Síðasti séns á Daða Frey í sumar Stefán Þór Hjartarson skrifar 2. ágúst 2017 10:00 Daði Freyr heldur til Kambódíu þar sem hann mun taka upp internetþætti ásamt kærustunni. Mynd/Pétur Einarsson „Það verður eitthvað rosalegt. Ég er mjög spenntur fyrir því. Ég myndi ekki segja að ég væri mikill Þjóðhátíðarmaður – ég hef aldrei farið, eða jú, ég spilaði árið 2012 með hljómsveitinni Retrobot en við vorum farnir aftur daginn eftir að spila í Reykjavík. Nú er ég að spila á Innipúkanum á laugardeginum þannig að ég næ ekki að mæta fyrr en á sunnudag. Ég verð bara að taka laugardaginn einhvern tímann seinna,“ segir Daði Freyr, tónsmiður (eins og hann titlar sig í símaskránni) og Eurovisionstjarna, um það að spila á Þjóðhátíð, en hann hefur, algjörlega óvænt, átt ansi viðburðaríkt sumar.Þú hefur verið bókstaflega alls staðar, er það ekki? „Jú, það er búið að vera svolítið að gera hjá mér. En ég fer alveg að hætta því – ég er að fara aftur til Berlínar eftir eina viku. Sumarið er búið að vera mjög gott. Ég hef spilað held ég 23 gigg allt í allt síðasta einn og hálfan mánuðinn. Nú er ég alveg tilbúinn að koma mér aftur út að vinna í nýrri músík.“Er það plata? „Ég er að vinna allavega í einni plötu fyrir sjálfan mig. Síðan er það eitt og annað sem verður að fá að koma í ljós síðar.“Þannig að næsta sumar verður kannski enn meira sturlað hjá þér, að fylgja nýrri plötu eftir?„Vonandi. Annars er ég að fara til Kambódíu í desember og verð þar í hálft ár með kærustunni að búa til internetþætti – það gæti jafnvel verið að ég verði lengur þar og bara í Asíu eitthvað, það er ekki alveg komið á hreint. Við ætlum að taka upp eitthvert blogg og vera með tónlistartengda þætti, skoða mannlífið og leyfa fólki að fylgjast með því. Við eigum svolítið eftir að komast að því hvernig þetta á eftir að vera því að það er enn þá svolítið langt í þetta. Þetta er eitthvað sem við ákváðum fyrir löngu síðan og ætluðum raunar að vera komin út núna en plönin breyttust svona aðeins eftir Eurovision,“ segir Daði Freyr og bætir við að raunar hafi það aldrei verið planið að koma til Íslands í sumar, hann hafi ætlað sér að vera bara heima fyrir í Berlín. En hann er þó alls ekki ósáttur við þessar breytingar sem fylgdu í kjölfarið á Eurovision og segir að þetta hafi verið fullkomin sumarvinna fyrir sig. Tónlist Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Það verður eitthvað rosalegt. Ég er mjög spenntur fyrir því. Ég myndi ekki segja að ég væri mikill Þjóðhátíðarmaður – ég hef aldrei farið, eða jú, ég spilaði árið 2012 með hljómsveitinni Retrobot en við vorum farnir aftur daginn eftir að spila í Reykjavík. Nú er ég að spila á Innipúkanum á laugardeginum þannig að ég næ ekki að mæta fyrr en á sunnudag. Ég verð bara að taka laugardaginn einhvern tímann seinna,“ segir Daði Freyr, tónsmiður (eins og hann titlar sig í símaskránni) og Eurovisionstjarna, um það að spila á Þjóðhátíð, en hann hefur, algjörlega óvænt, átt ansi viðburðaríkt sumar.Þú hefur verið bókstaflega alls staðar, er það ekki? „Jú, það er búið að vera svolítið að gera hjá mér. En ég fer alveg að hætta því – ég er að fara aftur til Berlínar eftir eina viku. Sumarið er búið að vera mjög gott. Ég hef spilað held ég 23 gigg allt í allt síðasta einn og hálfan mánuðinn. Nú er ég alveg tilbúinn að koma mér aftur út að vinna í nýrri músík.“Er það plata? „Ég er að vinna allavega í einni plötu fyrir sjálfan mig. Síðan er það eitt og annað sem verður að fá að koma í ljós síðar.“Þannig að næsta sumar verður kannski enn meira sturlað hjá þér, að fylgja nýrri plötu eftir?„Vonandi. Annars er ég að fara til Kambódíu í desember og verð þar í hálft ár með kærustunni að búa til internetþætti – það gæti jafnvel verið að ég verði lengur þar og bara í Asíu eitthvað, það er ekki alveg komið á hreint. Við ætlum að taka upp eitthvert blogg og vera með tónlistartengda þætti, skoða mannlífið og leyfa fólki að fylgjast með því. Við eigum svolítið eftir að komast að því hvernig þetta á eftir að vera því að það er enn þá svolítið langt í þetta. Þetta er eitthvað sem við ákváðum fyrir löngu síðan og ætluðum raunar að vera komin út núna en plönin breyttust svona aðeins eftir Eurovision,“ segir Daði Freyr og bætir við að raunar hafi það aldrei verið planið að koma til Íslands í sumar, hann hafi ætlað sér að vera bara heima fyrir í Berlín. En hann er þó alls ekki ósáttur við þessar breytingar sem fylgdu í kjölfarið á Eurovision og segir að þetta hafi verið fullkomin sumarvinna fyrir sig.
Tónlist Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira