Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Kristján Már Unnarsson skrifar 28. ágúst 2017 21:56 Þristarnir út af Snæfellsnesi í kvöld. Myndin er tekin úr Breitling-þristinum, sem er rétt fyrir aftan og til hliðar við Pál Sveinsson. Stöð 2/Kristján Már Unnarsson. Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. Formaður Þristavinafélagsins segir að elstu menn muni síðast eftir samflugi tveggja þrista hérlendis fyrir meira en sextíu árum. Fjallað var um viðburðinn í fréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu sem sjá má hér en vélarnar flugu mjög þétt saman. Þristarnir eru báðir á áttræðisaldri, annarsvegar íslenski þristurinn Páll Sveinsson, sem var smíðaður árið 1943, og svo þristurinn, sem svissneski úraframleiðandinn Breitling lét gera upp, en sú vél er frá árinu 1940. Hún er í hnattflugi og er henni ætlað að komast í sögubækur sem elsta vél sem flogið hefur umhverfis jörðina. Það verður sífellt fátíðara að svo gömlum flugvélum sé flogið til Íslands yfir úthafið og því gripu íslenskir flugáhugamenn tækifærið. Forráðamenn íslenska Þristavinafélagsins buðu Breitling-þristinum upp í dans, það er að vélarnar tvær færu í samsíða flug, sem jafnframt yrði nýtt til ljósmynda- og kvikmyndatöku af vélunum saman.Francisco Agullo, flugstjóri Breitling-þristsins.Stöð 2/Einar Árnason.Flugstjóri Páls Sveinssonar í samfluginu var Eyþór Baldursson og Gunnar Arthursson var flugmaður. Flugstjóri Breitlings-þristsins var Francisco Agullo, en rætt var við hann í frétt Stöðvar 2. Flugið tók um hálfa aðra klukkustund en frá Reykjavík var flogið yfir Akranes og Mýrar, meðfram Löngufjörum á Snæfellsnesi og að Arnarstapa. Þar var snúið við og flogin sama leið til baka. Tvær aðrar minni vélar, með ljósmyndara og kvikmyndatökumenn um borð, fylgdu með.Sturla Snorrason módelsmiður við líkanið af Gljáfaxa.Stöð 2/Einar Árnason.„Elstu menn muna eftir samflugi tveggja þrista árið 1955 eða 1956. Ég hef ekki neinar heimildir um að þristar hafi flogið svona saman síðan þá. Þannig að þetta er gríðarlega langt síðan og þú getur ímyndað þér eftirvæntinguna hjá okkur að taka þátt í þessu,“ sagði Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, áður en lagt var upp í flugið. Hér má sjá viðtal við Tómas Dag úr fréttum Stöðvar 2.Þristarnir á Reykjavíkurflugvelli voru raunar þrír, sá þriðji er flugmódel, einn áttundi af stærð hinna. Módelsmiðurinn Sturla Snorrason var mörg ár að smíða gripinn sem lítur nákvæmlega eins út og íslenski þristurinn þegar hann var Gljáfaxi Flugfélags Íslands, áður en hann var tekinn í þjónustu Landgræðslunnar.Þristarnir þrír á Reykjavíkurflugvelli í dag.Stöð 2/Einar Árnason. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44 Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Auka hraðann til að ná Reykjavík fyrir lokun Flugmenn DC-3 flugvélarinnar, sem eru á leiðinni milli Grænlands og Íslands, hafa gefið hreyflunum aukið afl í von um að ná inn til Reykjavíkur fyrir lokunartíma vallarins. 26. ágúst 2017 21:53 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. Formaður Þristavinafélagsins segir að elstu menn muni síðast eftir samflugi tveggja þrista hérlendis fyrir meira en sextíu árum. Fjallað var um viðburðinn í fréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu sem sjá má hér en vélarnar flugu mjög þétt saman. Þristarnir eru báðir á áttræðisaldri, annarsvegar íslenski þristurinn Páll Sveinsson, sem var smíðaður árið 1943, og svo þristurinn, sem svissneski úraframleiðandinn Breitling lét gera upp, en sú vél er frá árinu 1940. Hún er í hnattflugi og er henni ætlað að komast í sögubækur sem elsta vél sem flogið hefur umhverfis jörðina. Það verður sífellt fátíðara að svo gömlum flugvélum sé flogið til Íslands yfir úthafið og því gripu íslenskir flugáhugamenn tækifærið. Forráðamenn íslenska Þristavinafélagsins buðu Breitling-þristinum upp í dans, það er að vélarnar tvær færu í samsíða flug, sem jafnframt yrði nýtt til ljósmynda- og kvikmyndatöku af vélunum saman.Francisco Agullo, flugstjóri Breitling-þristsins.Stöð 2/Einar Árnason.Flugstjóri Páls Sveinssonar í samfluginu var Eyþór Baldursson og Gunnar Arthursson var flugmaður. Flugstjóri Breitlings-þristsins var Francisco Agullo, en rætt var við hann í frétt Stöðvar 2. Flugið tók um hálfa aðra klukkustund en frá Reykjavík var flogið yfir Akranes og Mýrar, meðfram Löngufjörum á Snæfellsnesi og að Arnarstapa. Þar var snúið við og flogin sama leið til baka. Tvær aðrar minni vélar, með ljósmyndara og kvikmyndatökumenn um borð, fylgdu með.Sturla Snorrason módelsmiður við líkanið af Gljáfaxa.Stöð 2/Einar Árnason.„Elstu menn muna eftir samflugi tveggja þrista árið 1955 eða 1956. Ég hef ekki neinar heimildir um að þristar hafi flogið svona saman síðan þá. Þannig að þetta er gríðarlega langt síðan og þú getur ímyndað þér eftirvæntinguna hjá okkur að taka þátt í þessu,“ sagði Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, áður en lagt var upp í flugið. Hér má sjá viðtal við Tómas Dag úr fréttum Stöðvar 2.Þristarnir á Reykjavíkurflugvelli voru raunar þrír, sá þriðji er flugmódel, einn áttundi af stærð hinna. Módelsmiðurinn Sturla Snorrason var mörg ár að smíða gripinn sem lítur nákvæmlega eins út og íslenski þristurinn þegar hann var Gljáfaxi Flugfélags Íslands, áður en hann var tekinn í þjónustu Landgræðslunnar.Þristarnir þrír á Reykjavíkurflugvelli í dag.Stöð 2/Einar Árnason.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44 Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Auka hraðann til að ná Reykjavík fyrir lokun Flugmenn DC-3 flugvélarinnar, sem eru á leiðinni milli Grænlands og Íslands, hafa gefið hreyflunum aukið afl í von um að ná inn til Reykjavíkur fyrir lokunartíma vallarins. 26. ágúst 2017 21:53 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44
Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45
Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15
Auka hraðann til að ná Reykjavík fyrir lokun Flugmenn DC-3 flugvélarinnar, sem eru á leiðinni milli Grænlands og Íslands, hafa gefið hreyflunum aukið afl í von um að ná inn til Reykjavíkur fyrir lokunartíma vallarins. 26. ágúst 2017 21:53