Dáist að styrkleika eiginkonu sinnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. ágúst 2017 18:45 Eiginmaður ungrar konu sem lamaðist í hjólreiðaslysi fyrr á árinu ætlar að gera allt sem hann getur til þess að koma henni aftur á fætur. Hann ætlar að hlaupa hálfmaraþon á morgun og hefur safnað áheitum fyrir hátt í þrjár milljónir króna, en fram undan hjá þeim hjónum er kostnaðarsöm endurhæfing í Bandaríkjunum. Hann dáist að þrautseigju konu sinnar og segir stuðninginn hafa borið hana hálfa leið.Enginn háskaleikur Lára Sif Christensen, sem er 29 ára verkfræðingur og flugmaður, lenti í slysinu í maí síðastliðnum. Hún var á fjallahjóli með hjólahópi sínum í Öskjuhlíð þegar hún datt af hjólinu og lenti illa á bakinu, með þeim afleiðingum að hún varð fyrir mænuskaða og lamaðist fyrir neðan brjóst.Lára er komin inn á sjúkrahús í Denver þar sem hún fer í endurhæfingu. Heilbrigðisþjónusta í Bandaríkjunum er kostnaðarsöm, og safna nú yfir eitt hundrað aðstandendur hennar áheitum.„Hún segist ekki hafa verið á neinni ferð þannig að það var enginn háskaleikur í gangi. Það var ekki skráma á hjólinu, ekkert á hjálminum, og í raun ekki skráma á henni fyrir utan brotinn hrygg,“ segir Leifur Grétarsson, eiginmaður Láru. Leifur segir Láru hafa tekist vel á við meiðslin, og bætir við að hún geri allt sem hún tekur sér fyrir hendur vel, hvort sem um er að ræða í námi, leik eða starfi. „Hún er brjálæðislega mikil afrekskona í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún lærði verkfræði í háskóla og tók svo mastersgráðu í hagfræði. Þegar hún var búin með það og var að undirbúa sig fyrir vinnumarkaðinn þá fannst henni ekki alveg nógu spennandi að vinna við þetta þannig að hún ákvað að verða flugmaður, eins og pabbi sinn.“ Aðspurður segir hann Láru takast á við þennan breytta veruleika með mikilli þrautseigju. „Hún er bara að upplifa nýjan raunveruleika að vera lömuð og læra að nota hjólastól og læra að lifa daglegu lífi upp á nýtt. Hún er búin að eiga sín veiku móment, eins og er eðlilegt, en ef maður lítur yfir heildina – þessa þrjá mánuði síðan slysið var þá er hún búin að standa sig eins og algjör hetja.“Tekur sjálf þátt í maraþoninuLeifur og vinkonur Láru safna nú fé fyrir endurhæfingu í Bandaríkjunum, en það gera þau með því að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Söfnunin hefur gengið vonum fram og ætla yfir hundrað manns að hlaupa til styrktar Láru. Þá ætlar Lára sjálf að taka þátt í skemmtiskokkinu, en móðir hennar verður henni við hlið, henni til halds og trausts. Hann segir þennan mikla stuðning hafa gefið Láru mikinn kraft. Þá verði hann ævinlega þakklátur öllum þeim sem hafa lagt þeim lið, sem og íslenska heilbrigðiskerfinu og SEM – samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra. Stuðningurinn sé ómetanlegur. „Allar kveðjurnar sem eru búnar að berast okkur, bæði í gegnum Hlaupastyrk.is og persónulega, þær styrkja hana og hjálpa henni að komast áfram í gegnum daginn og byrja á þessu risastóra verkefni,“ segir Leifur. Leifur hefur safnað á þriðja milljón króna í áheitasöfnuninni, en í heildina hafa safnast tæplega átta milljónir króna, en hér er að finna styrktarsíðuna. Nánar verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun. Tengdar fréttir Tvær og hálf milljón safnast fyrir Láru Lára Sif lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi. 11. júlí 2017 08:43 Hlaupa fyrir vinkonu sem lamaðist í reiðhjólaslysi "Alveg sama hvernig þetta fer, þá ætlar hún að takast á við þetta verkefni eins og hvað annað,“ segir Ida Björg Wessman. 7. júlí 2017 09:55 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Eiginmaður ungrar konu sem lamaðist í hjólreiðaslysi fyrr á árinu ætlar að gera allt sem hann getur til þess að koma henni aftur á fætur. Hann ætlar að hlaupa hálfmaraþon á morgun og hefur safnað áheitum fyrir hátt í þrjár milljónir króna, en fram undan hjá þeim hjónum er kostnaðarsöm endurhæfing í Bandaríkjunum. Hann dáist að þrautseigju konu sinnar og segir stuðninginn hafa borið hana hálfa leið.Enginn háskaleikur Lára Sif Christensen, sem er 29 ára verkfræðingur og flugmaður, lenti í slysinu í maí síðastliðnum. Hún var á fjallahjóli með hjólahópi sínum í Öskjuhlíð þegar hún datt af hjólinu og lenti illa á bakinu, með þeim afleiðingum að hún varð fyrir mænuskaða og lamaðist fyrir neðan brjóst.Lára er komin inn á sjúkrahús í Denver þar sem hún fer í endurhæfingu. Heilbrigðisþjónusta í Bandaríkjunum er kostnaðarsöm, og safna nú yfir eitt hundrað aðstandendur hennar áheitum.„Hún segist ekki hafa verið á neinni ferð þannig að það var enginn háskaleikur í gangi. Það var ekki skráma á hjólinu, ekkert á hjálminum, og í raun ekki skráma á henni fyrir utan brotinn hrygg,“ segir Leifur Grétarsson, eiginmaður Láru. Leifur segir Láru hafa tekist vel á við meiðslin, og bætir við að hún geri allt sem hún tekur sér fyrir hendur vel, hvort sem um er að ræða í námi, leik eða starfi. „Hún er brjálæðislega mikil afrekskona í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún lærði verkfræði í háskóla og tók svo mastersgráðu í hagfræði. Þegar hún var búin með það og var að undirbúa sig fyrir vinnumarkaðinn þá fannst henni ekki alveg nógu spennandi að vinna við þetta þannig að hún ákvað að verða flugmaður, eins og pabbi sinn.“ Aðspurður segir hann Láru takast á við þennan breytta veruleika með mikilli þrautseigju. „Hún er bara að upplifa nýjan raunveruleika að vera lömuð og læra að nota hjólastól og læra að lifa daglegu lífi upp á nýtt. Hún er búin að eiga sín veiku móment, eins og er eðlilegt, en ef maður lítur yfir heildina – þessa þrjá mánuði síðan slysið var þá er hún búin að standa sig eins og algjör hetja.“Tekur sjálf þátt í maraþoninuLeifur og vinkonur Láru safna nú fé fyrir endurhæfingu í Bandaríkjunum, en það gera þau með því að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Söfnunin hefur gengið vonum fram og ætla yfir hundrað manns að hlaupa til styrktar Láru. Þá ætlar Lára sjálf að taka þátt í skemmtiskokkinu, en móðir hennar verður henni við hlið, henni til halds og trausts. Hann segir þennan mikla stuðning hafa gefið Láru mikinn kraft. Þá verði hann ævinlega þakklátur öllum þeim sem hafa lagt þeim lið, sem og íslenska heilbrigðiskerfinu og SEM – samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra. Stuðningurinn sé ómetanlegur. „Allar kveðjurnar sem eru búnar að berast okkur, bæði í gegnum Hlaupastyrk.is og persónulega, þær styrkja hana og hjálpa henni að komast áfram í gegnum daginn og byrja á þessu risastóra verkefni,“ segir Leifur. Leifur hefur safnað á þriðja milljón króna í áheitasöfnuninni, en í heildina hafa safnast tæplega átta milljónir króna, en hér er að finna styrktarsíðuna. Nánar verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun.
Tengdar fréttir Tvær og hálf milljón safnast fyrir Láru Lára Sif lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi. 11. júlí 2017 08:43 Hlaupa fyrir vinkonu sem lamaðist í reiðhjólaslysi "Alveg sama hvernig þetta fer, þá ætlar hún að takast á við þetta verkefni eins og hvað annað,“ segir Ida Björg Wessman. 7. júlí 2017 09:55 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Tvær og hálf milljón safnast fyrir Láru Lára Sif lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi. 11. júlí 2017 08:43
Hlaupa fyrir vinkonu sem lamaðist í reiðhjólaslysi "Alveg sama hvernig þetta fer, þá ætlar hún að takast á við þetta verkefni eins og hvað annað,“ segir Ida Björg Wessman. 7. júlí 2017 09:55