Meiri áhersla á starfsumhverfi en prósentur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. september 2017 20:00 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. Vísir/Eyþór Fjármálaráðherra segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. Í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríksins verður áhersla því lögð á að bæta vinnuumhverfi og önnur atriði sem ekki snúa beint að launaliðnum. Fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í dag áherslur og skipulag ríkisins í kjaraviðræðum við stéttarfélög starfsmanna ríkisins. Þann 31. ágúst renna út ákvarðanir gerðadóms er snerta ríkið og 17 stéttafélög BHM. Viðræður við félögin eru þegar hafnar og gengur hvert þeirra sérstaklega til samninga við ríkið. „Það þýðir að hvert félag getur lagt áherslu á sínar starfskröfur; sem snúa þá kannski að menntun, starfstilhögun og starfsumhverfi og það er einmitt það sem við viljum leggja mesta áherslu á núna og við munum mæta því af lipurð," segir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra. Forrystumenn í verkalýðshreyfingunni hafa undanfarið talað um að nýlegir úrskurðir kjararáðs um tugprósentahækkanir hafi stefnt komandi kjaraviðræðum í uppnám. Forsendur fyrir hóflegum launahækkunum séu brostnar. Fjármálaráðherra segir ekki hægt að breyta því liðna en bendir á að lögum um kjararáð hafi verið breytt og að færri stéttir heyri nú undir ráðið. „Ég get alveg sagt það að ég hef ekki verið ánægður með það þegar kjararáð er að úrskurða til dæmis langt aftur í tímann. Af hverju í ósköpunum úrskurðuðu þeir ekki hraðar og oftar en þeir hafa gert. En ég stjórna því ekki. En við erum búin að mynda þarna nýja umgjörð og slys af þessu tagi eiga ekki að endurtaka sig," segir Benedikt. Hann segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. „Ég held að það sé öllum alveg ljóst að það sem skiptir máli er ekki hversu margar krónur koma í umslagið. Heldur hversu mikið er hægt að kaupa fyrir krónurnar sem koma í umslagið," segir Benedikt. Vildi hann ekki gefa upp hvers konar hækkanir væru líklegar þar sem endurskoðun á starfsumhverfinu verður stór hluti viðræðanna. „Við erum ekki bara að tala um prósenturnar heldur líka starfsumhverfið og starfshættina almennt. Þannig ég ætla ekki að fara nefna neina ákveðna tölu hérna núna," segir Benedikt. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Fjármálaráðherra segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. Í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríksins verður áhersla því lögð á að bæta vinnuumhverfi og önnur atriði sem ekki snúa beint að launaliðnum. Fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í dag áherslur og skipulag ríkisins í kjaraviðræðum við stéttarfélög starfsmanna ríkisins. Þann 31. ágúst renna út ákvarðanir gerðadóms er snerta ríkið og 17 stéttafélög BHM. Viðræður við félögin eru þegar hafnar og gengur hvert þeirra sérstaklega til samninga við ríkið. „Það þýðir að hvert félag getur lagt áherslu á sínar starfskröfur; sem snúa þá kannski að menntun, starfstilhögun og starfsumhverfi og það er einmitt það sem við viljum leggja mesta áherslu á núna og við munum mæta því af lipurð," segir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra. Forrystumenn í verkalýðshreyfingunni hafa undanfarið talað um að nýlegir úrskurðir kjararáðs um tugprósentahækkanir hafi stefnt komandi kjaraviðræðum í uppnám. Forsendur fyrir hóflegum launahækkunum séu brostnar. Fjármálaráðherra segir ekki hægt að breyta því liðna en bendir á að lögum um kjararáð hafi verið breytt og að færri stéttir heyri nú undir ráðið. „Ég get alveg sagt það að ég hef ekki verið ánægður með það þegar kjararáð er að úrskurða til dæmis langt aftur í tímann. Af hverju í ósköpunum úrskurðuðu þeir ekki hraðar og oftar en þeir hafa gert. En ég stjórna því ekki. En við erum búin að mynda þarna nýja umgjörð og slys af þessu tagi eiga ekki að endurtaka sig," segir Benedikt. Hann segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. „Ég held að það sé öllum alveg ljóst að það sem skiptir máli er ekki hversu margar krónur koma í umslagið. Heldur hversu mikið er hægt að kaupa fyrir krónurnar sem koma í umslagið," segir Benedikt. Vildi hann ekki gefa upp hvers konar hækkanir væru líklegar þar sem endurskoðun á starfsumhverfinu verður stór hluti viðræðanna. „Við erum ekki bara að tala um prósenturnar heldur líka starfsumhverfið og starfshættina almennt. Þannig ég ætla ekki að fara nefna neina ákveðna tölu hérna núna," segir Benedikt.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira