Málið hneisa sem muni hafa áhrif á framtíðarstefnumótun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. ágúst 2017 19:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra. Vísir/anton brink Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra segir koma til greina að herða reglur um fiskeldi, eftir að í ljós kom að miklu magni af laxaseiði var sleppt út í sjó við Gileyri við Tálknafjörð fyrir fimmtán árum. Málið sé hneisa sem muni óneitanlega hafa áhrif á framtíðarstefnumótun.Greint var því í kvöldfréttum Stövðar 2 í gær að 160 þúsund laxaseiðum af norskum stofni hafi verið sleppt í sjóinn við Gileyri árið 2002. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum rannsóknar Hafrannsóknarstofnunar hefur erfðablöndun fundist í tveimur laxastofnum í Botnsá og Sunndalsá, en árnar eru báðar á svæðinu. Þorgerður segir þetta grafalvarlegt. Málið á rætur síanr að rekja til þess að árið 2001 keypti félagið Eyrar-fiskeldi hf, í eigu útgerðarmannsins Níels Ársælssonar, hundrað og sextíu þúsund laxaseiði, en eftir að samstarfsaðili Eyrar varð gjaldþrota ákvað Níels að sleppa seiðunum í sjó við Gileyri. „Þetta er náttúrulega mikil hneisa að þetta skuli hafa verið gert á sínum tíma. En á móti kemur að í dag sé ég ekki fram á að þetta geti gerst. Við erum með strangar reglur og ég spái því að það verði jafnvel strangari reglur settar fram á næstunni. Það eru miklar kröfur gerðar til fiskeldisfyrirtækja í dag og mér er það til efs að þau muni nokkurn tímann láta svona gerast,“ segir Þorgerður. Hún væntir skýrslu frá starfshópi um stefnumótun innan tveggja vikna. „Það kemur þá að okkur í ríkisstjórninni, og Alþingi öllu, því þetta er þverpólitískt mál, að móta það starfsumhverfi fiskeldis þannig að við verðum hér með öfluga atvinnugrein sem tekur sérstaklega tillit til lífríkis og náttúru.“ Þorgerður tekur fram að sjávarútvegsráðuneytið verði í nánum samskiptum við Hafrannsóknarstofnun, sem fer með rannsókn málsins. „Við munum að sjálfsögðu ráðfæra okkur mjög við Hafró og hlusta á það sem hún hefur fram að færa í þessu. Það eru ákveðnar vísbendingar um að þetta hafi haft áhrif á okkar villtu laxastofna. Það útaf fyrir sig er alvarlegt mál sem mun að sjálfsögðu ahfa áhrif varðandi framtíðarstefnumótun í laxeldinu,“ segir Þorgerður Katrín. Tengdar fréttir Útilokað að hægt sé að sleppa jafn miklu magni laxaseiða í sjó Eftirlit sé meira nú en fyrir 15 árum þegar eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni var sleppt í sjó við Gileyri á Tálknafirð. 1. ágúst 2017 13:15 Sleppti 160 þúsund laxaseiðum af norskum stofni Útgerðarmaður segist hafa sleppt um eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni í sjó við Gileyri á Tálknafirði árið 2002. Fiskistofa segir málið grafalvarlegt og varða refsingu. Hafrannsóknarstofnun mun fara aftur yfir nýjar rannsóknir á erfðablöndun á svæðinu 31. júlí 2017 20:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra segir koma til greina að herða reglur um fiskeldi, eftir að í ljós kom að miklu magni af laxaseiði var sleppt út í sjó við Gileyri við Tálknafjörð fyrir fimmtán árum. Málið sé hneisa sem muni óneitanlega hafa áhrif á framtíðarstefnumótun.Greint var því í kvöldfréttum Stövðar 2 í gær að 160 þúsund laxaseiðum af norskum stofni hafi verið sleppt í sjóinn við Gileyri árið 2002. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum rannsóknar Hafrannsóknarstofnunar hefur erfðablöndun fundist í tveimur laxastofnum í Botnsá og Sunndalsá, en árnar eru báðar á svæðinu. Þorgerður segir þetta grafalvarlegt. Málið á rætur síanr að rekja til þess að árið 2001 keypti félagið Eyrar-fiskeldi hf, í eigu útgerðarmannsins Níels Ársælssonar, hundrað og sextíu þúsund laxaseiði, en eftir að samstarfsaðili Eyrar varð gjaldþrota ákvað Níels að sleppa seiðunum í sjó við Gileyri. „Þetta er náttúrulega mikil hneisa að þetta skuli hafa verið gert á sínum tíma. En á móti kemur að í dag sé ég ekki fram á að þetta geti gerst. Við erum með strangar reglur og ég spái því að það verði jafnvel strangari reglur settar fram á næstunni. Það eru miklar kröfur gerðar til fiskeldisfyrirtækja í dag og mér er það til efs að þau muni nokkurn tímann láta svona gerast,“ segir Þorgerður. Hún væntir skýrslu frá starfshópi um stefnumótun innan tveggja vikna. „Það kemur þá að okkur í ríkisstjórninni, og Alþingi öllu, því þetta er þverpólitískt mál, að móta það starfsumhverfi fiskeldis þannig að við verðum hér með öfluga atvinnugrein sem tekur sérstaklega tillit til lífríkis og náttúru.“ Þorgerður tekur fram að sjávarútvegsráðuneytið verði í nánum samskiptum við Hafrannsóknarstofnun, sem fer með rannsókn málsins. „Við munum að sjálfsögðu ráðfæra okkur mjög við Hafró og hlusta á það sem hún hefur fram að færa í þessu. Það eru ákveðnar vísbendingar um að þetta hafi haft áhrif á okkar villtu laxastofna. Það útaf fyrir sig er alvarlegt mál sem mun að sjálfsögðu ahfa áhrif varðandi framtíðarstefnumótun í laxeldinu,“ segir Þorgerður Katrín.
Tengdar fréttir Útilokað að hægt sé að sleppa jafn miklu magni laxaseiða í sjó Eftirlit sé meira nú en fyrir 15 árum þegar eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni var sleppt í sjó við Gileyri á Tálknafirð. 1. ágúst 2017 13:15 Sleppti 160 þúsund laxaseiðum af norskum stofni Útgerðarmaður segist hafa sleppt um eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni í sjó við Gileyri á Tálknafirði árið 2002. Fiskistofa segir málið grafalvarlegt og varða refsingu. Hafrannsóknarstofnun mun fara aftur yfir nýjar rannsóknir á erfðablöndun á svæðinu 31. júlí 2017 20:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Útilokað að hægt sé að sleppa jafn miklu magni laxaseiða í sjó Eftirlit sé meira nú en fyrir 15 árum þegar eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni var sleppt í sjó við Gileyri á Tálknafirð. 1. ágúst 2017 13:15
Sleppti 160 þúsund laxaseiðum af norskum stofni Útgerðarmaður segist hafa sleppt um eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni í sjó við Gileyri á Tálknafirði árið 2002. Fiskistofa segir málið grafalvarlegt og varða refsingu. Hafrannsóknarstofnun mun fara aftur yfir nýjar rannsóknir á erfðablöndun á svæðinu 31. júlí 2017 20:00