Deilibíll kostar um 1.600 krónur á tímann Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. september 2017 20:30 Deilibílaþjónusta hefst í Reykjavík á mánudag undir merkjum Zipcar. Hægt verður að leigja bíl fyrir allt að 1.600 krónur á klukkustund. Fyrstu bílarnir verða við Háskólann í Reykjavík en sótt hefur verið um fleiri stæði. Bílaleigan Avis stendur á bak við deilibílaþjónustuna Zipcar. Öll þjónustan fer í gegnum app en með því er bíllinn pantaður, opnaður og lokaður. Lykillinn er geymdur í bílnum og er hann skilinn eftir í sínu stæði eftir notkun. Fyrstu tveir bílarnir verða við Háskólann í Reykjavík og verða þeir teknir í notkun á mánudag. Sótt hefur verið um fleiri stæði við Skuggasund og Tjarnargötu.Árni Sigurjónsson, verkefnastjóri hjá Avis.„Þetta er mjög góð lausn fyrir fólk sem kýs að eiga ekki sinn eigin bíl. Að geta borgað bara fyrir þá notkun á bílnum sem þau vilja," segir Árni Sigurjónsson, verkefnastjóri hjá Avis. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í síðustu viku gjaldskrá fyrir deilibílaþjónutur og fer verðið á bílastæðum eftir staðsetningu. Þau kosta allt að 580.000 þúsund krónur á ári. Samkvæmt verklagsreglum er ljóst að fleiri deilibílaþjónustur gætu sótt um stæði hjá borginni. Verkefnisstjóri Zipcar segir rannsóknir sýna að deilibílar dragi úr umferð. „Fyrir hvern svona deilibíl hverfa þrettán til sautján einkabílar af veginum. Vegna þess að fólk kýs þá frekar að nota þessa þjónustu í stað þess að kaupa og eiga sinn eigin bíl," segir Árni. Notendur þurfa að skrá sig hjá Zipcar til þess að leigja bíl en hægt er að velja mismunandi leiðir eftir notkun. Þeim sem ætla að nota þetta sjaldan þurfa að greiða 1.600 krónur á tímann auk 500 króna skráningargjalds. Reglulegir notendur greiða 1.500 krónur á tímann og jafn hátt mánaðargjald. Stórnotendur greiða 1.300 á tímann en mánaðargjaldið er nokkuð hærra, eða 2.500 krónur.Samkvæmt lauslegri könnun fréttastofu kostar sólarhringsleiga á ódýrasta bíl Avis 6.510 krónur. Leiga á Hyundai i10, sem er sami bíll og Zipcar notar, kostar tæplega 8.800 krónur. Samkvæmt því borgar sig ekki að leigja Zipcar bíl lengur en í fjórar klukkustundir þar sem ódýrasti bílaleigubílinn verður annars ódýrari. Sé miðað við sama bíl ætti ekki að leiga Zipcar bílinn lengur en í fimm klukkustundir. Hafa ber þó í huga að bensínkostnaður er innifalinn í Zipcar bílum en ekki bílaleigubílum. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Deilibílaþjónusta hefst í Reykjavík á mánudag undir merkjum Zipcar. Hægt verður að leigja bíl fyrir allt að 1.600 krónur á klukkustund. Fyrstu bílarnir verða við Háskólann í Reykjavík en sótt hefur verið um fleiri stæði. Bílaleigan Avis stendur á bak við deilibílaþjónustuna Zipcar. Öll þjónustan fer í gegnum app en með því er bíllinn pantaður, opnaður og lokaður. Lykillinn er geymdur í bílnum og er hann skilinn eftir í sínu stæði eftir notkun. Fyrstu tveir bílarnir verða við Háskólann í Reykjavík og verða þeir teknir í notkun á mánudag. Sótt hefur verið um fleiri stæði við Skuggasund og Tjarnargötu.Árni Sigurjónsson, verkefnastjóri hjá Avis.„Þetta er mjög góð lausn fyrir fólk sem kýs að eiga ekki sinn eigin bíl. Að geta borgað bara fyrir þá notkun á bílnum sem þau vilja," segir Árni Sigurjónsson, verkefnastjóri hjá Avis. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í síðustu viku gjaldskrá fyrir deilibílaþjónutur og fer verðið á bílastæðum eftir staðsetningu. Þau kosta allt að 580.000 þúsund krónur á ári. Samkvæmt verklagsreglum er ljóst að fleiri deilibílaþjónustur gætu sótt um stæði hjá borginni. Verkefnisstjóri Zipcar segir rannsóknir sýna að deilibílar dragi úr umferð. „Fyrir hvern svona deilibíl hverfa þrettán til sautján einkabílar af veginum. Vegna þess að fólk kýs þá frekar að nota þessa þjónustu í stað þess að kaupa og eiga sinn eigin bíl," segir Árni. Notendur þurfa að skrá sig hjá Zipcar til þess að leigja bíl en hægt er að velja mismunandi leiðir eftir notkun. Þeim sem ætla að nota þetta sjaldan þurfa að greiða 1.600 krónur á tímann auk 500 króna skráningargjalds. Reglulegir notendur greiða 1.500 krónur á tímann og jafn hátt mánaðargjald. Stórnotendur greiða 1.300 á tímann en mánaðargjaldið er nokkuð hærra, eða 2.500 krónur.Samkvæmt lauslegri könnun fréttastofu kostar sólarhringsleiga á ódýrasta bíl Avis 6.510 krónur. Leiga á Hyundai i10, sem er sami bíll og Zipcar notar, kostar tæplega 8.800 krónur. Samkvæmt því borgar sig ekki að leigja Zipcar bíl lengur en í fjórar klukkustundir þar sem ódýrasti bílaleigubílinn verður annars ódýrari. Sé miðað við sama bíl ætti ekki að leiga Zipcar bílinn lengur en í fimm klukkustundir. Hafa ber þó í huga að bensínkostnaður er innifalinn í Zipcar bílum en ekki bílaleigubílum.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira