Bjóða embættismönnum upp á fræðslu um höfundarrétt vegna ummæla Áslaugar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 19:30 Myndstef segir að skortur sé á almennri þekkingu á höfundarrétti hér á landi og býður embættismönnum og almenningi að sækja sér fræðslu hjá samtökunum, þeim að kostnaðarlausu. Samtökin harma ummæli formanns allsherjar- og menntamálanefndar, sem óskaði um helgina eftir upplýsingum um hvar hægt væri að nálgast höfundarréttarvarið efni á netinu, án þess að greiða fyrir það.Vissi betur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis og ritari Sjálfstæðisflokksins, lét téð ummæli falla á Twitter síðu sinni áður en bardagi þeirra Floyds Mayweather og Conors McGregor hófst. Um er að ræða höfundarréttarvarið efni en rétt er að taka fram að Stöð 2 Sport var rétthafi bardagans hér á landi. „Jæja er einhver með stream fyrir mig á bardagann?“ sagði Áslaug á Twitter, en hún hefur nú eytt færslunni og birt afsökunarbeiðni vegna málsins, líkt og greint var frá á Vísi í dag. Málið vakti talsverð athygli enda er það hlutverk allsherjar- og menntamálanefndar að fjalla um mál er varða höfundarrétt og fjölmiðlum. Þá hefur allsherjar- og menntamálanefnd Sjálfstæðisflokksins samþykkt ályktun þess efnis að vernda eigi eignarrétt rafræns efnis og að til þess þurfi að leita leiða til þess að skapa samkeppnishæft umhverfi löglegra efnisveitna. Áslaug Arna hefur ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins.Aðalheiður Dögg segir að auka þurfi fræðslu.vísir/sigurjónÖllum velkomið að sækja sér fræðslu Aðalheiður Dögg Finnsdóttir Helland, framkvæmdastjóri Myndstefs, hvetur bæði embættismenn og almenning að sækja sér fræðslu til Myndstefs um höfundarréttarlög. „Okkur þykir ummælin mjög miður. Það er mjög leiðinlegt sjá embættismann sérstaklega tala svona, hvort sem það er á Twitter eða annars staðar. En okkur þykir ummælin sýna bæði þekkingarleysi og ákveðið viðhorf í samfélaginu gagnvart vörðu efni og notkun á því,“ segir Aðalheiður Dögg. „Vissulega væri betra ef fólk myndi kynna sér málið betur þess vegna viljum við endilega bjóða henni Áslaugu og fleirum upp á kynningar hjá okkur þannig að svona mál komi ekki upp aftur,“ segir Aðalheiður. Tengdar fréttir Áslaug vildi streyma bardaganum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, auglýsti um helgina eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather. 30. ágúst 2017 07:00 Áslaug Arna biðst afsökunar: „Ég veit betur“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir að það hafi verið hugsunarleysi að óska eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather. 30. ágúst 2017 12:40 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Myndstef segir að skortur sé á almennri þekkingu á höfundarrétti hér á landi og býður embættismönnum og almenningi að sækja sér fræðslu hjá samtökunum, þeim að kostnaðarlausu. Samtökin harma ummæli formanns allsherjar- og menntamálanefndar, sem óskaði um helgina eftir upplýsingum um hvar hægt væri að nálgast höfundarréttarvarið efni á netinu, án þess að greiða fyrir það.Vissi betur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis og ritari Sjálfstæðisflokksins, lét téð ummæli falla á Twitter síðu sinni áður en bardagi þeirra Floyds Mayweather og Conors McGregor hófst. Um er að ræða höfundarréttarvarið efni en rétt er að taka fram að Stöð 2 Sport var rétthafi bardagans hér á landi. „Jæja er einhver með stream fyrir mig á bardagann?“ sagði Áslaug á Twitter, en hún hefur nú eytt færslunni og birt afsökunarbeiðni vegna málsins, líkt og greint var frá á Vísi í dag. Málið vakti talsverð athygli enda er það hlutverk allsherjar- og menntamálanefndar að fjalla um mál er varða höfundarrétt og fjölmiðlum. Þá hefur allsherjar- og menntamálanefnd Sjálfstæðisflokksins samþykkt ályktun þess efnis að vernda eigi eignarrétt rafræns efnis og að til þess þurfi að leita leiða til þess að skapa samkeppnishæft umhverfi löglegra efnisveitna. Áslaug Arna hefur ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins.Aðalheiður Dögg segir að auka þurfi fræðslu.vísir/sigurjónÖllum velkomið að sækja sér fræðslu Aðalheiður Dögg Finnsdóttir Helland, framkvæmdastjóri Myndstefs, hvetur bæði embættismenn og almenning að sækja sér fræðslu til Myndstefs um höfundarréttarlög. „Okkur þykir ummælin mjög miður. Það er mjög leiðinlegt sjá embættismann sérstaklega tala svona, hvort sem það er á Twitter eða annars staðar. En okkur þykir ummælin sýna bæði þekkingarleysi og ákveðið viðhorf í samfélaginu gagnvart vörðu efni og notkun á því,“ segir Aðalheiður Dögg. „Vissulega væri betra ef fólk myndi kynna sér málið betur þess vegna viljum við endilega bjóða henni Áslaugu og fleirum upp á kynningar hjá okkur þannig að svona mál komi ekki upp aftur,“ segir Aðalheiður.
Tengdar fréttir Áslaug vildi streyma bardaganum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, auglýsti um helgina eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather. 30. ágúst 2017 07:00 Áslaug Arna biðst afsökunar: „Ég veit betur“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir að það hafi verið hugsunarleysi að óska eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather. 30. ágúst 2017 12:40 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Áslaug vildi streyma bardaganum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, auglýsti um helgina eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather. 30. ágúst 2017 07:00
Áslaug Arna biðst afsökunar: „Ég veit betur“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir að það hafi verið hugsunarleysi að óska eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather. 30. ágúst 2017 12:40