Kísilmálmverksmiðja United Silicon annar ekki eftirspurn Kristinn Ingi Jónsson skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Bæjarráðið vill stöðva rekstur kísilversins. vísir/eyþór „Við önnum ekki eftirspurn,“ segir Kristleifur Andrésson, talsmaður United Silicon, um framleiðslu kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík. Félagið hefur flutt út kísilmálm frá Helgavíkurhöfn hálfsmánaðarlega frá því í byrjun desembermánaðar í fyrra og segir Kristleifur verðið á erlendum mörkuðum vera á hraðri uppleið. „Það eru nægir markaðir og verðið er á hraðri uppleið. Allar spár fyrir næstu ár gera ráð fyrir verulegum hækkunum á afurðaverðinu,“ segir hann. Kísilmálmverksmiðjan hefur verið starfrækt í níu mánuði. Eins og kunnugt er hafa íbúar Reykjanesbæjar kvartað sáran yfir mengun sem stafar frá verksmiðjunni og hefur Umhverfisstofnun takmarkað starfsleyfi hennar við einungis einn ljósbogaofn. Í gær ályktaði bæjarráð Reykjanesbæjar að nauðsynlegt væri að stöðva rekstur verksmiðjunnar hið fyrsta á meðan unnið væri að nauðsynlegum úrbótum. Kristleifur segir framleiðsluna hafa gengið upp og ofan frá því hún hófst í fyrra. Hún hafi gengið mjög vel á köflum en miður vel öðru hverju. „Ofninn sem slíkur hefur virkað vel í langan tíma og framleitt mjög góðan málm. Það er hins vegar jaðarbúnaðurinn sem hefur verið að hrekkja okkur.“ Og eftirspurnin er mikil, að sögn Kristleifs. „Við losnum við allar okkar afurðir og þótt miklu meira væri.“ Er ársframleiðsla verksmiðjunnar rúmlega 23 þúsund tonn. Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn sköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við önnum ekki eftirspurn,“ segir Kristleifur Andrésson, talsmaður United Silicon, um framleiðslu kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík. Félagið hefur flutt út kísilmálm frá Helgavíkurhöfn hálfsmánaðarlega frá því í byrjun desembermánaðar í fyrra og segir Kristleifur verðið á erlendum mörkuðum vera á hraðri uppleið. „Það eru nægir markaðir og verðið er á hraðri uppleið. Allar spár fyrir næstu ár gera ráð fyrir verulegum hækkunum á afurðaverðinu,“ segir hann. Kísilmálmverksmiðjan hefur verið starfrækt í níu mánuði. Eins og kunnugt er hafa íbúar Reykjanesbæjar kvartað sáran yfir mengun sem stafar frá verksmiðjunni og hefur Umhverfisstofnun takmarkað starfsleyfi hennar við einungis einn ljósbogaofn. Í gær ályktaði bæjarráð Reykjanesbæjar að nauðsynlegt væri að stöðva rekstur verksmiðjunnar hið fyrsta á meðan unnið væri að nauðsynlegum úrbótum. Kristleifur segir framleiðsluna hafa gengið upp og ofan frá því hún hófst í fyrra. Hún hafi gengið mjög vel á köflum en miður vel öðru hverju. „Ofninn sem slíkur hefur virkað vel í langan tíma og framleitt mjög góðan málm. Það er hins vegar jaðarbúnaðurinn sem hefur verið að hrekkja okkur.“ Og eftirspurnin er mikil, að sögn Kristleifs. „Við losnum við allar okkar afurðir og þótt miklu meira væri.“ Er ársframleiðsla verksmiðjunnar rúmlega 23 þúsund tonn.
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn sköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Sjá meira