Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. september 2017 06:00 Vegleg afmælisveisla var haldin til heiðurs Hanyie í sumar að viðstöddu fjölmenni. vísir/laufey björnsdóttir Forstjóri Barnaverndarstofu segir það súrt að Dyflinnarreglugerðinni sé beitt með þeim hætti sem nú er gert. Þingflokkur Samfylkingarinnar hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur ungum stúlkum og fjölskyldum þeirra ríkisborgararétt. Fyrir helgi var sagt frá því að senda ætti tvær flóttafjölskyldur úr landi. Önnur þeirra samanstendur af afgönskum feðginum, Haniye og Abrahim Malekym, en hin af nígerísku pari, Joy og Sunday, með átta ára dótturina Mary. Hvorug stúlknanna hefur nokkurn tímann drepið niður fæti í upprunalandi sínu. „Mér þykir þetta nokkuð súrt. Ef við lítum til dæmis á mál þessara tveggja stúlkna þá fær það ekki efnislega meðferð,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Hann bendir á að í Dyflinnar-reglugerðinni felist aðeins heimild til að senda fólk til baka en ekki skilyrðislaus skylda. „Í raun er þetta aðeins pólitísk ákvörðun ráðherra sem er dapurleg með hliðsjón af þeim málum sem verið hafa í umræðunni núna. Ég tel rétt að mannúðarsjónarmið eigi að skipa ríkari sess,“ segir Bragi. Alþingi kemur saman á ný til funda á morgun. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur nú þegar boðað eitt af sínum fyrstu málum á þinginu. Í því frumvarpi felst að Alþingi veiti stúlkunum tveimur og fjölskyldum þeirra ríkisborgararétt með beinni lagasetningu. „Við stöndum að baki þessu og höfum boðið fólki úr öðrum flokkum að vera meðflutningsmenn. Einhverjir hafa lýst yfir áhuga á að vera með en það skýrist að loknum þingflokksfundum á morgun hverjir verða með að lokum,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Tvær leiðir eru til að fá ríkisborgararétt. Annars vegar stofnanaleiðin og hins vegar hefur myndast sú hefð að tvisvar á ári veiti Alþingi nokkrum íslenskt ríkisfang. Undanfarin ár hafa þau frumvörp verið lögð fram af allsherjar- og menntamálanefnd. „Mér er alveg sama hvaða leið þetta mál fer í gegnum þingið. Aðalatriðið er að það verði samþykkt,“ segir Logi. „Í greinargerð frumvarpsins fylgja skýr skilaboð þess efnis að löggjafinn ætlist til þess að réttindi barnsins séu virt. Það er Alþingi sem ákveður stefnuna sem stofnanir eiga að fylgja en ekki öfugt.“ „Það er auðvitað vandamál hvað afgreiðsla mála tekur langan tíma og það býr til jarðveg fyrir mál sem þessi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Hún segir að það hafi ekki komið til tals að frumvarp sem þetta væri lagt fram af nefndinni. Alþingi Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óttast að þau verði send í opinn dauðann Kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa feðginunum Abrahim Maleki og tólf ára dóttur hans til Þýskalands. Hann óttast að verða sendur aftur til Afganistans og að þau eigi sér enga framtíð. 5. september 2017 06:00 Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00 Þingmaður Viðreisnar vill að Haniye og Mary fái að vera áfram á Íslandi Hanna Katrín Friðriksson vill að mannúð ráði frekar för en ítrustu laga-og reglugerðartúlkanir þegar kemur að meðferð mála hælisleitenda og flóttamanna. 8. september 2017 20:34 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Forstjóri Barnaverndarstofu segir það súrt að Dyflinnarreglugerðinni sé beitt með þeim hætti sem nú er gert. Þingflokkur Samfylkingarinnar hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur ungum stúlkum og fjölskyldum þeirra ríkisborgararétt. Fyrir helgi var sagt frá því að senda ætti tvær flóttafjölskyldur úr landi. Önnur þeirra samanstendur af afgönskum feðginum, Haniye og Abrahim Malekym, en hin af nígerísku pari, Joy og Sunday, með átta ára dótturina Mary. Hvorug stúlknanna hefur nokkurn tímann drepið niður fæti í upprunalandi sínu. „Mér þykir þetta nokkuð súrt. Ef við lítum til dæmis á mál þessara tveggja stúlkna þá fær það ekki efnislega meðferð,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Hann bendir á að í Dyflinnar-reglugerðinni felist aðeins heimild til að senda fólk til baka en ekki skilyrðislaus skylda. „Í raun er þetta aðeins pólitísk ákvörðun ráðherra sem er dapurleg með hliðsjón af þeim málum sem verið hafa í umræðunni núna. Ég tel rétt að mannúðarsjónarmið eigi að skipa ríkari sess,“ segir Bragi. Alþingi kemur saman á ný til funda á morgun. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur nú þegar boðað eitt af sínum fyrstu málum á þinginu. Í því frumvarpi felst að Alþingi veiti stúlkunum tveimur og fjölskyldum þeirra ríkisborgararétt með beinni lagasetningu. „Við stöndum að baki þessu og höfum boðið fólki úr öðrum flokkum að vera meðflutningsmenn. Einhverjir hafa lýst yfir áhuga á að vera með en það skýrist að loknum þingflokksfundum á morgun hverjir verða með að lokum,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Tvær leiðir eru til að fá ríkisborgararétt. Annars vegar stofnanaleiðin og hins vegar hefur myndast sú hefð að tvisvar á ári veiti Alþingi nokkrum íslenskt ríkisfang. Undanfarin ár hafa þau frumvörp verið lögð fram af allsherjar- og menntamálanefnd. „Mér er alveg sama hvaða leið þetta mál fer í gegnum þingið. Aðalatriðið er að það verði samþykkt,“ segir Logi. „Í greinargerð frumvarpsins fylgja skýr skilaboð þess efnis að löggjafinn ætlist til þess að réttindi barnsins séu virt. Það er Alþingi sem ákveður stefnuna sem stofnanir eiga að fylgja en ekki öfugt.“ „Það er auðvitað vandamál hvað afgreiðsla mála tekur langan tíma og það býr til jarðveg fyrir mál sem þessi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Hún segir að það hafi ekki komið til tals að frumvarp sem þetta væri lagt fram af nefndinni.
Alþingi Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óttast að þau verði send í opinn dauðann Kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa feðginunum Abrahim Maleki og tólf ára dóttur hans til Þýskalands. Hann óttast að verða sendur aftur til Afganistans og að þau eigi sér enga framtíð. 5. september 2017 06:00 Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00 Þingmaður Viðreisnar vill að Haniye og Mary fái að vera áfram á Íslandi Hanna Katrín Friðriksson vill að mannúð ráði frekar för en ítrustu laga-og reglugerðartúlkanir þegar kemur að meðferð mála hælisleitenda og flóttamanna. 8. september 2017 20:34 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Óttast að þau verði send í opinn dauðann Kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa feðginunum Abrahim Maleki og tólf ára dóttur hans til Þýskalands. Hann óttast að verða sendur aftur til Afganistans og að þau eigi sér enga framtíð. 5. september 2017 06:00
Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00
Þingmaður Viðreisnar vill að Haniye og Mary fái að vera áfram á Íslandi Hanna Katrín Friðriksson vill að mannúð ráði frekar för en ítrustu laga-og reglugerðartúlkanir þegar kemur að meðferð mála hælisleitenda og flóttamanna. 8. september 2017 20:34