Taldi Kim Jung-Un lesa hugsanir sínar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. ágúst 2017 20:00 Húsfyllir var á fyrirlestri Yeonmi Park í Háskóla Íslands í dag. Hún flúði frá Norður-Kóreu þegar hún var aðeins þrettán ára gömul og berst í dag gegn mannréttindabrotum þar í landi. Ítarlegt viðtal við Park má sjá í heild sinni neðst í fréttinni.Park flúði ásamt móður sinni til Kína þar sem hungursneið var það eina sem við þeim blasti eftir að faðir hennar var dæmdur til sautján ára þrælkunarvinnu. „Mig dreymdi bara um að finna hrísgrjónaskál. Hamingjan fólst í því," segir Yeonmi Park. Til þess að komast frá Norður-Kóreu þurftu mæðgurnar að ganga á vald mansalshrings sem gat borgað leið þeirra til Kína. Mikil spurn hefur verið eftir konum frá Norður-Kóreu í Kína síðan eins-barns stefnan var tekin upp þar í landi. Norður-Kóreskar konur ganga þar kaupum og sölum en móðir hennar var seld á 65 Bandaríkjadali, eða um sjö þúsund krónur.Yeonmi Park sagði Íslendinga geta verið þakkláta fyrir að hafa forsætisráðherra, eins og þann sem bauð hana velkomna í pontu á fundinum í dagVísir/Anton Brink„Það er mikið hættuástand þarna núna og var það líka á þessum tíma. Verðir standa með tíu metra millibili og skjóta alla sem sleppa. En í mínu tilviki var um mansal að ræða og þá mútuðu verðir öðrum vörðum," segir Park. Hungrið var það sem knúði flóttann en Park segist á þeim tíma ekki hafa gert sér grein fyrir að hún væri í raun fangi. „Ég vissi ekki að ég væri þræll. Ég vissi ekki að ég nyti mannréttinda sem manneskja." Hún segist hafa verið lengi að venjast frelsinu eftir að hafa verið heilaþvegin árum saman. „Þeir sögðu mér margt slæmt um Kim Jung-Un og ég varði hann því ég hélt að hann gæti lesið hugsanir mínar. Ég naut ekki einu sinni frelsis í hugsunum mínum," segir Park. Park þráir breytingar í Norður-Kóreu og óskar þess að geta snúið aftur í frjálst ríki. Hún telur þó að breytingar þurfi að vera knúðar áfram af íbúum landsins. „Ef þeir fá að vita þeir eru þrælar munu þeir breytast og krefjast úrbóta. Ef þeir fá að vita að lífið geti verið eins og hér með rafmagn allan sólarhringinn, með hraðbrautir, bíla, hlý húsakynni, með nettengingu, þá munu þeir krefjast breytinga. Við erum jú öll eins," segir Park. Sofið of lengi á verðinum Hún hvetur alla til að láta til sín taka. Kynna sér ástandið í Norður-Kóreu og reyna koma skilaboðum áleiðis. Heimurinn hafi leitt þetta hjá sér of lengi. „Við höfum beðið of lengi, við höfum sofið á verðinum og nú stendur allt mannkynið frammi fyrir ógn frá N-Kóreu." „Þeir hnepptu þjóð sína í fangabúðir. Ímyndið ykkur hvernig þeir munu fara með aðra. Þessi náungi drap sinn eigin bróður. Ímyndið ykkur hvað hann mun gera við aðra," segir Park.Hér að neðan má sjá viðtalið við Park í heild sinni ótextað. Tengdar fréttir Aldrei séð ruslatunnu áður en hún flúði harðræðið Yeomni Park þurfti að berjast við tilfinningar sínar er hún fræddi fullan Hátíðasal Háskóla Íslands um lífið í Norður-Kóreu og lífið eftir flóttann. 