Gott að eiga eldri vini Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. ágúst 2017 11:45 Sveppi afslappaður þó að hann verði að fara að keyra af stað í veg fyrir Herjólf. Visir/Laufey Gætir þú hringt aðeins seinna. Ég er að pakka fyrir Vestmannaeyjaferð en get talað við þig á leiðinni til skips,“ segir Sveppi þegar ég falast eftir afmælisviðtali. Hann er á háheiðinni þegar ég slæ á þráðinn aftur og segir þar kjöraðstæður fyrir viðtal. Kveðst vera með hluta af fjölskyldunni í bílnum. „Ég er kominn með ungling, það verður að ferja hann til Eyja en peyjunum var skutlað upp í bústað til ömmu og afa. Þeir hafa það miklu betra þar.“ Þó Sveppi sé landsþekktur skemmtikraftur segist hann ekki ætla að skemmta neinum nema sjálfum sér í þessari ferð. Hann fer á Þjóðhátíð á margra ára fresti. „Ég fór síðast 2007, áður fór ég 2000 og þar áður 1993.“ En ætlar hann ekki að halda upp á fertugsafmælið? „Það verður nú eitthvað voða rólegt. Við verðum hjá vinafólki í Eyjum og það er aldrei að vita nema maður rífi tappann úr einni rauðri og borði góðan mat. Ég er enginn voðalegur afmælisstrákur sko. Held þó alltaf aðeins upp á afmælið, býð einhverjum í mat og svona, bara til að fagna því að tíminn er að líða. Svo verður konan mín fertug í nóvember, þá höldum við kannski partí.“ Sveppi er þekktur fyrir fíflagang og býst við að halda honum áfram þó í gamalli þulu um aldur mannsins standi „fertugur fullþroskaður“. „Ég hræðist aldurinn voða lítið, mér finnst bara gaman að verða fertugur. Svo á ég vin sem er fimmtugur og hann er ágætur og alveg hress. Það er stundum gott að eiga eldri vini, þá sér maður hvernig þetta verður. Ég er að fara til Íbísa að fagna fimmtugsafmælinu hans bráðum sem segir mér að það sé miklu meira stuð að verða fimmtugur.“ Önnur utanlandsferð er í kortunum því Sveppi elskar Rolling Stones og fer reglulega að hlusta á þá. „Þegar Stones ákveður að fara í tónleikaferðalag þá reynum við Ingvar bróðir alltaf að fara á stjá. Stones eru í Evróputúr og við þurfum bara að skjótast til Stokkhólms í október og sjá þá þar. Það verður geggjað.“ Nú er Sveppi beðinn að gera grein fyrir fjölskyldunni. „Unglingurinn hún Þórdís Katla verður fjórtán ára núna í ágúst. Bergur Ingi er tíu ára og svo er einn stubbur fimm ára sem heitir Arnaldur Flóki. Konan heitir Íris Ösp og er Bergþórsdóttir. Hún er fín. (Í lægri tón) Maður segir nú ekkert ljótt um hana meðan hún situr við hliðina á manni, maður verður að halda henni góðri!“ Sveppi heldur áfram akstrinum því hann þarf að ná austur í Landeyjahöfn áður en skipið leggur úr höfn. „Ég óska honum til hamingju með afmælið og kveðst búa til smá greinarstúf um hann. „Það er gott,“ svarar hann. „Þá getur mamma klippt eitthvað út og sett á ísskápinn.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst. Birtist í Fréttablaðinu Lífið Mest lesið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gætir þú hringt aðeins seinna. Ég er að pakka fyrir Vestmannaeyjaferð en get talað við þig á leiðinni til skips,“ segir Sveppi þegar ég falast eftir afmælisviðtali. Hann er á háheiðinni þegar ég slæ á þráðinn aftur og segir þar kjöraðstæður fyrir viðtal. Kveðst vera með hluta af fjölskyldunni í bílnum. „Ég er kominn með ungling, það verður að ferja hann til Eyja en peyjunum var skutlað upp í bústað til ömmu og afa. Þeir hafa það miklu betra þar.“ Þó Sveppi sé landsþekktur skemmtikraftur segist hann ekki ætla að skemmta neinum nema sjálfum sér í þessari ferð. Hann fer á Þjóðhátíð á margra ára fresti. „Ég fór síðast 2007, áður fór ég 2000 og þar áður 1993.“ En ætlar hann ekki að halda upp á fertugsafmælið? „Það verður nú eitthvað voða rólegt. Við verðum hjá vinafólki í Eyjum og það er aldrei að vita nema maður rífi tappann úr einni rauðri og borði góðan mat. Ég er enginn voðalegur afmælisstrákur sko. Held þó alltaf aðeins upp á afmælið, býð einhverjum í mat og svona, bara til að fagna því að tíminn er að líða. Svo verður konan mín fertug í nóvember, þá höldum við kannski partí.“ Sveppi er þekktur fyrir fíflagang og býst við að halda honum áfram þó í gamalli þulu um aldur mannsins standi „fertugur fullþroskaður“. „Ég hræðist aldurinn voða lítið, mér finnst bara gaman að verða fertugur. Svo á ég vin sem er fimmtugur og hann er ágætur og alveg hress. Það er stundum gott að eiga eldri vini, þá sér maður hvernig þetta verður. Ég er að fara til Íbísa að fagna fimmtugsafmælinu hans bráðum sem segir mér að það sé miklu meira stuð að verða fimmtugur.“ Önnur utanlandsferð er í kortunum því Sveppi elskar Rolling Stones og fer reglulega að hlusta á þá. „Þegar Stones ákveður að fara í tónleikaferðalag þá reynum við Ingvar bróðir alltaf að fara á stjá. Stones eru í Evróputúr og við þurfum bara að skjótast til Stokkhólms í október og sjá þá þar. Það verður geggjað.“ Nú er Sveppi beðinn að gera grein fyrir fjölskyldunni. „Unglingurinn hún Þórdís Katla verður fjórtán ára núna í ágúst. Bergur Ingi er tíu ára og svo er einn stubbur fimm ára sem heitir Arnaldur Flóki. Konan heitir Íris Ösp og er Bergþórsdóttir. Hún er fín. (Í lægri tón) Maður segir nú ekkert ljótt um hana meðan hún situr við hliðina á manni, maður verður að halda henni góðri!“ Sveppi heldur áfram akstrinum því hann þarf að ná austur í Landeyjahöfn áður en skipið leggur úr höfn. „Ég óska honum til hamingju með afmælið og kveðst búa til smá greinarstúf um hann. „Það er gott,“ svarar hann. „Þá getur mamma klippt eitthvað út og sett á ísskápinn.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst.
Birtist í Fréttablaðinu Lífið Mest lesið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“