Útlit fyrir kosningar 28. október Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2017 16:52 Bjarni Benedtiksson, forsætisráðherra, ætlar að rjúfa þing strax á morgun. Það þýðir að þingkosningar verða haldnar 28. október. Forseti Alþingis ætlar að funda með formönnum stjórnmálaflokkanna á morgun til að ræða framhald þingstarfa. Eftir að birt hefur verið tilkynning um þingrof þarf að halda nýjar þingkosningar innan 45 daga frá útgáfu tilkynningarinnar. Rjúfi Bjarni þing á morgun má því ekki halda kosningar til nýs þings síðar en 28. október. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, staðfestir að forsætisráðherra hafi hringt í sig og tjáð henni að hann hygðist ganga á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, strax í fyrramálið og óska eftir heimild til að rjúfa þing.Ætla að ræða framhaldið á fundi í hádeginuJafnvel þó að þing verði rofið strax á morgun getur Alþingi fundað fram að kjördag. Sumir leiðtogar flokkanna hafa lagt áherslu á að lokið verði við nokkur mál sem þeir telja brýn, þar á meðal lög um veitingu ríkisborgararétts. Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, segir að hún hafi boðað formenn stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á þingi á sinn fund kl. 12:30 á morgun. Þar standi til að ræða hvernig þingstörfum verður háttað fyrir kosningar. Þegar formenn flokkanna gengu á fund forseta Íslands í gær virtist sem að niðurstaðan yrði að kosið yrði 4. nóvember. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að enginn hafi sett sig upp á móti hvorri dagsetningunni sem er. Vísar hann hins vegar á forsætisráðherra um svör við því hvers vegna hann ætlar að óska eftir heimild til þingrofs strax á morgun. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot Sjá meira
Bjarni Benedtiksson, forsætisráðherra, ætlar að rjúfa þing strax á morgun. Það þýðir að þingkosningar verða haldnar 28. október. Forseti Alþingis ætlar að funda með formönnum stjórnmálaflokkanna á morgun til að ræða framhald þingstarfa. Eftir að birt hefur verið tilkynning um þingrof þarf að halda nýjar þingkosningar innan 45 daga frá útgáfu tilkynningarinnar. Rjúfi Bjarni þing á morgun má því ekki halda kosningar til nýs þings síðar en 28. október. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, staðfestir að forsætisráðherra hafi hringt í sig og tjáð henni að hann hygðist ganga á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, strax í fyrramálið og óska eftir heimild til að rjúfa þing.Ætla að ræða framhaldið á fundi í hádeginuJafnvel þó að þing verði rofið strax á morgun getur Alþingi fundað fram að kjördag. Sumir leiðtogar flokkanna hafa lagt áherslu á að lokið verði við nokkur mál sem þeir telja brýn, þar á meðal lög um veitingu ríkisborgararétts. Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, segir að hún hafi boðað formenn stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á þingi á sinn fund kl. 12:30 á morgun. Þar standi til að ræða hvernig þingstörfum verður háttað fyrir kosningar. Þegar formenn flokkanna gengu á fund forseta Íslands í gær virtist sem að niðurstaðan yrði að kosið yrði 4. nóvember. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að enginn hafi sett sig upp á móti hvorri dagsetningunni sem er. Vísar hann hins vegar á forsætisráðherra um svör við því hvers vegna hann ætlar að óska eftir heimild til þingrofs strax á morgun.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot Sjá meira