25. ágúst 2017 12:50 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Húsfyllir var á fyrirlestri Yeonmi Park í Háskóla Íslands í dag. Hún flúði frá Norður-Kóreu þegar hún var aðeins þrettán ára gömul og berst í dag gegn mannréttindabrotum þar í landi. Ítarlegt viðtal við Park má sjá í heild sinni neðst í fréttinni.Park flúði ásamt móður sinni til Kína þar sem hungursneið var það eina sem við þeim blasti eftir að faðir hennar var dæmdur til sautján ára þrælkunarvinnu. „Mig dreymdi bara um að finna hrísgrjónaskál. Hamingjan fólst í því," segir Yeonmi Park. Til þess að komast frá Norður-Kóreu þurftu mæðgurnar að ganga á vald mansalshrings sem gat borgað leið þeirra til Kína. Mikil spurn hefur verið eftir konum frá Norður-Kóreu í Kína síðan eins-barns stefnan var tekin upp þar í landi. Norður-Kóreskar konur ganga þar kaupum og sölum en móðir hennar var seld á 65 Bandaríkjadali, eða um sjö þúsund krónur.Yeonmi Park sagði Íslendinga geta verið þakkláta fyrir að hafa forsætisráðherra, eins og þann sem bauð hana velkomna í pontu á fundinum í dagVísir/Anton Brink„Það er mikið hættuástand þarna núna og var það líka á þessum tíma. Verðir standa með tíu metra millibili og skjóta alla sem sleppa. En í mínu tilviki var um mansal að ræða og þá mútuðu verðir öðrum vörðum," segir Park. Hungrið var það sem knúði flóttann en Park segist á þeim tíma ekki hafa gert sér grein fyrir að hún væri í raun fangi. „Ég vissi ekki að ég væri þræll. Ég vissi ekki að ég nyti mannréttinda sem manneskja." Hún segist hafa verið lengi að venjast frelsinu eftir að hafa verið heilaþvegin árum saman. „Þeir sögðu mér margt slæmt um Kim Jung-Un og ég varði hann því ég hélt að hann gæti lesið hugsanir mínar. Ég naut ekki einu sinni frelsis í hugsunum mínum," segir Park. Park þráir breytingar í Norður-Kóreu og óskar þess að geta snúið aftur í frjálst ríki. Hún telur þó að breytingar þurfi að vera knúðar áfram af íbúum landsins. „Ef þeir fá að vita þeir eru þrælar munu þeir breytast og krefjast úrbóta. Ef þeir fá að vita að lífið geti verið eins og hér með rafmagn allan sólarhringinn, með hraðbrautir, bíla, hlý húsakynni, með nettengingu, þá munu þeir krefjast breytinga. Við erum jú öll eins," segir Park. Sofið of lengi á verðinum Hún hvetur alla til að láta til sín taka. Kynna sér ástandið í Norður-Kóreu og reyna koma skilaboðum áleiðis. Heimurinn hafi leitt þetta hjá sér of lengi. „Við höfum beðið of lengi, við höfum sofið á verðinum og nú stendur allt mannkynið frammi fyrir ógn frá N-Kóreu." „Þeir hnepptu þjóð sína í fangabúðir. Ímyndið ykkur hvernig þeir munu fara með aðra. Þessi náungi drap sinn eigin bróður. Ímyndið ykkur hvað hann mun gera við aðra," segir Park.Hér að neðan má sjá viðtalið við Park í heild sinni ótextað.
Tengdar fréttir Aldrei séð ruslatunnu áður en hún flúði harðræðið Yeomni Park þurfti að berjast við tilfinningar sínar er hún fræddi fullan Hátíðasal Háskóla Íslands um lífið í Norður-Kóreu og lífið eftir flóttann. 25. ágúst 2017 12:50 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Aldrei séð ruslatunnu áður en hún flúði harðræðið Yeomni Park þurfti að berjast við tilfinningar sínar er hún fræddi fullan Hátíðasal Háskóla Íslands um lífið í Norður-Kóreu og lífið eftir flóttann. 25. ágúst 2017 12:50