar eru svo stórkostlegar og það sem þær geta gert fyrir alla. Þá skiptir engu hvernig fólk er í laginu, hversu hávaxið það er, hversu þungt það er, af hvaða kynþætti það er , hverjar trúar það er eða hvað sem er. Íþróttirnar sameina fólk eins og ekkert annað,“ sagði James. „Við vitum að þetta er besta land í heimi og hér eru menn frjálsir. Við glímum samt við vandamál eins og allir aðrir. Þegar við eigum við þessi vandamál þá megum við ekki gleyma því hversu frábærar manneskjur við getum verið. Það er fólkið sem stýrir þessu landi,“ sagði James.
Donald Trump NBA NFL Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Sjá meira