Rafsígarettur leyfðar í farþegaþotum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. september 2017 06:00 Mikill viðbúnaður var í fyrrakvöld þegar þota frá Wissair þar sem eldur var sagður vera um borð lenti á Keflavíkurflugvelli. vísir/víkurfréttir Engar hömlur eru á því að hafa rafsígarettur meðferðis í handfarangri í farþegaþotum samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Notkun þeirra um borð er hins vegar bönnuð. Lýst var yfir hæsta viðbúnaðarstigi um kvöldmatarleytið í fyrrakvöld er talið var að eldur væri laus um borð í þotu Wizz Air sem þá var nýlega farin frá Keflavíkurflugvelli í átt til Póllands með ríflega 70 manns um borð. Vélinni var snúið við og lenti hún áfallalaust í Keflavík. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu virðist liggja fyrir að viðvörunarkerfi um borð í þotunni hafi farið í gang eftir að kviknað hafði í rafsígarettu sem farþegi henti síðan ofan í salernisskál. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir aðspurður að ekki séu dæmi um það hjá félaginu að farþegar séu að nota rafsígarettur um borð í þotunum. „Auðvitað verðum við vör við að fólk sé með rafsígarettur en samt ekki í neinum mæli og þetta er ekkert vandamál. Það kemur fram í öryggisávarpinu að notkun á rafsígarettum sé ekki heimil eins og með allt tóbak,“ segir Guðjón. Atvikið er til rannsóknar hjá bæði flugslysasviði rannsóknarnefndar flugslysa og hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Að svo stöddu stendur ekki til að setja bann við því að farþegar hafi rafsígarettur með sér inn í flugvélar samkvæmt svari frá Isavia. Hins vegar verði tekin afstaða til þeirrar spurningar þegar niðurstöður úr rannsóknum málsins liggja fyrir. Þess má geta að heimilt er fyrir farþega að vera með kveikjara í flugi og þeir eru seldir á flugvellinum og fríhafnarsvæðinu. „Reglurnar hjá flugfélögum eru þannig að ef þú ert með einn kveikjara þá er hann ekki tekinn af þér; þannig að þetta er ekki álitið hættulegra en það,“ segir Guðjón. Aðspurður hvort flugfélögin vildu vera laus við rafsígarettur og kveikjara í farþegarýminu svarar Guðjón að ekki sé um að ræða svo stórt vandamál. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Engar hömlur eru á því að hafa rafsígarettur meðferðis í handfarangri í farþegaþotum samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Notkun þeirra um borð er hins vegar bönnuð. Lýst var yfir hæsta viðbúnaðarstigi um kvöldmatarleytið í fyrrakvöld er talið var að eldur væri laus um borð í þotu Wizz Air sem þá var nýlega farin frá Keflavíkurflugvelli í átt til Póllands með ríflega 70 manns um borð. Vélinni var snúið við og lenti hún áfallalaust í Keflavík. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu virðist liggja fyrir að viðvörunarkerfi um borð í þotunni hafi farið í gang eftir að kviknað hafði í rafsígarettu sem farþegi henti síðan ofan í salernisskál. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir aðspurður að ekki séu dæmi um það hjá félaginu að farþegar séu að nota rafsígarettur um borð í þotunum. „Auðvitað verðum við vör við að fólk sé með rafsígarettur en samt ekki í neinum mæli og þetta er ekkert vandamál. Það kemur fram í öryggisávarpinu að notkun á rafsígarettum sé ekki heimil eins og með allt tóbak,“ segir Guðjón. Atvikið er til rannsóknar hjá bæði flugslysasviði rannsóknarnefndar flugslysa og hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Að svo stöddu stendur ekki til að setja bann við því að farþegar hafi rafsígarettur með sér inn í flugvélar samkvæmt svari frá Isavia. Hins vegar verði tekin afstaða til þeirrar spurningar þegar niðurstöður úr rannsóknum málsins liggja fyrir. Þess má geta að heimilt er fyrir farþega að vera með kveikjara í flugi og þeir eru seldir á flugvellinum og fríhafnarsvæðinu. „Reglurnar hjá flugfélögum eru þannig að ef þú ert með einn kveikjara þá er hann ekki tekinn af þér; þannig að þetta er ekki álitið hættulegra en það,“ segir Guðjón. Aðspurður hvort flugfélögin vildu vera laus við rafsígarettur og kveikjara í farþegarýminu svarar Guðjón að ekki sé um að ræða svo stórt vandamál.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira