Menga eins og milljón bílar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 20:00 Eitt skemmtiferðaskip mengar á við milljón bíla á einum sólarhring, eða á við um þrefaldan bílaflota landsins. Mælingar sýna að þegar skip er í höfn verða loftgæðin í Reykjavík verri en í miðborg erlendra stórborga. Stjórnvöld ættu að krefjast breytinga, segja náttúruverndasamtök. Náttúruverndarsamtök Íslands, með aðstöð þýsku samtakanna Nature and Biodiversity Union, hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. Flest skipin brenna svartolíu og hafa ekki komið fyrir hreinsibúnaði líkt og finna má í bílum. Þegar svartolían brennur myndast sótagnir sem dreifast með útblæstrinum og geta þær haft mjög skaðleg áhrif á heilsu manna og umhverfið. Mælingar á liðnum dögum sýna að magn þessara örsmáu agna í útblæstri skemmtiferðaskipa við Reykjavíkurhöfn er um 200 sinnum meira en eðlilegt má teljast. Til samanburðar verða loftgæðin verri en í miðbæ erlendra stórborga á borð við Peking á háannatíma. Efnafræðingur sem sá um mælingarnar var á meðal vísindamanna sem komu upp um svik bílframleiðenda, sem fegruðu tölur um útblástur díselbíla. Hann hvetur stjórnvöld til að grípa til aðgerða og hækka hafnargjöld á skip sem ekki hafa komið upp hreinsibúnaði. „Þessi félög skilja fjármál þegar þau þurfa að spara en ef þau þurfa að greiða hærri hafnargjöld munu viðbrögð þeirra vera hröð og þau breyta þá viðhorfinu. Við vitum að þessi tækni er á boðstólum og þeim ber að beita henni til að vernda heilsu fólksins og vernda umhverfi ykkar," segir Dr. Axel Friedrich, efnafræðingur. Hann segir mengunina ekki einskoraðist við hafnarsvæðin. „Við höfum gert mælingar langt frá hafnarsvæðum og samkvæmt þeim er magn mengandi agna mjög mikið. Hér er oft mjög vindasamt og við slíkar aðstæður berst mengun frá þessum skipum út um alla borg," segir Axel. Hann bendir á að skipin séu í gangi við hafnarbakkann og mengi því í lengri tíma. „Þetta eru hótel og þau þurfa því að keyra vélarnar í höfnum til að framleiða nauðsynlegt rafmagn. Þetta skapar því mikla hættu. Ef þessi skip væru uppi á landi myndu reglur ESB banna starfrækslu þeirra því þetta eru orkuver," segir Axel. Umhverfismál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Eitt skemmtiferðaskip mengar á við milljón bíla á einum sólarhring, eða á við um þrefaldan bílaflota landsins. Mælingar sýna að þegar skip er í höfn verða loftgæðin í Reykjavík verri en í miðborg erlendra stórborga. Stjórnvöld ættu að krefjast breytinga, segja náttúruverndasamtök. Náttúruverndarsamtök Íslands, með aðstöð þýsku samtakanna Nature and Biodiversity Union, hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. Flest skipin brenna svartolíu og hafa ekki komið fyrir hreinsibúnaði líkt og finna má í bílum. Þegar svartolían brennur myndast sótagnir sem dreifast með útblæstrinum og geta þær haft mjög skaðleg áhrif á heilsu manna og umhverfið. Mælingar á liðnum dögum sýna að magn þessara örsmáu agna í útblæstri skemmtiferðaskipa við Reykjavíkurhöfn er um 200 sinnum meira en eðlilegt má teljast. Til samanburðar verða loftgæðin verri en í miðbæ erlendra stórborga á borð við Peking á háannatíma. Efnafræðingur sem sá um mælingarnar var á meðal vísindamanna sem komu upp um svik bílframleiðenda, sem fegruðu tölur um útblástur díselbíla. Hann hvetur stjórnvöld til að grípa til aðgerða og hækka hafnargjöld á skip sem ekki hafa komið upp hreinsibúnaði. „Þessi félög skilja fjármál þegar þau þurfa að spara en ef þau þurfa að greiða hærri hafnargjöld munu viðbrögð þeirra vera hröð og þau breyta þá viðhorfinu. Við vitum að þessi tækni er á boðstólum og þeim ber að beita henni til að vernda heilsu fólksins og vernda umhverfi ykkar," segir Dr. Axel Friedrich, efnafræðingur. Hann segir mengunina ekki einskoraðist við hafnarsvæðin. „Við höfum gert mælingar langt frá hafnarsvæðum og samkvæmt þeim er magn mengandi agna mjög mikið. Hér er oft mjög vindasamt og við slíkar aðstæður berst mengun frá þessum skipum út um alla borg," segir Axel. Hann bendir á að skipin séu í gangi við hafnarbakkann og mengi því í lengri tíma. „Þetta eru hótel og þau þurfa því að keyra vélarnar í höfnum til að framleiða nauðsynlegt rafmagn. Þetta skapar því mikla hættu. Ef þessi skip væru uppi á landi myndu reglur ESB banna starfrækslu þeirra því þetta eru orkuver," segir Axel.
Umhverfismál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira