Fyrsta lagið af nýrri plötu Bjarkar gefið út í takmörkuðu upplagi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. september 2017 15:45 Björk á tónleikum í Eldborg í nóvember síðastliðnum. vísir/getty Íslenska tónlistarkonan Björk gefur út nýtt lag síðar í þessum mánuði í afar takmörkuðu upplagi. Lagið, sem heitir The Gate, kemur út þann 22. september og verður aðeins gefið út á 12 tommu vínylplötu en söngkonan greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag. The Gate er fyrsta lagið af næstu plötu Bjarkar sem væntanleg er á næstunni. Í frétt á vefsíðu Bjarkar segir hún að The Gate sé ástarlag en það fjalli meira um ástina á einhvers konar yfirskilvitlegan hátt. „Vulnicura var um mjög persónulegan missi og ég held að nýja platan sé um ást sem er jafnvel ennþó stærri. Hún fjallar um að enduruppgötva ástina en á andlegan hátt, ef svo má að orði komast,“ segir Björk og vísar í seinustu plötu sína, Vulnicura, sem fjallaði um skilnað hennar og listamannsins Matthew Barney. Í ítarlegu viðtali sem birtist á vef tímaritsins Dazed and Confused í dag kemur fram að tónlistarmaðurinn Arca framleiði plötuna ásamt Björk. Blaðamaður Dazed and Confused, sem hefur fengið að heyra eitthvað af lögunum af nýju plötunni þó að hún sé ekki tilbúin, lýsir henni sem svo að hún sé léttari en loft miðað við Vulnicuru. „Það kemur mjög náttúrulega fyrir mig, kannski meira ómeðvitað heldur en meðvitað, að gera á næstu plötu þveröfugt við það sem ég gerði á þeirri síðustu. Ég gerði Homogenic og hún var stór. Stór og mikil hljóð, tónleikaferðir, fullt af tónleikum úti um allan heim, örugglega mesta rokk og ról sem ég hef verið, en síðan fór ég heim og gerði Vespertine sem var mjög lítil og „míkró.“ Ég held að það sama hafi gerst hér. Vulnicura var mjög persónuleg að öllu leyti. Ég held að ég hafi þurft að „súmma“ út og finna mér nýtt „manífestó,“ segir Björk í viðtalinu sem lesa má hér. Tengdar fréttir Björk kom aðdáendum sínum á óvart á Instagram "Ég er mjög spennt fyrir því að geta tilkynnt ykkur að nýja platan mín er á leiðinni mjög fljótlega,“ segir söngkonan Björk Guðmundsdóttir, í tilkynningu á Instagram. 2. ágúst 2017 15:15 Björk Guðmundsdóttir um sorgarferlið sem fylgdi skilnaðinum Björk lýsir missinum og sorginni sem fylgdi sambandsslitunum við Matthew Barney sem ferðalagi skipt upp í kafla. Hún finnur fyrir samkennd eftir að hafa miðlað reynslu sinni í gegnum listina á plötu sinni Vulnicura. 10. desember 2016 07:00 Brothætt Björk sýndi allar sínar bestu hliðar Björk Guðmundsdóttir kom fram á tónleikum í Eldborg í Hörpu í gær á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 6. nóvember 2016 20:00 Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Íslenska tónlistarkonan Björk gefur út nýtt lag síðar í þessum mánuði í afar takmörkuðu upplagi. Lagið, sem heitir The Gate, kemur út þann 22. september og verður aðeins gefið út á 12 tommu vínylplötu en söngkonan greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag. The Gate er fyrsta lagið af næstu plötu Bjarkar sem væntanleg er á næstunni. Í frétt á vefsíðu Bjarkar segir hún að The Gate sé ástarlag en það fjalli meira um ástina á einhvers konar yfirskilvitlegan hátt. „Vulnicura var um mjög persónulegan missi og ég held að nýja platan sé um ást sem er jafnvel ennþó stærri. Hún fjallar um að enduruppgötva ástina en á andlegan hátt, ef svo má að orði komast,“ segir Björk og vísar í seinustu plötu sína, Vulnicura, sem fjallaði um skilnað hennar og listamannsins Matthew Barney. Í ítarlegu viðtali sem birtist á vef tímaritsins Dazed and Confused í dag kemur fram að tónlistarmaðurinn Arca framleiði plötuna ásamt Björk. Blaðamaður Dazed and Confused, sem hefur fengið að heyra eitthvað af lögunum af nýju plötunni þó að hún sé ekki tilbúin, lýsir henni sem svo að hún sé léttari en loft miðað við Vulnicuru. „Það kemur mjög náttúrulega fyrir mig, kannski meira ómeðvitað heldur en meðvitað, að gera á næstu plötu þveröfugt við það sem ég gerði á þeirri síðustu. Ég gerði Homogenic og hún var stór. Stór og mikil hljóð, tónleikaferðir, fullt af tónleikum úti um allan heim, örugglega mesta rokk og ról sem ég hef verið, en síðan fór ég heim og gerði Vespertine sem var mjög lítil og „míkró.“ Ég held að það sama hafi gerst hér. Vulnicura var mjög persónuleg að öllu leyti. Ég held að ég hafi þurft að „súmma“ út og finna mér nýtt „manífestó,“ segir Björk í viðtalinu sem lesa má hér.
Tengdar fréttir Björk kom aðdáendum sínum á óvart á Instagram "Ég er mjög spennt fyrir því að geta tilkynnt ykkur að nýja platan mín er á leiðinni mjög fljótlega,“ segir söngkonan Björk Guðmundsdóttir, í tilkynningu á Instagram. 2. ágúst 2017 15:15 Björk Guðmundsdóttir um sorgarferlið sem fylgdi skilnaðinum Björk lýsir missinum og sorginni sem fylgdi sambandsslitunum við Matthew Barney sem ferðalagi skipt upp í kafla. Hún finnur fyrir samkennd eftir að hafa miðlað reynslu sinni í gegnum listina á plötu sinni Vulnicura. 10. desember 2016 07:00 Brothætt Björk sýndi allar sínar bestu hliðar Björk Guðmundsdóttir kom fram á tónleikum í Eldborg í Hörpu í gær á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 6. nóvember 2016 20:00 Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Björk kom aðdáendum sínum á óvart á Instagram "Ég er mjög spennt fyrir því að geta tilkynnt ykkur að nýja platan mín er á leiðinni mjög fljótlega,“ segir söngkonan Björk Guðmundsdóttir, í tilkynningu á Instagram. 2. ágúst 2017 15:15
Björk Guðmundsdóttir um sorgarferlið sem fylgdi skilnaðinum Björk lýsir missinum og sorginni sem fylgdi sambandsslitunum við Matthew Barney sem ferðalagi skipt upp í kafla. Hún finnur fyrir samkennd eftir að hafa miðlað reynslu sinni í gegnum listina á plötu sinni Vulnicura. 10. desember 2016 07:00
Brothætt Björk sýndi allar sínar bestu hliðar Björk Guðmundsdóttir kom fram á tónleikum í Eldborg í Hörpu í gær á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 6. nóvember 2016 20:00