Bjóða fjölnota poka fyrir plastpoka Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2017 14:52 Nettó er ein af verslunarkeðjum Samkaupa. Vísir/PJetur Forsvarsmenn fyrirtækisins Samkaup hafa ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum að koma með plastpoka í allar verslanir fyrirtækisins og skipta þeim út fyrir fjölnota poka. Fyrir hverja þrjá plastpoka sem fólk skilar fær viðkomandi einn fjölnota poka. Búið er að koma fyrir sérstökum móttökustöðum í verslunum Samkaupa. Átakið fer af stað í dag, föstudaginn 8. september og verður áberandi í verslunum um land allt. Fjölnota pokarnir munu fást í skiptum fyrir plastpoka á meðan birgðir endast, en fyrirtækið hefur tekið upp 50 þúsund slíka poka. „Við sjáum svo að sjálfsögðu til þess að plastpokarnir fari á réttan stað, beint í endurvinnslu. Með þessu viljum leggja okkar að mörkum við að draga almennt úr notkun plastpoka,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson,framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa í tilkynningu frá fyrirtækinu.Einn af pokunum sem um ræðir.VísirÞegar birgðirnar verða búnar mun fyrirtækið selja fjölnota poka og mun ágóðinn renna í samfélagssjóð Samkaupa.Hugmyndin kviknaði í fjöruhreinsun Gunnar Egill segir að vissulega hafi átak Pokasjóðs sem ýtt var úr vör síðastliðið vor og snerist um að leggja sjálfan sig niður hafa haft hvetjandi áhrif á framkvæmdina. En hugmyndin að þessu einstaka framtaki hafi raunverulega kviknað í kjölfar strandhreinsiátaks sem stærsta verslunarkeðja Samkaupa, Nettó, hefur unnið í samstarfi við Bláa herinn og Samtök Sveitarfélaga á Suðurnesjum í sumar en þar kom ýmislegt í ljós. „Þar voru strendurnar á Reykjanesi gengnar og rusl tekið upp úr fjörunni. Okkur ofbauð hreinlega magnið. Við viljum með þessum aðgerðum axla ábyrgð á vandamálinu sem útbreiðsla plastpoka raunverulega er. Það getur til að mynda tekið á bilinu 100-500 ár fyrir hefðbundna plastpoka að brotna niður í náttúrunni. Við erum í góðri aðstöðu til þess að reyna að breyta þessu með viðskiptavinum okkar og þess vegna förum við af stað í þetta verkefni núna,“ segir Gunnar Egill. Átak Samkaupa varðandi fjölnota poka er liður í umhverfisverndarstefnu fyrirtækisins. Samkvæmt tilkynningunni dró Samkaup úr sorpi frá verslunum um hundrað tonn í fyrra og er komið langleiðina með sama markmið í ár. „Til að styðja við þetta höfum við líka verið með verkefnið Minni sóun sem gengur út á að fá viðskiptavini í lið með okkur og bjóðum uppá stigmagnandi afslætti eftir því sem síðasti söludagur nálgast. Þær vörur hafa fengið gríðarlega góð viðbrögð og í fyrra veittum við 125 milljónir króna í afslátt og nú þegar höfum við veitt 105 milljónir króna í afslátt það sem af er ári.“ Gunnar segir fyrirtækið ætla að halda áfram að sýna gott fordæmi í umhverfisvernd og vill með þessu hvetja enn fleiri verslanir til að gera slíkt hið sama. Umhverfismál Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækisins Samkaup hafa ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum að koma með plastpoka í allar verslanir fyrirtækisins og skipta þeim út fyrir fjölnota poka. Fyrir hverja þrjá plastpoka sem fólk skilar fær viðkomandi einn fjölnota poka. Búið er að koma fyrir sérstökum móttökustöðum í verslunum Samkaupa. Átakið fer af stað í dag, föstudaginn 8. september og verður áberandi í verslunum um land allt. Fjölnota pokarnir munu fást í skiptum fyrir plastpoka á meðan birgðir endast, en fyrirtækið hefur tekið upp 50 þúsund slíka poka. „Við sjáum svo að sjálfsögðu til þess að plastpokarnir fari á réttan stað, beint í endurvinnslu. Með þessu viljum leggja okkar að mörkum við að draga almennt úr notkun plastpoka,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson,framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa í tilkynningu frá fyrirtækinu.Einn af pokunum sem um ræðir.VísirÞegar birgðirnar verða búnar mun fyrirtækið selja fjölnota poka og mun ágóðinn renna í samfélagssjóð Samkaupa.Hugmyndin kviknaði í fjöruhreinsun Gunnar Egill segir að vissulega hafi átak Pokasjóðs sem ýtt var úr vör síðastliðið vor og snerist um að leggja sjálfan sig niður hafa haft hvetjandi áhrif á framkvæmdina. En hugmyndin að þessu einstaka framtaki hafi raunverulega kviknað í kjölfar strandhreinsiátaks sem stærsta verslunarkeðja Samkaupa, Nettó, hefur unnið í samstarfi við Bláa herinn og Samtök Sveitarfélaga á Suðurnesjum í sumar en þar kom ýmislegt í ljós. „Þar voru strendurnar á Reykjanesi gengnar og rusl tekið upp úr fjörunni. Okkur ofbauð hreinlega magnið. Við viljum með þessum aðgerðum axla ábyrgð á vandamálinu sem útbreiðsla plastpoka raunverulega er. Það getur til að mynda tekið á bilinu 100-500 ár fyrir hefðbundna plastpoka að brotna niður í náttúrunni. Við erum í góðri aðstöðu til þess að reyna að breyta þessu með viðskiptavinum okkar og þess vegna förum við af stað í þetta verkefni núna,“ segir Gunnar Egill. Átak Samkaupa varðandi fjölnota poka er liður í umhverfisverndarstefnu fyrirtækisins. Samkvæmt tilkynningunni dró Samkaup úr sorpi frá verslunum um hundrað tonn í fyrra og er komið langleiðina með sama markmið í ár. „Til að styðja við þetta höfum við líka verið með verkefnið Minni sóun sem gengur út á að fá viðskiptavini í lið með okkur og bjóðum uppá stigmagnandi afslætti eftir því sem síðasti söludagur nálgast. Þær vörur hafa fengið gríðarlega góð viðbrögð og í fyrra veittum við 125 milljónir króna í afslátt og nú þegar höfum við veitt 105 milljónir króna í afslátt það sem af er ári.“ Gunnar segir fyrirtækið ætla að halda áfram að sýna gott fordæmi í umhverfisvernd og vill með þessu hvetja enn fleiri verslanir til að gera slíkt hið sama.
Umhverfismál Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira