Ku Klux Klan-liði handtekinn vegna Charlottesville Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2017 11:49 Kynþáttahatarar úr Ku Klux Klan voru á meðal þeirra sem komu saman í Charlottesville á dögunum. Vísir/AFP Lögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið tvo hvíta þjóðernissinna, þar á meðal einn liðsmann Ku Klux Klan, og leitar þess þriðja vegna óeirðanna í Charlottesville fyrr í þessum mánuði. Tveir mannanna eru grunaðir um ofbeldisverk í glundroðanum sem ríkti á götum bæjarins þegar hundruð hvítra þjóðernissinna komu saman þar laugardaginn 12. ágúst, að því er segir í frétt New York Times. Þar á meðal eru þeir grunaðir um að hafa barið tvítugan blökkumann í bílageymslu. Myndum af árasinni hefur verið dreift víða á samfélagsmiðlum til þess að hafa uppi á ofbeldismönnunum. Mennirnir sem hafa nú verið handteknir eru 18 og 52 ára gamlir. Sá yngri er ákærður fyrir að hafa valdið líkamstjóni í árásinni en sá eldri er sakaður um vopnalagabrot. Sá hleypti af skoti úr skambyssu í átt að svörtum mótmælanda og er er meðlimur Ku Klux Klan. Þriðja mannsins er leitað vegna aðildar að líkamsárásarinnar í bílageymslunni.Lögreglumenn fylgja Klan-liða fram hjá mótmælendum í Charlottesville.Vísir/AFPLögreglan stóð hjá þegar vopnaður maðurinn hleypti af skotiHvítu þjóðernissinnarnir komu saman í Charlottesville til að mótmæla því að stytta af herforingja gömlu Suðurríkjanna yrði tekin niður. Til harðra átaka kom á milli þeirra og fólks sem mótmælti þeim. Ung kona lést þegar hvítur þjóðernissinni ók á fólk í göngugötu á sama tíma og lögregla reyndi að tvístra mannfjöldanum. Sá maður er í haldi lögreglu sömuleiðis. Lögreglan hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir aðgerðaleysi á meðan óeirðirnar áttu sér stað. Þannig birti New York Times myndband af því þegar annar mannanna sem nú hafa verið handteknir skaut af byssu sinni. Það gerði hann rétt fyrir framan hóp lögreglumanna sem aðhöfðust ekkert. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Dúkur dreginn yfir umdeilda styttu í Charlottesville Styttur af leiðtogum gömlu Suðurríkjanna í Charlottesville eru nú huldar með svörtum dúk eftir mannskæða samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni fyrir tæpum tveimur vikum. 24. ágúst 2017 10:40 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Lögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið tvo hvíta þjóðernissinna, þar á meðal einn liðsmann Ku Klux Klan, og leitar þess þriðja vegna óeirðanna í Charlottesville fyrr í þessum mánuði. Tveir mannanna eru grunaðir um ofbeldisverk í glundroðanum sem ríkti á götum bæjarins þegar hundruð hvítra þjóðernissinna komu saman þar laugardaginn 12. ágúst, að því er segir í frétt New York Times. Þar á meðal eru þeir grunaðir um að hafa barið tvítugan blökkumann í bílageymslu. Myndum af árasinni hefur verið dreift víða á samfélagsmiðlum til þess að hafa uppi á ofbeldismönnunum. Mennirnir sem hafa nú verið handteknir eru 18 og 52 ára gamlir. Sá yngri er ákærður fyrir að hafa valdið líkamstjóni í árásinni en sá eldri er sakaður um vopnalagabrot. Sá hleypti af skoti úr skambyssu í átt að svörtum mótmælanda og er er meðlimur Ku Klux Klan. Þriðja mannsins er leitað vegna aðildar að líkamsárásarinnar í bílageymslunni.Lögreglumenn fylgja Klan-liða fram hjá mótmælendum í Charlottesville.Vísir/AFPLögreglan stóð hjá þegar vopnaður maðurinn hleypti af skotiHvítu þjóðernissinnarnir komu saman í Charlottesville til að mótmæla því að stytta af herforingja gömlu Suðurríkjanna yrði tekin niður. Til harðra átaka kom á milli þeirra og fólks sem mótmælti þeim. Ung kona lést þegar hvítur þjóðernissinni ók á fólk í göngugötu á sama tíma og lögregla reyndi að tvístra mannfjöldanum. Sá maður er í haldi lögreglu sömuleiðis. Lögreglan hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir aðgerðaleysi á meðan óeirðirnar áttu sér stað. Þannig birti New York Times myndband af því þegar annar mannanna sem nú hafa verið handteknir skaut af byssu sinni. Það gerði hann rétt fyrir framan hóp lögreglumanna sem aðhöfðust ekkert.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Dúkur dreginn yfir umdeilda styttu í Charlottesville Styttur af leiðtogum gömlu Suðurríkjanna í Charlottesville eru nú huldar með svörtum dúk eftir mannskæða samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni fyrir tæpum tveimur vikum. 24. ágúst 2017 10:40 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Dúkur dreginn yfir umdeilda styttu í Charlottesville Styttur af leiðtogum gömlu Suðurríkjanna í Charlottesville eru nú huldar með svörtum dúk eftir mannskæða samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni fyrir tæpum tveimur vikum. 24. ágúst 2017 10:40