Píratar ræða vaxtarverki og viðburðaríkt ár á aðalfundi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. ágúst 2017 12:15 Píratar þreföldu þingflokk sinn í síðustu kosningum. Hér eru þeir að sannfæra kjósendur í Kringlunni síðasta haust. Vísir/ernir Aðalfundur Pírata hófst í morgun og stendur yfir um helgina. Formaður Ungra Pírata segir að litið verði yfir síðasta starfsár með gagnrýnum augum og kosið verður í ráð og nefndir í dag. Aðalfundur Pírata hófst klukkan níu í morgun í Valsheimilinu við Hlíðarenda í Reykjavík. Dagskráin hófst með svokallaðri færnimiðlum þar sem þingmenn Pírata leidddu samtal um ýmis málefni á borð við vímuefni, húsnæðismál og fjármálaeftirlit á Íslandi. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður Ungra Pírata, segir að í dag verði farið yfir liðið starfsár. „Það sem við ætlum að hafa aðallega á dagskránni í dag er það sem hefur gengið vel, það sem hefur gengið illa. Líta yfir þann árangur sem við höfum náð. Staldara við sem og að líta yfir farinn veg,“ segir Dóra.Dóra Björt Guðjónsdóttir er formaður Ungra PírataHún segir eðlilegt að hlutirnir gangi misvel hjá nýjum stjórnmálaflokki og að það þurfi að skoða. „Við erum náttúrulega ný. Við höfum verið að gera allt í fyrsta skipti undanfarin ár. Það er auðvitað þannig að það er ýmislegt sem gengur misvel. Við munum líta á það gagnrýnum augum, reyna að læra af því og bæta okkur til þess að ná betri árangri í framtíðinni,“ segir Dóra. „Það er rosa flókið að fara í svona stórar kosningar þar sem margir hafa miklar væntingar til okkar. Við þurfum að taka skrefið úr því að vera pínulítill flokkur með þrjá þingmenn yfir í að fá 10 þingmenn. Þannig að það eru ákveðnir vaxtarverkir sem hafa gengið á. Þannig að það yrði kannski það helsta sem við myndum ræða í tengslum við þetta.“ Mögulegar ályktanir verða samþykktar á morgun en engin formleg drög verða þó lögð fyrir fundinn. „Við vinnum dálítið þannig að við viljum byrja með grasrótinni og hafa hana með frá upphafi frekar en að leggja fyrir einhver drög sem er svo þrýst á að séu samþykkt. Við vinnum ekki þannig - við erum flokkur sem vill dreifa valdinu og hafa allt lýðræðislegt frekar en að einhver drög komi að ofan.“ Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Aðalfundur Pírata hófst í morgun og stendur yfir um helgina. Formaður Ungra Pírata segir að litið verði yfir síðasta starfsár með gagnrýnum augum og kosið verður í ráð og nefndir í dag. Aðalfundur Pírata hófst klukkan níu í morgun í Valsheimilinu við Hlíðarenda í Reykjavík. Dagskráin hófst með svokallaðri færnimiðlum þar sem þingmenn Pírata leidddu samtal um ýmis málefni á borð við vímuefni, húsnæðismál og fjármálaeftirlit á Íslandi. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður Ungra Pírata, segir að í dag verði farið yfir liðið starfsár. „Það sem við ætlum að hafa aðallega á dagskránni í dag er það sem hefur gengið vel, það sem hefur gengið illa. Líta yfir þann árangur sem við höfum náð. Staldara við sem og að líta yfir farinn veg,“ segir Dóra.Dóra Björt Guðjónsdóttir er formaður Ungra PírataHún segir eðlilegt að hlutirnir gangi misvel hjá nýjum stjórnmálaflokki og að það þurfi að skoða. „Við erum náttúrulega ný. Við höfum verið að gera allt í fyrsta skipti undanfarin ár. Það er auðvitað þannig að það er ýmislegt sem gengur misvel. Við munum líta á það gagnrýnum augum, reyna að læra af því og bæta okkur til þess að ná betri árangri í framtíðinni,“ segir Dóra. „Það er rosa flókið að fara í svona stórar kosningar þar sem margir hafa miklar væntingar til okkar. Við þurfum að taka skrefið úr því að vera pínulítill flokkur með þrjá þingmenn yfir í að fá 10 þingmenn. Þannig að það eru ákveðnir vaxtarverkir sem hafa gengið á. Þannig að það yrði kannski það helsta sem við myndum ræða í tengslum við þetta.“ Mögulegar ályktanir verða samþykktar á morgun en engin formleg drög verða þó lögð fyrir fundinn. „Við vinnum dálítið þannig að við viljum byrja með grasrótinni og hafa hana með frá upphafi frekar en að leggja fyrir einhver drög sem er svo þrýst á að séu samþykkt. Við vinnum ekki þannig - við erum flokkur sem vill dreifa valdinu og hafa allt lýðræðislegt frekar en að einhver drög komi að ofan.“
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira