Rétt skal vera rétt Nichole Leigh Mosty skrifar 18. september 2017 14:03 Nýleg flökkusaga greinir frá því að núverandi dómsmálaráðherra, Sigríður Andersen hafi ein og óstudd hafnað umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreista æru í maí síðastliðnum. Nú er auðvitað enginn til frásagnar um það sem gerist á bak við luktar dyr ráðherra nema ráðherrann sjálfur. Þessi flökkusaga, sem kann að hafa orðið til í bakherbergi við Háaleitisbraut, stenst hins vegar ekki skoðun þegar litið er til afstöðu ráðherrans til afgreiðslu slíkra umsókna. Afstöðu sem hún gaf uppi á fundi allsherjar- og menntamálanefndar þann 30. ágúst s.l. . Þremur mánuðum eftir að hin meinta höfnun átti að hafa átt sér stað. Meginniðurstaða Sigríðar í ágúst var sú að ráðherra sé ekki stætt á því að breyta framkvæmd á afgreiðslu umsókna um uppreista æru nema að undangenginni lagabreytingu. Með öðrum orðum, henni sé ekki stætt á að láta eigin geðþótta ráða því hvernig umsóknir eru afgreiddar. Málið liggi því ekki í ráðuneytinu, heldur hjá Alþingi, sem hefur jú það hlutverk að setja lög. Og þá stendur eftir spurningin um það hvort flökkusagan var skrifuð í þeim tilgangi að reyna að endurheimta æru ráðherrans, sem af einhverjum ástæðum hefur orðið margsaga undanfarna daga. Höfundur er þingmaður Bjartrar framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Sjá meira
Nýleg flökkusaga greinir frá því að núverandi dómsmálaráðherra, Sigríður Andersen hafi ein og óstudd hafnað umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreista æru í maí síðastliðnum. Nú er auðvitað enginn til frásagnar um það sem gerist á bak við luktar dyr ráðherra nema ráðherrann sjálfur. Þessi flökkusaga, sem kann að hafa orðið til í bakherbergi við Háaleitisbraut, stenst hins vegar ekki skoðun þegar litið er til afstöðu ráðherrans til afgreiðslu slíkra umsókna. Afstöðu sem hún gaf uppi á fundi allsherjar- og menntamálanefndar þann 30. ágúst s.l. . Þremur mánuðum eftir að hin meinta höfnun átti að hafa átt sér stað. Meginniðurstaða Sigríðar í ágúst var sú að ráðherra sé ekki stætt á því að breyta framkvæmd á afgreiðslu umsókna um uppreista æru nema að undangenginni lagabreytingu. Með öðrum orðum, henni sé ekki stætt á að láta eigin geðþótta ráða því hvernig umsóknir eru afgreiddar. Málið liggi því ekki í ráðuneytinu, heldur hjá Alþingi, sem hefur jú það hlutverk að setja lög. Og þá stendur eftir spurningin um það hvort flökkusagan var skrifuð í þeim tilgangi að reyna að endurheimta æru ráðherrans, sem af einhverjum ástæðum hefur orðið margsaga undanfarna daga. Höfundur er þingmaður Bjartrar framtíðar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar