Nokkur ágreiningur um hvaða þingmál verði kláruð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2017 14:59 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, að loknum fundinum í dag. vísir/anton brink Fundi Unnar Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, með formönnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi lauk núna á þriðja tímanum en hann hófst klukkan 12:30. Að fundi loknum ræddi Unnur við blaðamenn og sagði hún að fundurinn hefði gengið vel. Þó væri nokkur ágreiningur um það hvaða mál verði kláruð áður en þingi verður slitið og gengið til Alþingiskosninga þann 28. október næstkomandi. „Menn reifuðu auðvitað sín sjónarmið um hvaða mál það væru helst sem þeir sæu fyrir sér að þyrfti að ræða og hvort að hægt væri að koma þeim í einhvern farveg. Niðurstaðan af fundinum er að það eru nokkur mál sem eru í skoðun og síðan ætlum við að hittast aftur á formannafundi á miðvikudaginn og reyna að tala okkur inn að niðurstöðu,“ segir Unnur Brá í samtali við Vísi. Hún segir ekki alveg liggja fyrir í hvaða farveg þau mál fara sem eru til skoðunar þar sem mál eins og NPA – notendastýrða persónulega aðstoð – þyrfti að lögfesta fyrir áramót. Unnur segir að til að mynda sé til skoðunar að koma því máli í þann örugga farveg að tryggja að nýtt þing lögfesti NPA. Þá eru mögulegar breytingar á útlendingalögum einnig til skoðunar. Aðspurð hvort mikill ágreiningur hafi verið á fundinum segir Unnur Brá: „Það voru auðvitað skiptar skoðanir og við ræddum það hreinskilnislega en við ákváðum að halda áfram að tala saman og hittast aftur á miðvikudaginn.“ Það hvenær þingi verður slitið fer algjörlega eftir því að hvaða niðurstöðu formenn flokkanna komast ásamt forseta þingsins en í fyrra var því slitið um tveimur vikum fyrir kosningar. Klukkan 15:30 í dag mun Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, lesa upp tilkynningu um þingrof á þingfundi. Ekki er annað á dagskrá fundarins.Fréttin hefur verið uppfærð með ummælum Unnar Brá. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Kjördagur hefur áhrif á valdatafl innan Sjálfstæðisflokksins Flest bendir til þess að kosið verið til Alþingis 28. október næstkomandi. Upphaflega virtist samkomulag um að kosið yrði viku síðar. 18. september 2017 06:00 Forsetinn hvetur kjósendur til að nýta atkvæðisréttinn þrátt fyrir leiða, óþreyju og vonbrigði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnir þá sem ná munu kjöri í næstu þingkosningum á þá ábyrgð og skyldu sem á herðum þeirra hvílir að stuðla að stöðugu stjórnarfari í landinu. 18. september 2017 12:05 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Fundi Unnar Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, með formönnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi lauk núna á þriðja tímanum en hann hófst klukkan 12:30. Að fundi loknum ræddi Unnur við blaðamenn og sagði hún að fundurinn hefði gengið vel. Þó væri nokkur ágreiningur um það hvaða mál verði kláruð áður en þingi verður slitið og gengið til Alþingiskosninga þann 28. október næstkomandi. „Menn reifuðu auðvitað sín sjónarmið um hvaða mál það væru helst sem þeir sæu fyrir sér að þyrfti að ræða og hvort að hægt væri að koma þeim í einhvern farveg. Niðurstaðan af fundinum er að það eru nokkur mál sem eru í skoðun og síðan ætlum við að hittast aftur á formannafundi á miðvikudaginn og reyna að tala okkur inn að niðurstöðu,“ segir Unnur Brá í samtali við Vísi. Hún segir ekki alveg liggja fyrir í hvaða farveg þau mál fara sem eru til skoðunar þar sem mál eins og NPA – notendastýrða persónulega aðstoð – þyrfti að lögfesta fyrir áramót. Unnur segir að til að mynda sé til skoðunar að koma því máli í þann örugga farveg að tryggja að nýtt þing lögfesti NPA. Þá eru mögulegar breytingar á útlendingalögum einnig til skoðunar. Aðspurð hvort mikill ágreiningur hafi verið á fundinum segir Unnur Brá: „Það voru auðvitað skiptar skoðanir og við ræddum það hreinskilnislega en við ákváðum að halda áfram að tala saman og hittast aftur á miðvikudaginn.“ Það hvenær þingi verður slitið fer algjörlega eftir því að hvaða niðurstöðu formenn flokkanna komast ásamt forseta þingsins en í fyrra var því slitið um tveimur vikum fyrir kosningar. Klukkan 15:30 í dag mun Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, lesa upp tilkynningu um þingrof á þingfundi. Ekki er annað á dagskrá fundarins.Fréttin hefur verið uppfærð með ummælum Unnar Brá.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Kjördagur hefur áhrif á valdatafl innan Sjálfstæðisflokksins Flest bendir til þess að kosið verið til Alþingis 28. október næstkomandi. Upphaflega virtist samkomulag um að kosið yrði viku síðar. 18. september 2017 06:00 Forsetinn hvetur kjósendur til að nýta atkvæðisréttinn þrátt fyrir leiða, óþreyju og vonbrigði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnir þá sem ná munu kjöri í næstu þingkosningum á þá ábyrgð og skyldu sem á herðum þeirra hvílir að stuðla að stöðugu stjórnarfari í landinu. 18. september 2017 12:05 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59
Kjördagur hefur áhrif á valdatafl innan Sjálfstæðisflokksins Flest bendir til þess að kosið verið til Alþingis 28. október næstkomandi. Upphaflega virtist samkomulag um að kosið yrði viku síðar. 18. september 2017 06:00
Forsetinn hvetur kjósendur til að nýta atkvæðisréttinn þrátt fyrir leiða, óþreyju og vonbrigði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnir þá sem ná munu kjöri í næstu þingkosningum á þá ábyrgð og skyldu sem á herðum þeirra hvílir að stuðla að stöðugu stjórnarfari í landinu. 18. september 2017 12:05