Bezos tekur fram úr Gates sem ríkasti maður heims Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2017 15:38 Jeff Bezos kann ekki aura sinna tal. Vísir/Getty Hækkun hlutabréfa Amazon-netverslunarinnar í morgun skaut Jeff Bezos, stofnanda fyrirtækisins, upp fyrir Bill Gates, stofnanda Microsoft, á lista ríkustu manna heims. Eignir Bezos jukust við hættunina um 1,1 milljarð Bandaríkjadala, um 115 milljarða króna á gengi dagsins í dag, og eru nú metnar á 90,9 milljarða dala, eða um 9.518 milljarða króna. Eignir Gates eru metnar á 90,7 milljarða dala. Hlutabréf Amazon hækkuðu vegna frétta af nýjum afkomutölum fyrirtækisins. Haldi hækkunin út daginn er Bezos ríkasti maður heims á lista Bloomberg. Gates hefur verið á toppi lista Bloomberg yfir ríkustu menn heims frá árinu 2013. Bezos á 17% hlut í Amazon. Hann er einnig eigandi dagblaðsins Washington Post. Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hækkun hlutabréfa Amazon-netverslunarinnar í morgun skaut Jeff Bezos, stofnanda fyrirtækisins, upp fyrir Bill Gates, stofnanda Microsoft, á lista ríkustu manna heims. Eignir Bezos jukust við hættunina um 1,1 milljarð Bandaríkjadala, um 115 milljarða króna á gengi dagsins í dag, og eru nú metnar á 90,9 milljarða dala, eða um 9.518 milljarða króna. Eignir Gates eru metnar á 90,7 milljarða dala. Hlutabréf Amazon hækkuðu vegna frétta af nýjum afkomutölum fyrirtækisins. Haldi hækkunin út daginn er Bezos ríkasti maður heims á lista Bloomberg. Gates hefur verið á toppi lista Bloomberg yfir ríkustu menn heims frá árinu 2013. Bezos á 17% hlut í Amazon. Hann er einnig eigandi dagblaðsins Washington Post.
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira