98 ára, lögblind og prjónar eftir minni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. september 2017 21:00 Hin 98 gamla Jóhanna Hjaltadóttir er lögblind en prjónar enn á hverjum degi samkvæmt minni. Hún hefur hannað óteljandi flíkur og fylgir aldrei uppskrift. Jóhanna hefur prjónað frá því hún man eftir sér. Áhuginn leynir sér ekki á heimili hennar þar sem prjónið umlykur hvern krók og kima. Hún er 98 ára gömul og lögblind en hefur engan hug á því að leggja prjónana á hilluna. „Mér finnst gaman að prjóna og það er númer eitt. Svo er gaman þegar maður getur prjónað mismunandi og gefið af sér. Ég hef aldrei prjónað til sölu, nema þegar ég hef selt mynstur og hönnun með," segir Jóhanna. Flestir Íslendingar hafa líklega séð flíkur hannaðar af Jóhönnu á einhverjum tímapunkti en þær hafa verið fastur liður í prjónablöðum í gegnum árin. Sjálf segist hún ekki hafa tölu á eigin hönnunum. „Þær eru óteljandi. Það er ómögulegt að telja þær vegna þess að ég hef aldrei verið að prjóna eftir mynstrum. Alltaf bara gert þetta sjálf. Ég sé þetta fyrir mér í huganum áður en ég fer að prjóna," segir hún. Í dag prjónar Jóhanna aðallega fyrir fjölskylduna og heimilisgesti en í gegnum tíðina hefur hún fært þekktum Íslendingum á borð við Louisu Matthíasdóttur og Vigdísi Finnbogadóttur gjafir. „Ég bjó til nýtt mynstur með trjám handa Vigdísi af því hún er svo mikil tjáræktarkona. Og hún var mjög ánægð með það," segir Jóhanna. Þar sem sjónin hefur gefið sig treystir Jóhanna alfarið á minnið. Hún segir lykkjurnar og mynstrin greipt í hugann. „Þetta hefur alltaf verið þar. Og ég hef ekkert getað gert af því. Þetta er bara svona." „Þetta bara kemur af sjálfu sér. Lykkjurnar bara koma til mín," segir Jóhanna glaðbeitt. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Hin 98 gamla Jóhanna Hjaltadóttir er lögblind en prjónar enn á hverjum degi samkvæmt minni. Hún hefur hannað óteljandi flíkur og fylgir aldrei uppskrift. Jóhanna hefur prjónað frá því hún man eftir sér. Áhuginn leynir sér ekki á heimili hennar þar sem prjónið umlykur hvern krók og kima. Hún er 98 ára gömul og lögblind en hefur engan hug á því að leggja prjónana á hilluna. „Mér finnst gaman að prjóna og það er númer eitt. Svo er gaman þegar maður getur prjónað mismunandi og gefið af sér. Ég hef aldrei prjónað til sölu, nema þegar ég hef selt mynstur og hönnun með," segir Jóhanna. Flestir Íslendingar hafa líklega séð flíkur hannaðar af Jóhönnu á einhverjum tímapunkti en þær hafa verið fastur liður í prjónablöðum í gegnum árin. Sjálf segist hún ekki hafa tölu á eigin hönnunum. „Þær eru óteljandi. Það er ómögulegt að telja þær vegna þess að ég hef aldrei verið að prjóna eftir mynstrum. Alltaf bara gert þetta sjálf. Ég sé þetta fyrir mér í huganum áður en ég fer að prjóna," segir hún. Í dag prjónar Jóhanna aðallega fyrir fjölskylduna og heimilisgesti en í gegnum tíðina hefur hún fært þekktum Íslendingum á borð við Louisu Matthíasdóttur og Vigdísi Finnbogadóttur gjafir. „Ég bjó til nýtt mynstur með trjám handa Vigdísi af því hún er svo mikil tjáræktarkona. Og hún var mjög ánægð með það," segir Jóhanna. Þar sem sjónin hefur gefið sig treystir Jóhanna alfarið á minnið. Hún segir lykkjurnar og mynstrin greipt í hugann. „Þetta hefur alltaf verið þar. Og ég hef ekkert getað gert af því. Þetta er bara svona." „Þetta bara kemur af sjálfu sér. Lykkjurnar bara koma til mín," segir Jóhanna glaðbeitt.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira