Ekki tekið tillit til stöðugrar ógnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. ágúst 2017 20:00 Um fjörtíu prósent beiðna um nálgunarbann hefur verið hafnað á þessu ári. Yfirmaður ákærusviðs lögreglu segir að lögin mættu vera skýrari og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins telur hagsmuni brotamanna vega of þungt. Þolendur ættu að eiga rétt á því að fá að vera í friði. Á þessu ári hefur lögregla tekið 21 beiðni um nálgunarbann til afgeiðslu. Þar af hefur átta beiðnum verið hafnað eða tæplega 40%. Hlutfallið var svipað í fyrra. Um skilyrði nálgunarbanns er fjallað í lögum og er þar vikið að meðalhófinu sem segir að úrræðinu verði aðeins beitt þegar friðhelgi brotaþola verður ekki vernduð með vægari hætti. Við mat á þessu er litið til hættunar á því að brotið verði aftur gegn þeim sem sækir um nálgunarbann.Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir að konum sé neitað um nálgunarbann ef ofbeldismaðurinn hefur látið af háttseminni um tíma. Þrátt fyrir að maðurinn sé ennþá ógn í þeirra lífi. „Við höfum verið með konur hjá okkur sem hafa sótt um nálgunarbann en ekki fengið, einmitt á þessum forsendum, að það sé ekki líklegt að maðurinn muni beita konuna áfram ofbeldi. En þá er ekki tekið tillit til þess hvað ofbeldismaðurinn er mikil ógn í lífi konunnar. Hvað það er mikil hrelling fólgin í símtali eða að eiga von á honum í garðinum öllum stundum," segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún telur að úrræðinu mætti beita oftar og segir hagsmuni brotamannsins vega of þungt í matinu. „Ef þú ert búinn beita einhvern af þínum nánustu ofbeldi, oft grimmilegu og ítrekuðu ofbeldi, manneskju sem vill ekkert með þig hafa og er að reyna koma undir sig fótunum aftur. Þá finnst mér ekkert sérstaklega mikið mannréttindabrot að þú hafir ekki leyfi til að hafa samband við hana," segir Sigþrúður. Sex mánuðir of langur tími frá brotiHulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar.Yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar segir tímann skipta miklu máli við mat á því hvort hætta sé talin á að brotið verði aftur á einhverjum. Lögin eru þó ekki skýr um skilyrðin. „Lögskýringargögn eru ekki skýr um þetta atriði nákvæmlega. En við höfum þá haft til hliðsjónar úrlausnir dómstóla. Og við sjáum þar að ef sex mánuðir eru liðnir, þá er litið til þess að þarna sé of langur tími liðinn og að ekki sé hætta á því að viðkomandi brjóti aftur gegn brotaþola," segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar. Hún segir að skýrari lög myndu auðvelda verkefni lögreglunnar. „Eftir því sem lögin eru skýrari auðveldar það nú verkefni okkar en það er okkar hlutverk að láta þá bara reyna á málin," segir Hulda. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Um fjörtíu prósent beiðna um nálgunarbann hefur verið hafnað á þessu ári. Yfirmaður ákærusviðs lögreglu segir að lögin mættu vera skýrari og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins telur hagsmuni brotamanna vega of þungt. Þolendur ættu að eiga rétt á því að fá að vera í friði. Á þessu ári hefur lögregla tekið 21 beiðni um nálgunarbann til afgeiðslu. Þar af hefur átta beiðnum verið hafnað eða tæplega 40%. Hlutfallið var svipað í fyrra. Um skilyrði nálgunarbanns er fjallað í lögum og er þar vikið að meðalhófinu sem segir að úrræðinu verði aðeins beitt þegar friðhelgi brotaþola verður ekki vernduð með vægari hætti. Við mat á þessu er litið til hættunar á því að brotið verði aftur gegn þeim sem sækir um nálgunarbann.Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir að konum sé neitað um nálgunarbann ef ofbeldismaðurinn hefur látið af háttseminni um tíma. Þrátt fyrir að maðurinn sé ennþá ógn í þeirra lífi. „Við höfum verið með konur hjá okkur sem hafa sótt um nálgunarbann en ekki fengið, einmitt á þessum forsendum, að það sé ekki líklegt að maðurinn muni beita konuna áfram ofbeldi. En þá er ekki tekið tillit til þess hvað ofbeldismaðurinn er mikil ógn í lífi konunnar. Hvað það er mikil hrelling fólgin í símtali eða að eiga von á honum í garðinum öllum stundum," segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún telur að úrræðinu mætti beita oftar og segir hagsmuni brotamannsins vega of þungt í matinu. „Ef þú ert búinn beita einhvern af þínum nánustu ofbeldi, oft grimmilegu og ítrekuðu ofbeldi, manneskju sem vill ekkert með þig hafa og er að reyna koma undir sig fótunum aftur. Þá finnst mér ekkert sérstaklega mikið mannréttindabrot að þú hafir ekki leyfi til að hafa samband við hana," segir Sigþrúður. Sex mánuðir of langur tími frá brotiHulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar.Yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar segir tímann skipta miklu máli við mat á því hvort hætta sé talin á að brotið verði aftur á einhverjum. Lögin eru þó ekki skýr um skilyrðin. „Lögskýringargögn eru ekki skýr um þetta atriði nákvæmlega. En við höfum þá haft til hliðsjónar úrlausnir dómstóla. Og við sjáum þar að ef sex mánuðir eru liðnir, þá er litið til þess að þarna sé of langur tími liðinn og að ekki sé hætta á því að viðkomandi brjóti aftur gegn brotaþola," segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar. Hún segir að skýrari lög myndu auðvelda verkefni lögreglunnar. „Eftir því sem lögin eru skýrari auðveldar það nú verkefni okkar en það er okkar hlutverk að láta þá bara reyna á málin," segir Hulda.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira