Icelandair endurskoðar umdeilda skilmála eftir kvartanir Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. ágúst 2017 06:00 Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair Stjórnendur Icelandair skoða afnám umdeildrar reglu í skilmálum fyrirtækisins sem veldur því að bókun fyrir báðar flugleiðir fellur niður í heild sinni ef fyrri ferðin er ekki nýtt af farþega. Neytendasamtökin hafa fengið ábendingar og kvartanir frá viðskiptavinum flugfélagsins. Samkvæmt skilmálum Icelandair hefur svokölluð „no show“ regla þau áhrif að farþegi sem hefur bókað og greitt báðar leiðir, en missir af fyrra fluginu, þarf ekki einungis að bóka nýtt flug í stað þess sem hann missti af, heldur einnig að bóka og borga fyrir bakaleiðina öðru sinni. Neytendasamtökin hafa sent íslenskum flugfélögum fyrirspurnir um skilmálana.Brynhildur Pétursdóttir.„WOW air segjast ekki vera með svona skilmála en svörin frá Icelandair voru mjög óskýr og eiginlega bara ófullnægjandi,” segir Brynhildur Pétursdóttir hjá Neytendasamtökunum, og bætir við: „Ég sé ekki annað en þetta flokkist undir ósanngjarna samningsskilmála. Flugfélagið hefur fengið greitt fyrir þjónustuna og því ekki orðið fyrir neinu tjóni. Þetta finnst okkur út í hött.” Skilmálar þessir, sem tíðkast hjá fleiri alþjóðlegum flugfélögum, hafa verið til skoðunar hjá Evrópusambandinu með áformum um breytingar í þágu neytendaverndar. „Við erum að endurskoða þessa skilmála,“ sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, þegar Fréttablaðið óskaði skýringa á þessum skilmálum og hann bætti við að fleiri alþjóðleg flugfélög hefðu skilmálana einnig til endurskoðunar. „Það er flókið vegna margháttaðs tæknisamstarfs okkar og annarra flugfélaga og ferðaskrifstofa um flugskilmála. Á meðan hvetjum við þá farþega sem keypt hafa tveggja leggja flugferð og geta af gildum ástæðum ekki nýtt fyrri legginn til þess að hafa samband við þjónustuver, og þar verða einstök mál leyst með hagsmuni viðskiptavinarins að leiðarljósi.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Stjórnendur Icelandair skoða afnám umdeildrar reglu í skilmálum fyrirtækisins sem veldur því að bókun fyrir báðar flugleiðir fellur niður í heild sinni ef fyrri ferðin er ekki nýtt af farþega. Neytendasamtökin hafa fengið ábendingar og kvartanir frá viðskiptavinum flugfélagsins. Samkvæmt skilmálum Icelandair hefur svokölluð „no show“ regla þau áhrif að farþegi sem hefur bókað og greitt báðar leiðir, en missir af fyrra fluginu, þarf ekki einungis að bóka nýtt flug í stað þess sem hann missti af, heldur einnig að bóka og borga fyrir bakaleiðina öðru sinni. Neytendasamtökin hafa sent íslenskum flugfélögum fyrirspurnir um skilmálana.Brynhildur Pétursdóttir.„WOW air segjast ekki vera með svona skilmála en svörin frá Icelandair voru mjög óskýr og eiginlega bara ófullnægjandi,” segir Brynhildur Pétursdóttir hjá Neytendasamtökunum, og bætir við: „Ég sé ekki annað en þetta flokkist undir ósanngjarna samningsskilmála. Flugfélagið hefur fengið greitt fyrir þjónustuna og því ekki orðið fyrir neinu tjóni. Þetta finnst okkur út í hött.” Skilmálar þessir, sem tíðkast hjá fleiri alþjóðlegum flugfélögum, hafa verið til skoðunar hjá Evrópusambandinu með áformum um breytingar í þágu neytendaverndar. „Við erum að endurskoða þessa skilmála,“ sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, þegar Fréttablaðið óskaði skýringa á þessum skilmálum og hann bætti við að fleiri alþjóðleg flugfélög hefðu skilmálana einnig til endurskoðunar. „Það er flókið vegna margháttaðs tæknisamstarfs okkar og annarra flugfélaga og ferðaskrifstofa um flugskilmála. Á meðan hvetjum við þá farþega sem keypt hafa tveggja leggja flugferð og geta af gildum ástæðum ekki nýtt fyrri legginn til þess að hafa samband við þjónustuver, og þar verða einstök mál leyst með hagsmuni viðskiptavinarins að leiðarljósi.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira