Forsetinn sendi Alþingi ótvíræð skilaboð varðandi stjórnarskrána Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2017 19:00 Forseti Íslands skorar á Alþingi að breyta stjórnarskránni og lögum hvað varðar völd forseta, og þá alveg sérstaklega um aðkomu hans að því að fólk fái uppreist æru. Ekki verði unað við óbreytt ástand og ekki unnið áfram eftir óbreyttu verklagi. Þá verða á hlusta á ríka kröfu um aðrar breytingar á stjórnarskránni. Alþingi var sett með hefðbundnum hætti í dag. Þingmenn og aðrir gestir fóru til guðsþjónustu í Dómkirkjunni og að henni lokinni ávarpaði forseti Íslands Alþingi. Guðni Th. Jóhannesson gerði stjórnarskrána að umtalsefni í ávarpi sínu til þingmanna. Hann sagði Alþingi þungamiðju stjórnskipunar landsins og þangað horfði fólk þegar það æskti endurskoðunar á lögum landsins og því mikilvægt að þingið væri traustsins vert. „Þau sjóinarmið hafa lengi heyrst í samfélaginu og þessum sal að skilgreina þurfi betur í stjórnarskrá völd og ábyrgð forseta Íslands,“ sagði Guðni. Ekki vegna þess að sá þáttur væri brýnni en aðrir þegar rætt væri um breytingar á grunnsáttmála þjóðarinnar, heldur lægi beint við að huga að þessum þætti vegna nýlegra álitamála um stjórnskipulega stöðu forsetans. „Fyrr í sumar brugðust fjölmargir ókvæða við þegar kynferðisbrotamenn fengu uppreist æru eftir afplánun dóms. Engu skipti að stuðst var við lög og ríka hefð um framkvæmdina. Þetta skipti engu vegna þess að lagahugtakið uppreist æru þykir úrelt og villandi. Löngu er tímabært að það heyri sögunni til,“ sagði forsetinn. Vissulega ættu þeir sem tekið hefðu út dóm að feta áfram lífsins göngu þrátt fyrir þær þjáningar sem þeir hefðu valdið öðrum. Einlæg iðrun og yfirbót væru til góðs. „Og þótt fólk geti hlotið borgaraleg réttindi á ný að lokinni betrunar- og refsivist hefur slík aðgerð ekkert með æru að gera. Þá er það sjónarmið skynsamlegt sem alþingismenn hafa lýst að endurheimt ýmissra réttinda megi skilyrða og takmarka að lögum í ljósi þess afbrots sem framið var,“ sagði Guðni. Forsetinn sagði menn verða að læra af biturri reynslu og ásetningur Alþingis og ríkisstjórnar um breytingar á lögum um uppreist æru gæfi honum von um að svo fari. Það sé mikilvægt að hlusta þegar fólki sé misboðið og færi rök fyrir sínu máli og að menn axli ábyrgð. „Sú er raunin núna. Við óbreytt ástand verður ekki unað. Eftir óbreytti verklagi verður ekki unnið,“ sagði forsetinn. Þá lýsti hann þeirri von sinni að Alþingi yrði einnig við kröfum um endurskoðun á stjórnarskrá Íslands á þeim grundvelli sem unnið hafi verið á undanförnum árum á vettvangi stjórnlagaráðs og stjórnarskrárnefnda. Alþingi Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Sjá meira
Forseti Íslands skorar á Alþingi að breyta stjórnarskránni og lögum hvað varðar völd forseta, og þá alveg sérstaklega um aðkomu hans að því að fólk fái uppreist æru. Ekki verði unað við óbreytt ástand og ekki unnið áfram eftir óbreyttu verklagi. Þá verða á hlusta á ríka kröfu um aðrar breytingar á stjórnarskránni. Alþingi var sett með hefðbundnum hætti í dag. Þingmenn og aðrir gestir fóru til guðsþjónustu í Dómkirkjunni og að henni lokinni ávarpaði forseti Íslands Alþingi. Guðni Th. Jóhannesson gerði stjórnarskrána að umtalsefni í ávarpi sínu til þingmanna. Hann sagði Alþingi þungamiðju stjórnskipunar landsins og þangað horfði fólk þegar það æskti endurskoðunar á lögum landsins og því mikilvægt að þingið væri traustsins vert. „Þau sjóinarmið hafa lengi heyrst í samfélaginu og þessum sal að skilgreina þurfi betur í stjórnarskrá völd og ábyrgð forseta Íslands,“ sagði Guðni. Ekki vegna þess að sá þáttur væri brýnni en aðrir þegar rætt væri um breytingar á grunnsáttmála þjóðarinnar, heldur lægi beint við að huga að þessum þætti vegna nýlegra álitamála um stjórnskipulega stöðu forsetans. „Fyrr í sumar brugðust fjölmargir ókvæða við þegar kynferðisbrotamenn fengu uppreist æru eftir afplánun dóms. Engu skipti að stuðst var við lög og ríka hefð um framkvæmdina. Þetta skipti engu vegna þess að lagahugtakið uppreist æru þykir úrelt og villandi. Löngu er tímabært að það heyri sögunni til,“ sagði forsetinn. Vissulega ættu þeir sem tekið hefðu út dóm að feta áfram lífsins göngu þrátt fyrir þær þjáningar sem þeir hefðu valdið öðrum. Einlæg iðrun og yfirbót væru til góðs. „Og þótt fólk geti hlotið borgaraleg réttindi á ný að lokinni betrunar- og refsivist hefur slík aðgerð ekkert með æru að gera. Þá er það sjónarmið skynsamlegt sem alþingismenn hafa lýst að endurheimt ýmissra réttinda megi skilyrða og takmarka að lögum í ljósi þess afbrots sem framið var,“ sagði Guðni. Forsetinn sagði menn verða að læra af biturri reynslu og ásetningur Alþingis og ríkisstjórnar um breytingar á lögum um uppreist æru gæfi honum von um að svo fari. Það sé mikilvægt að hlusta þegar fólki sé misboðið og færi rök fyrir sínu máli og að menn axli ábyrgð. „Sú er raunin núna. Við óbreytt ástand verður ekki unað. Eftir óbreytti verklagi verður ekki unnið,“ sagði forsetinn. Þá lýsti hann þeirri von sinni að Alþingi yrði einnig við kröfum um endurskoðun á stjórnarskrá Íslands á þeim grundvelli sem unnið hafi verið á undanförnum árum á vettvangi stjórnlagaráðs og stjórnarskrárnefnda.
Alþingi Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Sjá meira