Hyundai i30 N er 275 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 13. september 2017 14:58 Hyundai i30 N í Frankfurt. Hyundai hefur nú bæst við „Hot hatch“-bransann með tilkomu i30 N bílsins sem nú er sýndur á bílasýningunni í Frankfurt. Hyundai i30 N kemur inn á markað þar sem fyrir eru bílar eins og Golf R og Golf GTI, Renault Megane RS, Ford Focus RS og Peugeot 308 GTi, svo einhverjir séu nefndir. Hyundai i30 N virðist þó eiga fullt erindi í samkeppnina við þessa smáu kraftabíla, en i30 N er með 275 hestöfl undir húddinu, en einnig má fá hann í 250 hestafla útgáfu. Öflugri útgáfan er 6,2 sekúndur í hundraðið og sú aflminni 6,4. Hámarkshraði bílanna beggja er rafrænt takmarkaður við 250 km/klst. Þó svo i30 N sé S-kóreskur var hann hannaður í Þýskalandi og prófanir og þróun hans fór einnig fram þar í landi. Þeir sem sáu um prófanir á Hyundai i30 N óku reynsluakstursbílum til dæmis alls 10.000 kílómetra á Nurburgring brautinni og því ætti Hyundai að vera komið með rétta stillingu á bílnum fyrir óvægan akstur. Til þess var jú leikurinn gerður, þ.e. að stilla fjöðrunina og stýringuna og aksturshjálparbúnað bílsins. Sala á Hyundai i30 N hefst fyrir lok þessa árs, en 100 fyrstu First Edition eintökin af bílnum seldust upp á innan við tveimur sólarhringum. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent
Hyundai hefur nú bæst við „Hot hatch“-bransann með tilkomu i30 N bílsins sem nú er sýndur á bílasýningunni í Frankfurt. Hyundai i30 N kemur inn á markað þar sem fyrir eru bílar eins og Golf R og Golf GTI, Renault Megane RS, Ford Focus RS og Peugeot 308 GTi, svo einhverjir séu nefndir. Hyundai i30 N virðist þó eiga fullt erindi í samkeppnina við þessa smáu kraftabíla, en i30 N er með 275 hestöfl undir húddinu, en einnig má fá hann í 250 hestafla útgáfu. Öflugri útgáfan er 6,2 sekúndur í hundraðið og sú aflminni 6,4. Hámarkshraði bílanna beggja er rafrænt takmarkaður við 250 km/klst. Þó svo i30 N sé S-kóreskur var hann hannaður í Þýskalandi og prófanir og þróun hans fór einnig fram þar í landi. Þeir sem sáu um prófanir á Hyundai i30 N óku reynsluakstursbílum til dæmis alls 10.000 kílómetra á Nurburgring brautinni og því ætti Hyundai að vera komið með rétta stillingu á bílnum fyrir óvægan akstur. Til þess var jú leikurinn gerður, þ.e. að stilla fjöðrunina og stýringuna og aksturshjálparbúnað bílsins. Sala á Hyundai i30 N hefst fyrir lok þessa árs, en 100 fyrstu First Edition eintökin af bílnum seldust upp á innan við tveimur sólarhringum.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent