„Stórkostlegt ábyrgðarleysi af hálfu þessa litla flokks“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. september 2017 07:56 Sigríður Á. Andersen segir ömurlegt að Björt framtíð skuli nota þetta mál til að slá pólítiskar keilur að hennar mati. VÍSIR/ANTON BRINK Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vandar Bjartri framtíð ekki kveðjurnar og segir að stjórnarslitin, sem stjórn flokksins kallaði eftir í gærkvöldi, séu „stórkostlegt ábyrgðarleysi af hálfu þessa litla flokks." Ástæðan er alvarlegur trúnaðarbrestur í ríkisstjórninni þar sem Sigríður og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi leynt því fyrir samráðherrum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Þau hafi ekki tjáð öðrum meðlimum ríkisstjórnarinnar frá þessum samskiptum og segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra í samtali við Fréttablaðið í morgun að þess vegna sé ljóst að „traustinu er ekki fyrir að fara. Þess vegna ákváðum við að slíta samstarfinu.“Sjá einnig: Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Í samtali við Morgunútvarpið segir Sigríður að með þessum gjörningi hafi Björt framtíð afhjúpað það að flokknum hafi aldrei verið alvara með að taka ábyrgð á stjórn landsins. Það sé alvarlegt mál þegar fólk taki að sér slíkt ábyrgðarhlutverk og þykir Sigríði lélegt að Björt framtíð hafi ekki staðið sig betur í að axla þá ábyrgð. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur undir með Sigríði en rætt var við Brynjar og Loga Má Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í Bítinu í morgun.Jafnframt þykir henni „ömurlegt“ að stjórnarmenn Bjartrar framtíðar skuli nýta sér mál af þessum toga til að slá pólitískar keilur. Aðspurð um hvort ákvörðun stjórnarinnar hafi ekki verið til marks um að Björt framtíð sé trú sinni pólítík segist Sigríður alls ekki geta tekið undir það. „Þessi ríkisstjórn hefur stigið stærri skref en nokkur önnur í gagnsæi. Við vorum til að mynda að opna reikninga allra ráðuneyta nú um daginn,“ sagði Sigríður í Morgunútvarpinu.Ekki stætt að segja öðrum en Bjarna Hún segir að mikilvægt sé að á Íslandi sé réttarríki þar sem staðið sé vörð um réttindi allra; jafnt glæpamanna sem og brotaþola - og ekki síst, í ljósi umræðunnar, þeirra sem vilja sýna velvild í þágu brotamanna sem hafi afplánað sinn dóm. Sigríður segir jafnframt að hún hafi ekki séð ástæðu til að ræða þetta mál við aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar. Engin mál í ráðuneytunum sé þó undanskilin því að forsætisráðherra eigi að fá upplýsingar. Hún hafi því rætt við Bjarna bæði sem forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins. Henni hafi ekki verið stætt á að gera það að birta gögn í málum manna sem sótt hafa um uppreist æru áður vegna þess að málið var í meðferð hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.Vísir fylgist með gangi mála í allan dag í vaktinni.
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vandar Bjartri framtíð ekki kveðjurnar og segir að stjórnarslitin, sem stjórn flokksins kallaði eftir í gærkvöldi, séu „stórkostlegt ábyrgðarleysi af hálfu þessa litla flokks." Ástæðan er alvarlegur trúnaðarbrestur í ríkisstjórninni þar sem Sigríður og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi leynt því fyrir samráðherrum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Þau hafi ekki tjáð öðrum meðlimum ríkisstjórnarinnar frá þessum samskiptum og segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra í samtali við Fréttablaðið í morgun að þess vegna sé ljóst að „traustinu er ekki fyrir að fara. Þess vegna ákváðum við að slíta samstarfinu.“Sjá einnig: Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Í samtali við Morgunútvarpið segir Sigríður að með þessum gjörningi hafi Björt framtíð afhjúpað það að flokknum hafi aldrei verið alvara með að taka ábyrgð á stjórn landsins. Það sé alvarlegt mál þegar fólk taki að sér slíkt ábyrgðarhlutverk og þykir Sigríði lélegt að Björt framtíð hafi ekki staðið sig betur í að axla þá ábyrgð. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur undir með Sigríði en rætt var við Brynjar og Loga Má Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í Bítinu í morgun.Jafnframt þykir henni „ömurlegt“ að stjórnarmenn Bjartrar framtíðar skuli nýta sér mál af þessum toga til að slá pólitískar keilur. Aðspurð um hvort ákvörðun stjórnarinnar hafi ekki verið til marks um að Björt framtíð sé trú sinni pólítík segist Sigríður alls ekki geta tekið undir það. „Þessi ríkisstjórn hefur stigið stærri skref en nokkur önnur í gagnsæi. Við vorum til að mynda að opna reikninga allra ráðuneyta nú um daginn,“ sagði Sigríður í Morgunútvarpinu.Ekki stætt að segja öðrum en Bjarna Hún segir að mikilvægt sé að á Íslandi sé réttarríki þar sem staðið sé vörð um réttindi allra; jafnt glæpamanna sem og brotaþola - og ekki síst, í ljósi umræðunnar, þeirra sem vilja sýna velvild í þágu brotamanna sem hafi afplánað sinn dóm. Sigríður segir jafnframt að hún hafi ekki séð ástæðu til að ræða þetta mál við aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar. Engin mál í ráðuneytunum sé þó undanskilin því að forsætisráðherra eigi að fá upplýsingar. Hún hafi því rætt við Bjarna bæði sem forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins. Henni hafi ekki verið stætt á að gera það að birta gögn í málum manna sem sótt hafa um uppreist æru áður vegna þess að málið var í meðferð hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.Vísir fylgist með gangi mála í allan dag í vaktinni.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43 Björt Ólafsdóttir um stjórnarslitin: „Ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara“ "Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 07:00 Bjarni sagði Benedikt og Óttari frá meðmælunum á mánudag Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hringdi í Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og tilkynnti honum að stjórnarsamstarfinu væri lokið skömmu eftir miðnætti. 15. september 2017 06:09 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43
Björt Ólafsdóttir um stjórnarslitin: „Ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara“ "Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 07:00
Bjarni sagði Benedikt og Óttari frá meðmælunum á mánudag Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hringdi í Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og tilkynnti honum að stjórnarsamstarfinu væri lokið skömmu eftir miðnætti. 15. september 2017 06:09
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06