Verklag eftir alvarleg atvik verði skýrara Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 20:00 Heilbrigðisráðherra ætlar í haust að leggja fram tvö frumvörp sem eiga að skýra viðbrögð og verklag á sjúkrastofnunum þegar alvarleg atvik koma upp. Hann segir nauðsynlegt að læra af reynslunni. Frumvörpin varða breytingar á lögum um landlækni og lýðheilsu annars vegar og lög um dánarvottorð hins vegar. Heilbrigðisráðherra segir að í grunninn séu frumvörpin viðbrögð við reynslunni af óskýru verklagi í kjölfar alvarlegra atvika á spítalanum. „Það verða skýrari vinnureglur ef að hlutir koma upp. Það gerir það þá auðveldara að bregðast við og rannsaka hvað fer úrskeiðis til þess að læra af því," segir Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. Frumvörpin eru unnin á grunni skýrslu starfshóps um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu en ráðherra segir nauðsynlegt að gæta þess að heilbrigðisstarfsfólk þori að tjá sig um það sem farið hafi úrskeiðis. „Að það myndist ekki óöryggi eða hræðsla við að það sé ekki óhætt að upplýsa eða skoða hlutina í grunninn," segir hann. Í skýrslunni er áréttað mikilvægi þess að starfsfólk sem gefur upplýsingar til rannsóknar geti treyst því að þær verði einungis notaðar í þeim tilgangi. Þær komi því ekki sök á fólkið og verði ekki raktar til þess.Ráðherra segir að verið sé að skoða þetta atriði í samvinnu við dómsmálaráðuneytið. „Eitt af verkefnunum þar er samvinna við dómsmálaráðuneytið um að skoða refsilöggjöfina út frá nákvæmlega þessu. Að það sé skýrt hver staða starfsfólksins sé og það sé skýrt að hlutirnir komi upp á yfirborðið, verði skoðaðir faglega og að við séum með skýrar reglur og lög um það," segir Óttarr Proppé. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra ætlar í haust að leggja fram tvö frumvörp sem eiga að skýra viðbrögð og verklag á sjúkrastofnunum þegar alvarleg atvik koma upp. Hann segir nauðsynlegt að læra af reynslunni. Frumvörpin varða breytingar á lögum um landlækni og lýðheilsu annars vegar og lög um dánarvottorð hins vegar. Heilbrigðisráðherra segir að í grunninn séu frumvörpin viðbrögð við reynslunni af óskýru verklagi í kjölfar alvarlegra atvika á spítalanum. „Það verða skýrari vinnureglur ef að hlutir koma upp. Það gerir það þá auðveldara að bregðast við og rannsaka hvað fer úrskeiðis til þess að læra af því," segir Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. Frumvörpin eru unnin á grunni skýrslu starfshóps um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu en ráðherra segir nauðsynlegt að gæta þess að heilbrigðisstarfsfólk þori að tjá sig um það sem farið hafi úrskeiðis. „Að það myndist ekki óöryggi eða hræðsla við að það sé ekki óhætt að upplýsa eða skoða hlutina í grunninn," segir hann. Í skýrslunni er áréttað mikilvægi þess að starfsfólk sem gefur upplýsingar til rannsóknar geti treyst því að þær verði einungis notaðar í þeim tilgangi. Þær komi því ekki sök á fólkið og verði ekki raktar til þess.Ráðherra segir að verið sé að skoða þetta atriði í samvinnu við dómsmálaráðuneytið. „Eitt af verkefnunum þar er samvinna við dómsmálaráðuneytið um að skoða refsilöggjöfina út frá nákvæmlega þessu. Að það sé skýrt hver staða starfsfólksins sé og það sé skýrt að hlutirnir komi upp á yfirborðið, verði skoðaðir faglega og að við séum með skýrar reglur og lög um það," segir Óttarr Proppé.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira