Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. september 2017 06:00 Vegleg afmælisveisla var haldin til heiðurs Hanyie í sumar að viðstöddu fjölmenni. vísir/laufey björnsdóttir Forstjóri Barnaverndarstofu segir það súrt að Dyflinnarreglugerðinni sé beitt með þeim hætti sem nú er gert. Þingflokkur Samfylkingarinnar hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur ungum stúlkum og fjölskyldum þeirra ríkisborgararétt. Fyrir helgi var sagt frá því að senda ætti tvær flóttafjölskyldur úr landi. Önnur þeirra samanstendur af afgönskum feðginum, Haniye og Abrahim Malekym, en hin af nígerísku pari, Joy og Sunday, með átta ára dótturina Mary. Hvorug stúlknanna hefur nokkurn tímann drepið niður fæti í upprunalandi sínu. „Mér þykir þetta nokkuð súrt. Ef við lítum til dæmis á mál þessara tveggja stúlkna þá fær það ekki efnislega meðferð,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Hann bendir á að í Dyflinnar-reglugerðinni felist aðeins heimild til að senda fólk til baka en ekki skilyrðislaus skylda. „Í raun er þetta aðeins pólitísk ákvörðun ráðherra sem er dapurleg með hliðsjón af þeim málum sem verið hafa í umræðunni núna. Ég tel rétt að mannúðarsjónarmið eigi að skipa ríkari sess,“ segir Bragi. Alþingi kemur saman á ný til funda á morgun. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur nú þegar boðað eitt af sínum fyrstu málum á þinginu. Í því frumvarpi felst að Alþingi veiti stúlkunum tveimur og fjölskyldum þeirra ríkisborgararétt með beinni lagasetningu. „Við stöndum að baki þessu og höfum boðið fólki úr öðrum flokkum að vera meðflutningsmenn. Einhverjir hafa lýst yfir áhuga á að vera með en það skýrist að loknum þingflokksfundum á morgun hverjir verða með að lokum,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Tvær leiðir eru til að fá ríkisborgararétt. Annars vegar stofnanaleiðin og hins vegar hefur myndast sú hefð að tvisvar á ári veiti Alþingi nokkrum íslenskt ríkisfang. Undanfarin ár hafa þau frumvörp verið lögð fram af allsherjar- og menntamálanefnd. „Mér er alveg sama hvaða leið þetta mál fer í gegnum þingið. Aðalatriðið er að það verði samþykkt,“ segir Logi. „Í greinargerð frumvarpsins fylgja skýr skilaboð þess efnis að löggjafinn ætlist til þess að réttindi barnsins séu virt. Það er Alþingi sem ákveður stefnuna sem stofnanir eiga að fylgja en ekki öfugt.“ „Það er auðvitað vandamál hvað afgreiðsla mála tekur langan tíma og það býr til jarðveg fyrir mál sem þessi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Hún segir að það hafi ekki komið til tals að frumvarp sem þetta væri lagt fram af nefndinni. Alþingi Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óttast að þau verði send í opinn dauðann Kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa feðginunum Abrahim Maleki og tólf ára dóttur hans til Þýskalands. Hann óttast að verða sendur aftur til Afganistans og að þau eigi sér enga framtíð. 5. september 2017 06:00 Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00 Þingmaður Viðreisnar vill að Haniye og Mary fái að vera áfram á Íslandi Hanna Katrín Friðriksson vill að mannúð ráði frekar för en ítrustu laga-og reglugerðartúlkanir þegar kemur að meðferð mála hælisleitenda og flóttamanna. 8. september 2017 20:34 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Forstjóri Barnaverndarstofu segir það súrt að Dyflinnarreglugerðinni sé beitt með þeim hætti sem nú er gert. Þingflokkur Samfylkingarinnar hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur ungum stúlkum og fjölskyldum þeirra ríkisborgararétt. Fyrir helgi var sagt frá því að senda ætti tvær flóttafjölskyldur úr landi. Önnur þeirra samanstendur af afgönskum feðginum, Haniye og Abrahim Malekym, en hin af nígerísku pari, Joy og Sunday, með átta ára dótturina Mary. Hvorug stúlknanna hefur nokkurn tímann drepið niður fæti í upprunalandi sínu. „Mér þykir þetta nokkuð súrt. Ef við lítum til dæmis á mál þessara tveggja stúlkna þá fær það ekki efnislega meðferð,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Hann bendir á að í Dyflinnar-reglugerðinni felist aðeins heimild til að senda fólk til baka en ekki skilyrðislaus skylda. „Í raun er þetta aðeins pólitísk ákvörðun ráðherra sem er dapurleg með hliðsjón af þeim málum sem verið hafa í umræðunni núna. Ég tel rétt að mannúðarsjónarmið eigi að skipa ríkari sess,“ segir Bragi. Alþingi kemur saman á ný til funda á morgun. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur nú þegar boðað eitt af sínum fyrstu málum á þinginu. Í því frumvarpi felst að Alþingi veiti stúlkunum tveimur og fjölskyldum þeirra ríkisborgararétt með beinni lagasetningu. „Við stöndum að baki þessu og höfum boðið fólki úr öðrum flokkum að vera meðflutningsmenn. Einhverjir hafa lýst yfir áhuga á að vera með en það skýrist að loknum þingflokksfundum á morgun hverjir verða með að lokum,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Tvær leiðir eru til að fá ríkisborgararétt. Annars vegar stofnanaleiðin og hins vegar hefur myndast sú hefð að tvisvar á ári veiti Alþingi nokkrum íslenskt ríkisfang. Undanfarin ár hafa þau frumvörp verið lögð fram af allsherjar- og menntamálanefnd. „Mér er alveg sama hvaða leið þetta mál fer í gegnum þingið. Aðalatriðið er að það verði samþykkt,“ segir Logi. „Í greinargerð frumvarpsins fylgja skýr skilaboð þess efnis að löggjafinn ætlist til þess að réttindi barnsins séu virt. Það er Alþingi sem ákveður stefnuna sem stofnanir eiga að fylgja en ekki öfugt.“ „Það er auðvitað vandamál hvað afgreiðsla mála tekur langan tíma og það býr til jarðveg fyrir mál sem þessi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Hún segir að það hafi ekki komið til tals að frumvarp sem þetta væri lagt fram af nefndinni.
Alþingi Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óttast að þau verði send í opinn dauðann Kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa feðginunum Abrahim Maleki og tólf ára dóttur hans til Þýskalands. Hann óttast að verða sendur aftur til Afganistans og að þau eigi sér enga framtíð. 5. september 2017 06:00 Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00 Þingmaður Viðreisnar vill að Haniye og Mary fái að vera áfram á Íslandi Hanna Katrín Friðriksson vill að mannúð ráði frekar för en ítrustu laga-og reglugerðartúlkanir þegar kemur að meðferð mála hælisleitenda og flóttamanna. 8. september 2017 20:34 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Óttast að þau verði send í opinn dauðann Kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa feðginunum Abrahim Maleki og tólf ára dóttur hans til Þýskalands. Hann óttast að verða sendur aftur til Afganistans og að þau eigi sér enga framtíð. 5. september 2017 06:00
Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00
Þingmaður Viðreisnar vill að Haniye og Mary fái að vera áfram á Íslandi Hanna Katrín Friðriksson vill að mannúð ráði frekar för en ítrustu laga-og reglugerðartúlkanir þegar kemur að meðferð mála hælisleitenda og flóttamanna. 8. september 2017 20:34