Samdi við Cavs en vill samt enda ferillinn með Miami Heat Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2017 11:30 Dwyane Wade vann þrjá NBA-titla með Miami Heat. Vísir/Getty Dwyane Wade er orðinn leikmaður Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni en hann er engu að síður að hugsa um að enda ferillinn hjá öðru liði. Dwyane Wade sagði í viðtali við Associated Press að hans ósk sé að enda körfuboltaferilinn sem leikmaður Miami Heat. „Ég veit ekki hvernig það mun koma til en ég vil gera allt til þess að klára ferillinn í búningi Miami Heat. Ég gæti spilað þarna aftur eða að fá að gera eins og Paul Pierce og skrifa undir eins dags samning,“ sagði Dwyane Wade. Chicago Bulls keypti Dwyane Wade út úr samningi hans við félagið og hann átti möguleika á því að fá betri samning hjá öðrum liðum en Cleveland Cavaliers. Hjá Cleveland Cavaliers fær hann aðeins lágmarkslaun.Dwyane Wade may play for the Cavaliers now, but he wants to leave the NBA as a member of the Heat. https://t.co/6JZLwj4wuqpic.twitter.com/24gecGjtrP — Yahoo Sports (@YahooSports) September 28, 2017 Miami Heat, Oklahoma City Thunder og San Antonio Spurs gátu öll boðið honum mun meira en hann ákvað að semja fyrir minna og koma til LeBron James í Cleveland alveg eins og LeBron gerði fyrir nokkrum árum og kom til Wade í Miami Heat. Dwyane Wade er orðinn 35 ára gamall og á því ekki mörg ár eftir í NBA-boltanum. Hann skoraði hinsvegar yfir 18 stig í leik á síðustu leiktíð með Chicago Bulls og getur enn spilað meðal þeirra bestu. Wade fór óvænt frá Miami Heat þegar hann samdi við Chicago Bulls fyrir 2016-17 tímabilið. Þrátt fyrir að hann hafi hafnað tilboði Miami og farið þá segja bæði hann sjálfur og Pat Riley að allt sé í góðu á milli þeirra og að Wade sé velkominn aftur til Flórída. „Það verður alltaf lykill fyrir hann undir mottunni. Ég vona bara að hann ryðgi ekki,“ sagði Pat Riley eftir að Wade yfirgaf Miami Heat fyrir rúmu ári síðan.Welcome to The Land, @DwyaneWade! DETAILS: https://t.co/QlQd1lx0M7#AllForOnepic.twitter.com/iBUzSRyze0 — Cleveland Cavaliers (@cavs) September 27, 2017 Þeir LeBron James og Dwyane Wade skáluðu í rauðvíni eftir fyrstu æfingu sína saman sem leikmenn Cleveland Cavaliers en áður höfðu þeir æft oft saman sem leikmenn Miami Heat og bandaríska landsliðsins.DWade & LeBron after their first practice together in CLE... (via mrdwyanewade/Snapchat) pic.twitter.com/PKNwaTaHld — NBA TV (@NBATV) September 28, 2017 NBA Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Sjá meira
Dwyane Wade er orðinn leikmaður Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni en hann er engu að síður að hugsa um að enda ferillinn hjá öðru liði. Dwyane Wade sagði í viðtali við Associated Press að hans ósk sé að enda körfuboltaferilinn sem leikmaður Miami Heat. „Ég veit ekki hvernig það mun koma til en ég vil gera allt til þess að klára ferillinn í búningi Miami Heat. Ég gæti spilað þarna aftur eða að fá að gera eins og Paul Pierce og skrifa undir eins dags samning,“ sagði Dwyane Wade. Chicago Bulls keypti Dwyane Wade út úr samningi hans við félagið og hann átti möguleika á því að fá betri samning hjá öðrum liðum en Cleveland Cavaliers. Hjá Cleveland Cavaliers fær hann aðeins lágmarkslaun.Dwyane Wade may play for the Cavaliers now, but he wants to leave the NBA as a member of the Heat. https://t.co/6JZLwj4wuqpic.twitter.com/24gecGjtrP — Yahoo Sports (@YahooSports) September 28, 2017 Miami Heat, Oklahoma City Thunder og San Antonio Spurs gátu öll boðið honum mun meira en hann ákvað að semja fyrir minna og koma til LeBron James í Cleveland alveg eins og LeBron gerði fyrir nokkrum árum og kom til Wade í Miami Heat. Dwyane Wade er orðinn 35 ára gamall og á því ekki mörg ár eftir í NBA-boltanum. Hann skoraði hinsvegar yfir 18 stig í leik á síðustu leiktíð með Chicago Bulls og getur enn spilað meðal þeirra bestu. Wade fór óvænt frá Miami Heat þegar hann samdi við Chicago Bulls fyrir 2016-17 tímabilið. Þrátt fyrir að hann hafi hafnað tilboði Miami og farið þá segja bæði hann sjálfur og Pat Riley að allt sé í góðu á milli þeirra og að Wade sé velkominn aftur til Flórída. „Það verður alltaf lykill fyrir hann undir mottunni. Ég vona bara að hann ryðgi ekki,“ sagði Pat Riley eftir að Wade yfirgaf Miami Heat fyrir rúmu ári síðan.Welcome to The Land, @DwyaneWade! DETAILS: https://t.co/QlQd1lx0M7#AllForOnepic.twitter.com/iBUzSRyze0 — Cleveland Cavaliers (@cavs) September 27, 2017 Þeir LeBron James og Dwyane Wade skáluðu í rauðvíni eftir fyrstu æfingu sína saman sem leikmenn Cleveland Cavaliers en áður höfðu þeir æft oft saman sem leikmenn Miami Heat og bandaríska landsliðsins.DWade & LeBron after their first practice together in CLE... (via mrdwyanewade/Snapchat) pic.twitter.com/PKNwaTaHld — NBA TV (@NBATV) September 28, 2017
NBA Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Sjá meira