Nýr Audi A8 með 23 hátalara og 1.920 wött Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2017 15:30 Nýr Audi A8 er ekki dónalegur útlits og sannkölluð lúxuskerra. Það er fátt til sparað þegar kemur að flaggskipum þýsku lúxusbílaframleiðendanna og þar er Audi A8 engin undantekning. Bose hljóðkerfi bílsins er með því allra öflugasta sem um getur, en afl þess er 1.920 wött sem sturtast útúr einum 23 hátölurum víðsvegar um bílinn. Líklega eru fá dæmi um fleiri hátalara í einum bíl og er tvo þeirra að finna í A-póstinum framí bílnum, aðra tvo aftast í þakinu ofan aftursætisfarþega og tveir skjótast uppúr mælaborðinu við ræsingu bílsins. Þrívíddarhljómurinn sem kemur frá þessu hljóðkerfi er víst engu líkur og að sögn Audi og Bose manna er þess best notið með klassískri tónlist sem tekin er upp á hljómleikum, eða annarri tónlist sem ekki hefur verið breytt eftirá með stúdíóvinnu. Hver einasti hátalari bílsins er með sinn eigin magnara og reikniritið sem stjórnar kerfinu var hannað af Audi með hjálp frá Fraunhofer Institute í Erlangen í Þýskalandi. Aftursætisfarþegar geta stjórnað hljóðinu afturí með skipunum á snertiskjá. Framleiðsla er hafin á nýrri kynslóð Audi A8 bílsins í Neckarsulm í Þýskalandi, en afhendingar á bílunum hefjast þó ekki fyrr en með haustinu. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Það er fátt til sparað þegar kemur að flaggskipum þýsku lúxusbílaframleiðendanna og þar er Audi A8 engin undantekning. Bose hljóðkerfi bílsins er með því allra öflugasta sem um getur, en afl þess er 1.920 wött sem sturtast útúr einum 23 hátölurum víðsvegar um bílinn. Líklega eru fá dæmi um fleiri hátalara í einum bíl og er tvo þeirra að finna í A-póstinum framí bílnum, aðra tvo aftast í þakinu ofan aftursætisfarþega og tveir skjótast uppúr mælaborðinu við ræsingu bílsins. Þrívíddarhljómurinn sem kemur frá þessu hljóðkerfi er víst engu líkur og að sögn Audi og Bose manna er þess best notið með klassískri tónlist sem tekin er upp á hljómleikum, eða annarri tónlist sem ekki hefur verið breytt eftirá með stúdíóvinnu. Hver einasti hátalari bílsins er með sinn eigin magnara og reikniritið sem stjórnar kerfinu var hannað af Audi með hjálp frá Fraunhofer Institute í Erlangen í Þýskalandi. Aftursætisfarþegar geta stjórnað hljóðinu afturí með skipunum á snertiskjá. Framleiðsla er hafin á nýrri kynslóð Audi A8 bílsins í Neckarsulm í Þýskalandi, en afhendingar á bílunum hefjast þó ekki fyrr en með haustinu.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira