Svikasímtalið kostaði um 200 krónur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. júlí 2017 20:00 Fólk getur setið uppi með háan reikning láti það blekkjast af símaóværu líkt og þeirri sem herjaði á landsmenn í gærkvöld og í morgun. Lögregla bendir fólki á að svara ekki óþekktum númerum. Lögreglu hafa borist fjölmargar tilkynningar vegna símtala úr erlendu númeri í gær og í dag. Hringt var í hvert símanúmer í nokkrar sekúndur áður en skellt var á. Ekki liggur fyrir hvaðan var hringt en landsnúmerið sem birtist á skjánum skiptir engu máli þar sem tölvan sem notuð er til svikanna getur verið á öðrum stað en svikarinn sjálfur. Símaóværa sem þessu verður sífellt algengari en að sögn lögreglu hafa engar tilkynningar um fjártjón borist. Ýmsar leiðir eru þó færar við svikin og er þetta algengt í nágrannalöndum. „Þá voru svona innhringisvik mjög tíð og þá er hringt í viðkomandi og skellt á. Ef viðkomandi hringdi til baka var hann kominn í samband við einhvers konar símþjónustu með hátt símgjald," segir Svava Snæberg Hrafnkelsdóttir, rannsóknarlögreglumaður. Þó að upphæðirnar séu ekki háar getur verið eftir nokkru að slægjast þegar umfang símasvindlsins er mikið. Ef ég fengi eina krónu frá hverjum Íslending er það ágætis upphæð í heildina en hver og einn verður ekki fyrir miklu fjártjóni. Hún hvetur fólk til þess að svara ekki ókunnugum númerum og horfa gagnrýnum augum á hringilistann sinn. Búið er að loka fyrir hringingar úr símanúmerunum sem herjuðu á Íslendinga en markaðsstjóri Vodafone segir símtalið ekki hafa verið dýrt í þetta skiptið. „Ef við tökum bara meðalfjölda þeirra sem hringja til baka að þá er meðalkostnaðurinn í kringum 200 krónur á hvern viðskiptavin," segir Bára Mjöll Þórðardóttir, markaðsstjóri Vodafone. Upphæðirnar geta þó alltaf verið hærri og situr viðskiptavinurinn oftast uppi með kostnaðinn ef svikarinn er ekki sóttur til saka. „Þetta er kostnaður sem stofnast klárlega af því að þú tekur upp símann og hringir. Þess vegna er mjög mikilvægt að vera meðvitaður um að vera ekki að hringja í erlend númer sem þú þekkir ekki," segir Bára.En hvernig komast brotamenn yfir símanúmerin? „Allar svona upplýsingar eru aðgengilegar á heimasíðu Póst- og fjarskiptastofnunar þannig þeir geta nálgast þau þar," segir Bára. Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Fólk getur setið uppi með háan reikning láti það blekkjast af símaóværu líkt og þeirri sem herjaði á landsmenn í gærkvöld og í morgun. Lögregla bendir fólki á að svara ekki óþekktum númerum. Lögreglu hafa borist fjölmargar tilkynningar vegna símtala úr erlendu númeri í gær og í dag. Hringt var í hvert símanúmer í nokkrar sekúndur áður en skellt var á. Ekki liggur fyrir hvaðan var hringt en landsnúmerið sem birtist á skjánum skiptir engu máli þar sem tölvan sem notuð er til svikanna getur verið á öðrum stað en svikarinn sjálfur. Símaóværa sem þessu verður sífellt algengari en að sögn lögreglu hafa engar tilkynningar um fjártjón borist. Ýmsar leiðir eru þó færar við svikin og er þetta algengt í nágrannalöndum. „Þá voru svona innhringisvik mjög tíð og þá er hringt í viðkomandi og skellt á. Ef viðkomandi hringdi til baka var hann kominn í samband við einhvers konar símþjónustu með hátt símgjald," segir Svava Snæberg Hrafnkelsdóttir, rannsóknarlögreglumaður. Þó að upphæðirnar séu ekki háar getur verið eftir nokkru að slægjast þegar umfang símasvindlsins er mikið. Ef ég fengi eina krónu frá hverjum Íslending er það ágætis upphæð í heildina en hver og einn verður ekki fyrir miklu fjártjóni. Hún hvetur fólk til þess að svara ekki ókunnugum númerum og horfa gagnrýnum augum á hringilistann sinn. Búið er að loka fyrir hringingar úr símanúmerunum sem herjuðu á Íslendinga en markaðsstjóri Vodafone segir símtalið ekki hafa verið dýrt í þetta skiptið. „Ef við tökum bara meðalfjölda þeirra sem hringja til baka að þá er meðalkostnaðurinn í kringum 200 krónur á hvern viðskiptavin," segir Bára Mjöll Þórðardóttir, markaðsstjóri Vodafone. Upphæðirnar geta þó alltaf verið hærri og situr viðskiptavinurinn oftast uppi með kostnaðinn ef svikarinn er ekki sóttur til saka. „Þetta er kostnaður sem stofnast klárlega af því að þú tekur upp símann og hringir. Þess vegna er mjög mikilvægt að vera meðvitaður um að vera ekki að hringja í erlend númer sem þú þekkir ekki," segir Bára.En hvernig komast brotamenn yfir símanúmerin? „Allar svona upplýsingar eru aðgengilegar á heimasíðu Póst- og fjarskiptastofnunar þannig þeir geta nálgast þau þar," segir Bára.
Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira