Núllstilling eftir ofhitnun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. júlí 2017 20:30 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði í fyrsta skipti í tvö ár í síðasta mánuði og vísbendingar eru um að breytingar á markaðnum séu framundan. Fasteignasali talar um núllstillingu eftir ofhitnun markaðarins. Verulega dró úr hækkunum á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu í júní miðað við fyrri mánuði. Rétt er að taka fram að rólegur tími í viðskiptum er að nálgast en þetta eru þó rólegustu tölur síðustu tveggja ára. Verð á sérbýli hækkaði um 1,6% en verð á fjölbýli lækkaði hins vegar um 0,2%. Sérfræðingur í hagfræðideild Landsbankans segir þróunina athyglisverða. „Þetta er fyrsta merki um að eitthvað sé að lækka í langan, langan tíma. Í fyrsta skipti í tvö ár sem það er svona lítil hækkun og í fyrsta skipti í tvö ár sem fjölbýli lækkar í verði," segir Ari Skúlason, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Tölur sýna að auglýstum fasteignum hefur fjölgað aðeins á allra síðustu mánuðum eftir að hafa verið í lágmarki í vor. Auk þess hefur sölutími íbúða lengst nokkuð eftir að hafa verið í sögulegu lágmarki á fyrstu mánuðum ársins. „Þetta eru smá vísbendingar um að eitthvað kunni að vera breytast," segir Ari. „Hvort við séum búin að ná botni og að við séum að fara aftur í hina áttina. Það er erfitt að segja." Hann bendir einnig á að mikil byggingastarfsemi hafi verið undanfarið þar sem hagstætt hefur verið að byggja. „Árangurinn af því fer smám saman að koma inn á markaðinn og er örugglega farið að koma inn nú þegar þannig að það bætir nú við framboðið." Breytingar virðast þannig vera í kortunum en tuttugu prósenta verðhækkunin sem hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir á þessu ári er að miklu leyti þegar komin fram. Er nú spáð mun hægari takti á næstu tveimur árum, eða átta prósent hækkun.Færast í eðlilegra horf Formaður félags fasteignasala segir sumarið vanalega vera rólegan tíma. Hins vegar hafi síðustu mánuðir verið rólegri en við var að búast. „Eftir páska ofhitnaði markaðurinn aðeins og verðin voru orðin mjög há. Hækkanir hafa verið mjög hraðar síðustu 12 mánuðina, þannig það hægði aðeins á. Það er svo sem ekkert óeðlilegt við það að fá núllstillingu á markaðinn aftur," segir Kjartan Hallgeirsson, formaður félags Fasteignasala. Hann segir breytingarnar frá vorinu nokkuð miklar þegar mikið kapphlaup var á markaðnum og algengt var að eignir seldust umsvifalaust og eftir aðeins eina stutta skoðun. „Ég held að þetta sé að færast í aðeins eðlilegra horf. Það er ekkert óeðlilegt við það að það taki nokkrar vikur að selja fasteign. Það er bara eðlilegur tími," segir Kjartan. Hann segir seljendur ekki hafa farið varhluta af umræðunni um miklar verðhækkanir. Undanfarið hafi margir búist við hærra verði en kaupendur séu tilbúnir að borga. Eignirnar hafi því staðnað á sölu ef verðið var ekki lækkað. „Auðvitað gerist það svolítið að þegar það eru svona hraðar hækkanir að einhverjar eignir hafa verið verðlagðar yfir markaðinn og búist við hærra verði en markaðurinn var tilbúinn að borga. En þess háttar réttir sig alltaf af," segir Kjartan. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Sjá meira
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði í fyrsta skipti í tvö ár í síðasta mánuði og vísbendingar eru um að breytingar á markaðnum séu framundan. Fasteignasali talar um núllstillingu eftir ofhitnun markaðarins. Verulega dró úr hækkunum á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu í júní miðað við fyrri mánuði. Rétt er að taka fram að rólegur tími í viðskiptum er að nálgast en þetta eru þó rólegustu tölur síðustu tveggja ára. Verð á sérbýli hækkaði um 1,6% en verð á fjölbýli lækkaði hins vegar um 0,2%. Sérfræðingur í hagfræðideild Landsbankans segir þróunina athyglisverða. „Þetta er fyrsta merki um að eitthvað sé að lækka í langan, langan tíma. Í fyrsta skipti í tvö ár sem það er svona lítil hækkun og í fyrsta skipti í tvö ár sem fjölbýli lækkar í verði," segir Ari Skúlason, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Tölur sýna að auglýstum fasteignum hefur fjölgað aðeins á allra síðustu mánuðum eftir að hafa verið í lágmarki í vor. Auk þess hefur sölutími íbúða lengst nokkuð eftir að hafa verið í sögulegu lágmarki á fyrstu mánuðum ársins. „Þetta eru smá vísbendingar um að eitthvað kunni að vera breytast," segir Ari. „Hvort við séum búin að ná botni og að við séum að fara aftur í hina áttina. Það er erfitt að segja." Hann bendir einnig á að mikil byggingastarfsemi hafi verið undanfarið þar sem hagstætt hefur verið að byggja. „Árangurinn af því fer smám saman að koma inn á markaðinn og er örugglega farið að koma inn nú þegar þannig að það bætir nú við framboðið." Breytingar virðast þannig vera í kortunum en tuttugu prósenta verðhækkunin sem hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir á þessu ári er að miklu leyti þegar komin fram. Er nú spáð mun hægari takti á næstu tveimur árum, eða átta prósent hækkun.Færast í eðlilegra horf Formaður félags fasteignasala segir sumarið vanalega vera rólegan tíma. Hins vegar hafi síðustu mánuðir verið rólegri en við var að búast. „Eftir páska ofhitnaði markaðurinn aðeins og verðin voru orðin mjög há. Hækkanir hafa verið mjög hraðar síðustu 12 mánuðina, þannig það hægði aðeins á. Það er svo sem ekkert óeðlilegt við það að fá núllstillingu á markaðinn aftur," segir Kjartan Hallgeirsson, formaður félags Fasteignasala. Hann segir breytingarnar frá vorinu nokkuð miklar þegar mikið kapphlaup var á markaðnum og algengt var að eignir seldust umsvifalaust og eftir aðeins eina stutta skoðun. „Ég held að þetta sé að færast í aðeins eðlilegra horf. Það er ekkert óeðlilegt við það að það taki nokkrar vikur að selja fasteign. Það er bara eðlilegur tími," segir Kjartan. Hann segir seljendur ekki hafa farið varhluta af umræðunni um miklar verðhækkanir. Undanfarið hafi margir búist við hærra verði en kaupendur séu tilbúnir að borga. Eignirnar hafi því staðnað á sölu ef verðið var ekki lækkað. „Auðvitað gerist það svolítið að þegar það eru svona hraðar hækkanir að einhverjar eignir hafa verið verðlagðar yfir markaðinn og búist við hærra verði en markaðurinn var tilbúinn að borga. En þess háttar réttir sig alltaf af," segir Kjartan.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Sjá meira