Samþjöppun í ferðaþjónustu líkleg Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. september 2017 20:00 Hægja mun á fjölgun ferðamanna á næstu árum eða misserum og það mun fela í sér miklar áskoranir fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu. Samþjöppun í greininni er talin líkleg, þar sem minni fyrirtæki gætu orðið undir. Greiningardeild Arion banka kynnti í dag árlega ferðaþjónustuúttekt þar sem gert er ráð fyrir hægari fjölgun ferðamanna á næstu árum.Í fyrra fjölgaði ferðamönnum um tæplega 40% milli ára og búist er við um 35% fjölgun í ár. Samkvæmt spá Arion banka verður fjölgunin mun hægari á næsta ári. „Okkur finnst líklegast að ferðamönnum haldi áfram að fjölga. Í grunnsviðsmyndinni erum við að gera ráð fyrir að þeim fjölgi um 11% á næsta ári en að svo hægi á niður í 6% vöxt árið 2020," segir Konráð S. Jónsson, hagfræðingur í Greiningardeild Arion banka. Hægari fjölgun ferðamanna og aðrir ytri þættir gætu reynt verulega á fyrirtæki í greininni. „Ef maður horfir svona áfram næstu ár erum við að sjá ennþá meiri launahækkanir, líklega að krónan verði áfram sterk, við erum að sjá hægari vöxt í ferðaþjónustu og virðisaukaskattshækkanir ofan á það. Þannig það mun vægast sagt leiða til áskorana fyrir þá sem eru í rekstri í ferðaþjónustu," segir Konráð. Samþjöppin í greininni er talin líkleg þar sem minni fyrirtæki gætu orðið undir. „Okkur sýnist vera svigrúm fyrir stærðarhagkvæmni og okkur finnst líklegt að það muni svolítið reyna á það núna þegar mesti vöxturinn og mesta velgengnin í heild virðist liðin í bili," segir Konráð. Þrátt fyrir að hægja muni á vextinum er gert ráð fyrir mikilli vöntun á starfsfólki á næstu árum. „Við gerum ráð fyrir að það verði allt að sjö þúsund störf til það sem eftir er áratugsins í ferðaþjónustunni og miðað við mannfjöldaspár kallar það á talsverðan innflutning vinnuafls," segir Konráð. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Hægja mun á fjölgun ferðamanna á næstu árum eða misserum og það mun fela í sér miklar áskoranir fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu. Samþjöppun í greininni er talin líkleg, þar sem minni fyrirtæki gætu orðið undir. Greiningardeild Arion banka kynnti í dag árlega ferðaþjónustuúttekt þar sem gert er ráð fyrir hægari fjölgun ferðamanna á næstu árum.Í fyrra fjölgaði ferðamönnum um tæplega 40% milli ára og búist er við um 35% fjölgun í ár. Samkvæmt spá Arion banka verður fjölgunin mun hægari á næsta ári. „Okkur finnst líklegast að ferðamönnum haldi áfram að fjölga. Í grunnsviðsmyndinni erum við að gera ráð fyrir að þeim fjölgi um 11% á næsta ári en að svo hægi á niður í 6% vöxt árið 2020," segir Konráð S. Jónsson, hagfræðingur í Greiningardeild Arion banka. Hægari fjölgun ferðamanna og aðrir ytri þættir gætu reynt verulega á fyrirtæki í greininni. „Ef maður horfir svona áfram næstu ár erum við að sjá ennþá meiri launahækkanir, líklega að krónan verði áfram sterk, við erum að sjá hægari vöxt í ferðaþjónustu og virðisaukaskattshækkanir ofan á það. Þannig það mun vægast sagt leiða til áskorana fyrir þá sem eru í rekstri í ferðaþjónustu," segir Konráð. Samþjöppin í greininni er talin líkleg þar sem minni fyrirtæki gætu orðið undir. „Okkur sýnist vera svigrúm fyrir stærðarhagkvæmni og okkur finnst líklegt að það muni svolítið reyna á það núna þegar mesti vöxturinn og mesta velgengnin í heild virðist liðin í bili," segir Konráð. Þrátt fyrir að hægja muni á vextinum er gert ráð fyrir mikilli vöntun á starfsfólki á næstu árum. „Við gerum ráð fyrir að það verði allt að sjö þúsund störf til það sem eftir er áratugsins í ferðaþjónustunni og miðað við mannfjöldaspár kallar það á talsverðan innflutning vinnuafls," segir Konráð.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira