Tugir hælisleitenda horfið af radarnum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. júlí 2017 07:00 Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar Íslensk stjórnvöld vita ekki hvar nokkrir tugir hælisleitenda, sem synjað hefur verið um hæli hér á landi síðustu ár, eru niðurkomnir. Vísbendingar eru um að sumir þeirra séu hér í felum og stundi svarta atvinnustarfsemi. Samkvæmt tölum frá Útlendingastofnun hafa tuttugu manns horfið það sem af er þessu ári. Síðustu ár hafi fjöldinn að jafnaði verið á bilinu tíu til fimmtán manns á ári. Talið er að flestir hafi farið af landi brott án þess að tilkynna það til stofnunarinnar, en að hinir séu enn hér á landi. „Ástæðurnar eru margvíslegar. Stundum eru þetta einstaklingar sem eiga skilríki en hafa ekki afhent þau stjórnvöldum og nota þau til að fara úr landi. Svo eru einstaklingar sem fara í felur, og stundum dettur fólk út úr kerfinu. Það kemur líka alveg fyrir að einstaklingur hverfur og poppar svo upp hjá okkur nokkrum mánuðum síðar,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Þorsteinn bendir á að hlutfallslega sé fjöldi þeirra sem hverfur hér á landi umtalsvert minni en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum, en sænsk stjórnvöld hafa lýst yfir áhyggjum vegna þess mikla fjölda sem lætur sig hverfa á ári hverju, eða hátt í tíu þúsund manns. Staðan er svipuð í Noregi og víðar. „Það eru ekki mörg mál þar sem fólk hverfur alveg sporlaust frá okkur. En ef það gerist eru slík mál í höndum lögreglunnar og hún tekur þá ákvörðun um hvort það sé ástæða til þess að leita að fólkinu,“ segir Þorsteinn. Að öðru leyti sé ekki eftirlit haft með þeim sem horfið hafa úr kerfum Útlendingastofnunar og því ekki til nákvæmar tölur um þá. Aðspurður telur Þorsteinn líklegt að einhverjir þessara einstaklinga séu í felum og vinni svart. „Svört eða ólögleg atvinnustarfsemi er ekki á okkar borði en það má vissulega leiða að því líkur að fólk fari í felur og vinni svart,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Sjá meira
Íslensk stjórnvöld vita ekki hvar nokkrir tugir hælisleitenda, sem synjað hefur verið um hæli hér á landi síðustu ár, eru niðurkomnir. Vísbendingar eru um að sumir þeirra séu hér í felum og stundi svarta atvinnustarfsemi. Samkvæmt tölum frá Útlendingastofnun hafa tuttugu manns horfið það sem af er þessu ári. Síðustu ár hafi fjöldinn að jafnaði verið á bilinu tíu til fimmtán manns á ári. Talið er að flestir hafi farið af landi brott án þess að tilkynna það til stofnunarinnar, en að hinir séu enn hér á landi. „Ástæðurnar eru margvíslegar. Stundum eru þetta einstaklingar sem eiga skilríki en hafa ekki afhent þau stjórnvöldum og nota þau til að fara úr landi. Svo eru einstaklingar sem fara í felur, og stundum dettur fólk út úr kerfinu. Það kemur líka alveg fyrir að einstaklingur hverfur og poppar svo upp hjá okkur nokkrum mánuðum síðar,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Þorsteinn bendir á að hlutfallslega sé fjöldi þeirra sem hverfur hér á landi umtalsvert minni en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum, en sænsk stjórnvöld hafa lýst yfir áhyggjum vegna þess mikla fjölda sem lætur sig hverfa á ári hverju, eða hátt í tíu þúsund manns. Staðan er svipuð í Noregi og víðar. „Það eru ekki mörg mál þar sem fólk hverfur alveg sporlaust frá okkur. En ef það gerist eru slík mál í höndum lögreglunnar og hún tekur þá ákvörðun um hvort það sé ástæða til þess að leita að fólkinu,“ segir Þorsteinn. Að öðru leyti sé ekki eftirlit haft með þeim sem horfið hafa úr kerfum Útlendingastofnunar og því ekki til nákvæmar tölur um þá. Aðspurður telur Þorsteinn líklegt að einhverjir þessara einstaklinga séu í felum og vinni svart. „Svört eða ólögleg atvinnustarfsemi er ekki á okkar borði en það má vissulega leiða að því líkur að fólk fari í felur og vinni svart,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Sjá meira