Íslendingur í Houston: „Eigum vistir fyrir viku til tíu daga“ Hrund Þórsdóttir skrifar 28. ágúst 2017 20:00 Búist er við að um hálf milljón manna þurfi að sækja sér hjálp vegna fellibylsins Harvey sem kom að landi í Texas á föstudaginn og er nú skilgreindur sem hitabeltisstormur. Allt að þrjátíu þúsund gætu þurft að hafast við í neyðarskýlum og það versta virðist ekki yfirstaðið. Alls hefur 75 sentímetra úrkoma fallið í Houston, fjórðu stærstu borg Bandaríkjanna og eru heilu hverfin á floti. Viðbragðsaðilar hafa bjargað þúsundum manna en minnst fimm hafa látið lífið. Áfram er varað við hættulegum flóðum og Kristinn Bergmann Eggertsson, sem býr nálægt miðborginni í Houston, segir borgina í lamasessi. „Harvey er fastur yfir Houston núna og virðist ætla að vera það næstu daga. Hann hreyfist eiginlega ekkert, en síðan virðist sem hann muni fara aftur út á Mexíkóflóa, styrkjast þar og koma aftur yfir Houston,” segir Kristinn. Elaine Duke, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í dag hafa miklar áhyggjur af fólki í Houston og minnti á að Harvey væri ennþá hættulegur. Karl Schultz, varaflotaforingi í bandarísku strandgæslunni, tók í sama streng og sagði fólk alls ekki mega vanmeta vandann sem blasti við næstu daga. „Það eru stíflur norðan megin við borgina sem stefnir í að flæði yfir, svo nú er reynt að stjórna flæðinu svo ekki verði algjört hrun,” segir Kristinn. “Hér er ennþá mikið vatn og fólk er beðið að halda sig heima. Borgin er í raun lokuð út vikuna.” Áður en óveðrinu slotar er talið að svæðið fái meira en ársúrkomu á innan við viku. Þúsundir heimila eru án rafmagns, skólar eru lokaðir og rýma þurfti tvö sjúkrahús í borginni. Þá torvelda flóðin björgunarstarf. Aðspurður segir Kristinn sig og eiginkonu sína, Stephanie Karas Bergmann, hafa undirbúið sig fyrir óveðrið með því að afla vista. „Við pössuðum að eiga nóg af mat og drykkjarvatni fyrir viku til tíu daga, ef við skyldum missa rafmagn og rennandi vatn,” segir hann. “Svo erum við búin að tæma neðri hæðina okkar af húsgögnum, ef hún skyldi fyllast af vatni.” Spár gera ráð fyrir að flóðin nái hámarki í Texas um miðja vikuna og mun Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsækja ríkið á morgun til að skoða skemmdirnar eftir þessar fyrstu stóru náttúruhamfarir í landinu, síðan hann tók við embætti í janúar. Fellibylurinn Harvey Veður Tengdar fréttir Hátt í hálf milljón manna leitar hjálpar vegna Harvey Um þrjátíu þúsund manns í Texas gætu þurft að hafast við í tímabundnum neyðarskýlum eftir flóðin af völdum hitabeltisstormsins Harvey. 28. ágúst 2017 12:33 Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56 Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita. 27. ágúst 2017 20:55 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Búist er við að um hálf milljón manna þurfi að sækja sér hjálp vegna fellibylsins Harvey sem kom að landi í Texas á föstudaginn og er nú skilgreindur sem hitabeltisstormur. Allt að þrjátíu þúsund gætu þurft að hafast við í neyðarskýlum og það versta virðist ekki yfirstaðið. Alls hefur 75 sentímetra úrkoma fallið í Houston, fjórðu stærstu borg Bandaríkjanna og eru heilu hverfin á floti. Viðbragðsaðilar hafa bjargað þúsundum manna en minnst fimm hafa látið lífið. Áfram er varað við hættulegum flóðum og Kristinn Bergmann Eggertsson, sem býr nálægt miðborginni í Houston, segir borgina í lamasessi. „Harvey er fastur yfir Houston núna og virðist ætla að vera það næstu daga. Hann hreyfist eiginlega ekkert, en síðan virðist sem hann muni fara aftur út á Mexíkóflóa, styrkjast þar og koma aftur yfir Houston,” segir Kristinn. Elaine Duke, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í dag hafa miklar áhyggjur af fólki í Houston og minnti á að Harvey væri ennþá hættulegur. Karl Schultz, varaflotaforingi í bandarísku strandgæslunni, tók í sama streng og sagði fólk alls ekki mega vanmeta vandann sem blasti við næstu daga. „Það eru stíflur norðan megin við borgina sem stefnir í að flæði yfir, svo nú er reynt að stjórna flæðinu svo ekki verði algjört hrun,” segir Kristinn. “Hér er ennþá mikið vatn og fólk er beðið að halda sig heima. Borgin er í raun lokuð út vikuna.” Áður en óveðrinu slotar er talið að svæðið fái meira en ársúrkomu á innan við viku. Þúsundir heimila eru án rafmagns, skólar eru lokaðir og rýma þurfti tvö sjúkrahús í borginni. Þá torvelda flóðin björgunarstarf. Aðspurður segir Kristinn sig og eiginkonu sína, Stephanie Karas Bergmann, hafa undirbúið sig fyrir óveðrið með því að afla vista. „Við pössuðum að eiga nóg af mat og drykkjarvatni fyrir viku til tíu daga, ef við skyldum missa rafmagn og rennandi vatn,” segir hann. “Svo erum við búin að tæma neðri hæðina okkar af húsgögnum, ef hún skyldi fyllast af vatni.” Spár gera ráð fyrir að flóðin nái hámarki í Texas um miðja vikuna og mun Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsækja ríkið á morgun til að skoða skemmdirnar eftir þessar fyrstu stóru náttúruhamfarir í landinu, síðan hann tók við embætti í janúar.
Fellibylurinn Harvey Veður Tengdar fréttir Hátt í hálf milljón manna leitar hjálpar vegna Harvey Um þrjátíu þúsund manns í Texas gætu þurft að hafast við í tímabundnum neyðarskýlum eftir flóðin af völdum hitabeltisstormsins Harvey. 28. ágúst 2017 12:33 Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56 Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita. 27. ágúst 2017 20:55 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Hátt í hálf milljón manna leitar hjálpar vegna Harvey Um þrjátíu þúsund manns í Texas gætu þurft að hafast við í tímabundnum neyðarskýlum eftir flóðin af völdum hitabeltisstormsins Harvey. 28. ágúst 2017 12:33
Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56
Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita. 27. ágúst 2017 20:55