Píratar vilja ekki rjúka í kosningar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. september 2017 09:14 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaþingflokksformaður Pírata, segir Sjálfstæðisflokkinn í afneitun um stöðu mála. Vísir/Anton Píratar eru ekki tilbúnir að taka ákvörðun tafarlaust um hvort ganga eigi til kosninga eða hvort láta eigi reyna á minnihlutastjórn eða fimm flokka stjórn. Þetta segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaþingflokksformaður Pírata, í samtali við Vísi. Hún segir Sjálfstæðisflokkinn í bullandi afneitun um stöðu flokksins. „Þetta er afskaplega snúin staða, það er mjög erfitt að segja til um hvað gerist næst. Fólk er ennþá bara að meðtaka þetta. þessar fréttir komu á miðnætti í gær. Ég er ennþá bara í talsverðu áfalli eftir að hafa heyrt þetta. Ég átti ekki von á þessu, ekki í þessari mynd þótt að mér finnist þetta rétt ákvörðun hjá Bjartri framtíð,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Vísi. Bæði Þórhildur Sunna og Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segja að rökrétt næsta skref sé að fólk tali saman á þingi og rjúki ekki til kosninga. „Við höfum allavega ákveðið að við erum opin fyrir því að tala við alla og sjá hvað er rétt í stöðunni að gera. Við viljum ekki rjúka af stað og gefast upp strax og segja kosningar strax,“ segir Þórhildur Sunna.Mikilvægt að afgreiða fjárlög „Okkur finnst eðlilegt núna þegar staðan er jafn óviss og hún er að við fyrst prófum bara að tala saman og athuga hvort það sé flötur fyrir þessu fimm flokka samstarfi eða minnihlutastjórn eða einhverju slíku. Það er náttúrulega fjárlagavinna fram undan. Það var rosalega slæmt í fyrra að hafa svona stuttan tíma og það er líka verra að ætla að vinna fjárlög án þess að það sé meirihluti með skýrt umboð til að vinna þess vinnu. þannig að þetta er afskaplega snúin staða, það er mjög erfitt að segja til um hvað gerist næst.“ Þórhildur Sunna sagði í Kastljósi í gærkvöldi að rökstuddur grunur væri uppi um að dómsmálaráðherra hefði misbeitt valdi sínu. Hún segir að Sjálfstæðismenn villi fyrir umræðunni um uppreist æru. „Mér sýnist þau bara vera í bullandi afneitun um sinn þátt í þessu máli. Þau þurfa að horfast í augu við eigin gjörðir og þau neita gjörsamlega að gera það. Þau skýla sér á bak við upplýsingalög og annað slíkt sem mér finnst ótrúlegt í ljósi úrskurðar úrskurðarnefndar. Mér finnst þau vera að villa um fyrir umræðunni.“Birgitta ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55 Sigurður Ingi: „Óhjákvæmilegt að horfa til kosninga“ Hefur áður lýst því yfir að hann vildi mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og VG. 15. september 2017 09:07 Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Píratar eru ekki tilbúnir að taka ákvörðun tafarlaust um hvort ganga eigi til kosninga eða hvort láta eigi reyna á minnihlutastjórn eða fimm flokka stjórn. Þetta segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaþingflokksformaður Pírata, í samtali við Vísi. Hún segir Sjálfstæðisflokkinn í bullandi afneitun um stöðu flokksins. „Þetta er afskaplega snúin staða, það er mjög erfitt að segja til um hvað gerist næst. Fólk er ennþá bara að meðtaka þetta. þessar fréttir komu á miðnætti í gær. Ég er ennþá bara í talsverðu áfalli eftir að hafa heyrt þetta. Ég átti ekki von á þessu, ekki í þessari mynd þótt að mér finnist þetta rétt ákvörðun hjá Bjartri framtíð,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Vísi. Bæði Þórhildur Sunna og Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segja að rökrétt næsta skref sé að fólk tali saman á þingi og rjúki ekki til kosninga. „Við höfum allavega ákveðið að við erum opin fyrir því að tala við alla og sjá hvað er rétt í stöðunni að gera. Við viljum ekki rjúka af stað og gefast upp strax og segja kosningar strax,“ segir Þórhildur Sunna.Mikilvægt að afgreiða fjárlög „Okkur finnst eðlilegt núna þegar staðan er jafn óviss og hún er að við fyrst prófum bara að tala saman og athuga hvort það sé flötur fyrir þessu fimm flokka samstarfi eða minnihlutastjórn eða einhverju slíku. Það er náttúrulega fjárlagavinna fram undan. Það var rosalega slæmt í fyrra að hafa svona stuttan tíma og það er líka verra að ætla að vinna fjárlög án þess að það sé meirihluti með skýrt umboð til að vinna þess vinnu. þannig að þetta er afskaplega snúin staða, það er mjög erfitt að segja til um hvað gerist næst.“ Þórhildur Sunna sagði í Kastljósi í gærkvöldi að rökstuddur grunur væri uppi um að dómsmálaráðherra hefði misbeitt valdi sínu. Hún segir að Sjálfstæðismenn villi fyrir umræðunni um uppreist æru. „Mér sýnist þau bara vera í bullandi afneitun um sinn þátt í þessu máli. Þau þurfa að horfast í augu við eigin gjörðir og þau neita gjörsamlega að gera það. Þau skýla sér á bak við upplýsingalög og annað slíkt sem mér finnst ótrúlegt í ljósi úrskurðar úrskurðarnefndar. Mér finnst þau vera að villa um fyrir umræðunni.“Birgitta ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55 Sigurður Ingi: „Óhjákvæmilegt að horfa til kosninga“ Hefur áður lýst því yfir að hann vildi mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og VG. 15. september 2017 09:07 Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55
Sigurður Ingi: „Óhjákvæmilegt að horfa til kosninga“ Hefur áður lýst því yfir að hann vildi mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og VG. 15. september 2017 09:07
Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06