Svikasímtalið kostaði um 200 krónur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. júlí 2017 20:00 Fólk getur setið uppi með háan reikning láti það blekkjast af símaóværu líkt og þeirri sem herjaði á landsmenn í gærkvöld og í morgun. Lögregla bendir fólki á að svara ekki óþekktum númerum. Lögreglu hafa borist fjölmargar tilkynningar vegna símtala úr erlendu númeri í gær og í dag. Hringt var í hvert símanúmer í nokkrar sekúndur áður en skellt var á. Ekki liggur fyrir hvaðan var hringt en landsnúmerið sem birtist á skjánum skiptir engu máli þar sem tölvan sem notuð er til svikanna getur verið á öðrum stað en svikarinn sjálfur. Símaóværa sem þessu verður sífellt algengari en að sögn lögreglu hafa engar tilkynningar um fjártjón borist. Ýmsar leiðir eru þó færar við svikin og er þetta algengt í nágrannalöndum. „Þá voru svona innhringisvik mjög tíð og þá er hringt í viðkomandi og skellt á. Ef viðkomandi hringdi til baka var hann kominn í samband við einhvers konar símþjónustu með hátt símgjald," segir Svava Snæberg Hrafnkelsdóttir, rannsóknarlögreglumaður. Þó að upphæðirnar séu ekki háar getur verið eftir nokkru að slægjast þegar umfang símasvindlsins er mikið. Ef ég fengi eina krónu frá hverjum Íslending er það ágætis upphæð í heildina en hver og einn verður ekki fyrir miklu fjártjóni. Hún hvetur fólk til þess að svara ekki ókunnugum númerum og horfa gagnrýnum augum á hringilistann sinn. Búið er að loka fyrir hringingar úr símanúmerunum sem herjuðu á Íslendinga en markaðsstjóri Vodafone segir símtalið ekki hafa verið dýrt í þetta skiptið. „Ef við tökum bara meðalfjölda þeirra sem hringja til baka að þá er meðalkostnaðurinn í kringum 200 krónur á hvern viðskiptavin," segir Bára Mjöll Þórðardóttir, markaðsstjóri Vodafone. Upphæðirnar geta þó alltaf verið hærri og situr viðskiptavinurinn oftast uppi með kostnaðinn ef svikarinn er ekki sóttur til saka. „Þetta er kostnaður sem stofnast klárlega af því að þú tekur upp símann og hringir. Þess vegna er mjög mikilvægt að vera meðvitaður um að vera ekki að hringja í erlend númer sem þú þekkir ekki," segir Bára.En hvernig komast brotamenn yfir símanúmerin? „Allar svona upplýsingar eru aðgengilegar á heimasíðu Póst- og fjarskiptastofnunar þannig þeir geta nálgast þau þar," segir Bára. Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Sjá meira
Fólk getur setið uppi með háan reikning láti það blekkjast af símaóværu líkt og þeirri sem herjaði á landsmenn í gærkvöld og í morgun. Lögregla bendir fólki á að svara ekki óþekktum númerum. Lögreglu hafa borist fjölmargar tilkynningar vegna símtala úr erlendu númeri í gær og í dag. Hringt var í hvert símanúmer í nokkrar sekúndur áður en skellt var á. Ekki liggur fyrir hvaðan var hringt en landsnúmerið sem birtist á skjánum skiptir engu máli þar sem tölvan sem notuð er til svikanna getur verið á öðrum stað en svikarinn sjálfur. Símaóværa sem þessu verður sífellt algengari en að sögn lögreglu hafa engar tilkynningar um fjártjón borist. Ýmsar leiðir eru þó færar við svikin og er þetta algengt í nágrannalöndum. „Þá voru svona innhringisvik mjög tíð og þá er hringt í viðkomandi og skellt á. Ef viðkomandi hringdi til baka var hann kominn í samband við einhvers konar símþjónustu með hátt símgjald," segir Svava Snæberg Hrafnkelsdóttir, rannsóknarlögreglumaður. Þó að upphæðirnar séu ekki háar getur verið eftir nokkru að slægjast þegar umfang símasvindlsins er mikið. Ef ég fengi eina krónu frá hverjum Íslending er það ágætis upphæð í heildina en hver og einn verður ekki fyrir miklu fjártjóni. Hún hvetur fólk til þess að svara ekki ókunnugum númerum og horfa gagnrýnum augum á hringilistann sinn. Búið er að loka fyrir hringingar úr símanúmerunum sem herjuðu á Íslendinga en markaðsstjóri Vodafone segir símtalið ekki hafa verið dýrt í þetta skiptið. „Ef við tökum bara meðalfjölda þeirra sem hringja til baka að þá er meðalkostnaðurinn í kringum 200 krónur á hvern viðskiptavin," segir Bára Mjöll Þórðardóttir, markaðsstjóri Vodafone. Upphæðirnar geta þó alltaf verið hærri og situr viðskiptavinurinn oftast uppi með kostnaðinn ef svikarinn er ekki sóttur til saka. „Þetta er kostnaður sem stofnast klárlega af því að þú tekur upp símann og hringir. Þess vegna er mjög mikilvægt að vera meðvitaður um að vera ekki að hringja í erlend númer sem þú þekkir ekki," segir Bára.En hvernig komast brotamenn yfir símanúmerin? „Allar svona upplýsingar eru aðgengilegar á heimasíðu Póst- og fjarskiptastofnunar þannig þeir geta nálgast þau þar," segir Bára.
Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Sjá meira