Aðrir valkostir en bara karl eða kona Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. ágúst 2017 20:00 Kynsegin fólk segir vanta rými fyrir sig innan heilbrigðiskerfisins þar sem vaninn er að flokka fólk í ýmist karla eða konur. Þau vísa hefðbundnum skilgreiningum á kynjunum á bug og telja fordóma stafa af fáfræði. Fjallað var um málefni kynsegin fólks á vinnustofu í Stúdentakjallaranum í dag í tilefni Hinsegin daga. Kynsegin einstaklingar skilgreina sig hvorki sem karl né konu og kjósa að nota orðið „hán" í stað „hann eða hún". Um sjötíu einstaklingar sem skilgreina sig sem kynsegin eru þáttakendur í starfi Samtakanna 78 og Trans Ísland en þau Alda Villiljós og Ugla Stefanía telja hópinn hér á landi vera stærri. Þau segja fordóma vera til staðar en telja þá oftast stafa af vanþekkingu. „Fólk bara veit ekki betur. Það hefur lært að það er bara karl eða kona, dúkkur eða bílar. Að það sé enginn annar valkostur. Við erum að reyna ýta því áfram í samfélagsvitundina að það séu aðrir valkostir. Þú mátt vera eins og þú ert og skilgreina sjálfan þig eins og þú ert. Ekki bara samkvæmt einhverjum staðalímyndum sem passa ekki," segir Alda Villiljós, formaður Trans Íslands og stofnandi Kynsegin Ísland. Þau vilja sjá valmöguleika á kynlausri skráningu hjá þjóðskrá og benda meðal annars til Ástralíu þar sem hægt er að merkja X við kyn sem þýðir einfaldlega hvorki karl né kona. Ugla segir heilbrigðiskerfið ekki gera ráð fyrir kynsegin þar sem fólki eigi alltaf að koma fyrir í öðru hvoru kynjaboxinu. „Heilbrigðiskerfið tekur í rauninni bara við transkörlum- eða konum. Þau taka bara við fólki sem vill fara í hormónameðferð eða einhverjar aðgerðir og skilgreina sig þannig sem karl eða konu," segir Ugla. „Kynsegin fólk vill kannski fá einhverja hormóna, fá lægri skammta. Kannski einhverjar aðgeðrir, en ekki allar og fá að ráða því sjálft hversu mikið maður fær eða langt maður fer í þessu ferli," segir Alda. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Kynsegin fólk segir vanta rými fyrir sig innan heilbrigðiskerfisins þar sem vaninn er að flokka fólk í ýmist karla eða konur. Þau vísa hefðbundnum skilgreiningum á kynjunum á bug og telja fordóma stafa af fáfræði. Fjallað var um málefni kynsegin fólks á vinnustofu í Stúdentakjallaranum í dag í tilefni Hinsegin daga. Kynsegin einstaklingar skilgreina sig hvorki sem karl né konu og kjósa að nota orðið „hán" í stað „hann eða hún". Um sjötíu einstaklingar sem skilgreina sig sem kynsegin eru þáttakendur í starfi Samtakanna 78 og Trans Ísland en þau Alda Villiljós og Ugla Stefanía telja hópinn hér á landi vera stærri. Þau segja fordóma vera til staðar en telja þá oftast stafa af vanþekkingu. „Fólk bara veit ekki betur. Það hefur lært að það er bara karl eða kona, dúkkur eða bílar. Að það sé enginn annar valkostur. Við erum að reyna ýta því áfram í samfélagsvitundina að það séu aðrir valkostir. Þú mátt vera eins og þú ert og skilgreina sjálfan þig eins og þú ert. Ekki bara samkvæmt einhverjum staðalímyndum sem passa ekki," segir Alda Villiljós, formaður Trans Íslands og stofnandi Kynsegin Ísland. Þau vilja sjá valmöguleika á kynlausri skráningu hjá þjóðskrá og benda meðal annars til Ástralíu þar sem hægt er að merkja X við kyn sem þýðir einfaldlega hvorki karl né kona. Ugla segir heilbrigðiskerfið ekki gera ráð fyrir kynsegin þar sem fólki eigi alltaf að koma fyrir í öðru hvoru kynjaboxinu. „Heilbrigðiskerfið tekur í rauninni bara við transkörlum- eða konum. Þau taka bara við fólki sem vill fara í hormónameðferð eða einhverjar aðgerðir og skilgreina sig þannig sem karl eða konu," segir Ugla. „Kynsegin fólk vill kannski fá einhverja hormóna, fá lægri skammta. Kannski einhverjar aðgeðrir, en ekki allar og fá að ráða því sjálft hversu mikið maður fær eða langt maður fer í þessu ferli," segir Alda.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira