Gott að eiga eldri vini Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. ágúst 2017 11:45 Sveppi afslappaður þó að hann verði að fara að keyra af stað í veg fyrir Herjólf. Visir/Laufey Gætir þú hringt aðeins seinna. Ég er að pakka fyrir Vestmannaeyjaferð en get talað við þig á leiðinni til skips,“ segir Sveppi þegar ég falast eftir afmælisviðtali. Hann er á háheiðinni þegar ég slæ á þráðinn aftur og segir þar kjöraðstæður fyrir viðtal. Kveðst vera með hluta af fjölskyldunni í bílnum. „Ég er kominn með ungling, það verður að ferja hann til Eyja en peyjunum var skutlað upp í bústað til ömmu og afa. Þeir hafa það miklu betra þar.“ Þó Sveppi sé landsþekktur skemmtikraftur segist hann ekki ætla að skemmta neinum nema sjálfum sér í þessari ferð. Hann fer á Þjóðhátíð á margra ára fresti. „Ég fór síðast 2007, áður fór ég 2000 og þar áður 1993.“ En ætlar hann ekki að halda upp á fertugsafmælið? „Það verður nú eitthvað voða rólegt. Við verðum hjá vinafólki í Eyjum og það er aldrei að vita nema maður rífi tappann úr einni rauðri og borði góðan mat. Ég er enginn voðalegur afmælisstrákur sko. Held þó alltaf aðeins upp á afmælið, býð einhverjum í mat og svona, bara til að fagna því að tíminn er að líða. Svo verður konan mín fertug í nóvember, þá höldum við kannski partí.“ Sveppi er þekktur fyrir fíflagang og býst við að halda honum áfram þó í gamalli þulu um aldur mannsins standi „fertugur fullþroskaður“. „Ég hræðist aldurinn voða lítið, mér finnst bara gaman að verða fertugur. Svo á ég vin sem er fimmtugur og hann er ágætur og alveg hress. Það er stundum gott að eiga eldri vini, þá sér maður hvernig þetta verður. Ég er að fara til Íbísa að fagna fimmtugsafmælinu hans bráðum sem segir mér að það sé miklu meira stuð að verða fimmtugur.“ Önnur utanlandsferð er í kortunum því Sveppi elskar Rolling Stones og fer reglulega að hlusta á þá. „Þegar Stones ákveður að fara í tónleikaferðalag þá reynum við Ingvar bróðir alltaf að fara á stjá. Stones eru í Evróputúr og við þurfum bara að skjótast til Stokkhólms í október og sjá þá þar. Það verður geggjað.“ Nú er Sveppi beðinn að gera grein fyrir fjölskyldunni. „Unglingurinn hún Þórdís Katla verður fjórtán ára núna í ágúst. Bergur Ingi er tíu ára og svo er einn stubbur fimm ára sem heitir Arnaldur Flóki. Konan heitir Íris Ösp og er Bergþórsdóttir. Hún er fín. (Í lægri tón) Maður segir nú ekkert ljótt um hana meðan hún situr við hliðina á manni, maður verður að halda henni góðri!“ Sveppi heldur áfram akstrinum því hann þarf að ná austur í Landeyjahöfn áður en skipið leggur úr höfn. „Ég óska honum til hamingju með afmælið og kveðst búa til smá greinarstúf um hann. „Það er gott,“ svarar hann. „Þá getur mamma klippt eitthvað út og sett á ísskápinn.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst. Birtist í Fréttablaðinu Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fleiri fréttir Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision Sjá meira
Gætir þú hringt aðeins seinna. Ég er að pakka fyrir Vestmannaeyjaferð en get talað við þig á leiðinni til skips,“ segir Sveppi þegar ég falast eftir afmælisviðtali. Hann er á háheiðinni þegar ég slæ á þráðinn aftur og segir þar kjöraðstæður fyrir viðtal. Kveðst vera með hluta af fjölskyldunni í bílnum. „Ég er kominn með ungling, það verður að ferja hann til Eyja en peyjunum var skutlað upp í bústað til ömmu og afa. Þeir hafa það miklu betra þar.“ Þó Sveppi sé landsþekktur skemmtikraftur segist hann ekki ætla að skemmta neinum nema sjálfum sér í þessari ferð. Hann fer á Þjóðhátíð á margra ára fresti. „Ég fór síðast 2007, áður fór ég 2000 og þar áður 1993.“ En ætlar hann ekki að halda upp á fertugsafmælið? „Það verður nú eitthvað voða rólegt. Við verðum hjá vinafólki í Eyjum og það er aldrei að vita nema maður rífi tappann úr einni rauðri og borði góðan mat. Ég er enginn voðalegur afmælisstrákur sko. Held þó alltaf aðeins upp á afmælið, býð einhverjum í mat og svona, bara til að fagna því að tíminn er að líða. Svo verður konan mín fertug í nóvember, þá höldum við kannski partí.“ Sveppi er þekktur fyrir fíflagang og býst við að halda honum áfram þó í gamalli þulu um aldur mannsins standi „fertugur fullþroskaður“. „Ég hræðist aldurinn voða lítið, mér finnst bara gaman að verða fertugur. Svo á ég vin sem er fimmtugur og hann er ágætur og alveg hress. Það er stundum gott að eiga eldri vini, þá sér maður hvernig þetta verður. Ég er að fara til Íbísa að fagna fimmtugsafmælinu hans bráðum sem segir mér að það sé miklu meira stuð að verða fimmtugur.“ Önnur utanlandsferð er í kortunum því Sveppi elskar Rolling Stones og fer reglulega að hlusta á þá. „Þegar Stones ákveður að fara í tónleikaferðalag þá reynum við Ingvar bróðir alltaf að fara á stjá. Stones eru í Evróputúr og við þurfum bara að skjótast til Stokkhólms í október og sjá þá þar. Það verður geggjað.“ Nú er Sveppi beðinn að gera grein fyrir fjölskyldunni. „Unglingurinn hún Þórdís Katla verður fjórtán ára núna í ágúst. Bergur Ingi er tíu ára og svo er einn stubbur fimm ára sem heitir Arnaldur Flóki. Konan heitir Íris Ösp og er Bergþórsdóttir. Hún er fín. (Í lægri tón) Maður segir nú ekkert ljótt um hana meðan hún situr við hliðina á manni, maður verður að halda henni góðri!“ Sveppi heldur áfram akstrinum því hann þarf að ná austur í Landeyjahöfn áður en skipið leggur úr höfn. „Ég óska honum til hamingju með afmælið og kveðst búa til smá greinarstúf um hann. „Það er gott,“ svarar hann. „Þá getur mamma klippt eitthvað út og sett á ísskápinn.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst.
Birtist í Fréttablaðinu Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fleiri fréttir Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision Sjá meira