Panta tíma til að kæra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. júlí 2017 20:00 Panta þarf orðið tíma til að leggja fram kæru hjá lögreglu en þetta var gert til að spara brotaþolum og yfirvöldum tíma. Þolendur alvarlegri brota geta þó ennþá mætt óbókaðir. Frá og með síðasta ári eiga þeir sem vilja leggja fram kæru að hafa samband við lögreglu í gegnum vefsíðu þeirra eða Facebook, segja frá erindinu og panta tíma. Meginreglan er fólk fái tíma innan 48 klukkustunda þótt það geti tafist. „Sumarfrí og veikindi geta komið upp á og einhver óvenjuleg tilvik. En meginreglan er að þú færð tíma innan 48 tíma og það er haft samband við þig eftir 24 tíma," segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Þegar þú kemur svo í tímann sem þú fékkst þá liggur þetta ljóst fyrir, það er búið að biðja þig um að koma með þau gögn sem þú þarft að koma með og þú ert ekki beðinn um að fara út og sækja gögn og koma síðan aftur," segir Jóhann. Tímapantanakerfið á þó ekki við alvarlegri brot líkt og kynferðisbrot, heimilisofbeldi eða stórfelldar líkamsárásir. Þolendur þessara brota geta ávallt mætt á lögreglustöðina og fengið forgang. Með nýja kerfinu sem á að gera störf lögreglu skilvirkari á einmitt að vera hægt að vinna úr slíkum málum með hraðari hætti. Gert til að spara tíma „Við gerðum þetta til að auðvelda fólki fyrir og spara því tíma. Hér áður fyrr kom fólk hingað inn og vildi kannski leggja fram kæru. Svo þurfti það síðan kannski að bíða í tvo til þrjá klukkutíma og svo síðan þú komst inn með kæruna kom í ljós að þetta var kannski einkamál sem átti ekkert heima hjá lögreglu. Þannig var búið að vera eyða tíma fólks til einskis," segir Jóhann. Til stendur að gera störfin ennþá skilvirkari þannig að hægt verður að tilkynna um stuld á reiðhjóli í gegnum netið eða jafnvel app „Framtíðin er sú að þú getir farið í gegnum heimasíðuna og fyllt þetta út þar og sent okkur. Síðan í framtíðinni verður vonandi hægt að gera þetta þannig að þetta verði bara app í símanum. Smæstu málin verða þá þannig að þau verður hægt að afgreiða án þess að koma inn á lögreglustöð," segir Jóhann Karl. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Panta þarf orðið tíma til að leggja fram kæru hjá lögreglu en þetta var gert til að spara brotaþolum og yfirvöldum tíma. Þolendur alvarlegri brota geta þó ennþá mætt óbókaðir. Frá og með síðasta ári eiga þeir sem vilja leggja fram kæru að hafa samband við lögreglu í gegnum vefsíðu þeirra eða Facebook, segja frá erindinu og panta tíma. Meginreglan er fólk fái tíma innan 48 klukkustunda þótt það geti tafist. „Sumarfrí og veikindi geta komið upp á og einhver óvenjuleg tilvik. En meginreglan er að þú færð tíma innan 48 tíma og það er haft samband við þig eftir 24 tíma," segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Þegar þú kemur svo í tímann sem þú fékkst þá liggur þetta ljóst fyrir, það er búið að biðja þig um að koma með þau gögn sem þú þarft að koma með og þú ert ekki beðinn um að fara út og sækja gögn og koma síðan aftur," segir Jóhann. Tímapantanakerfið á þó ekki við alvarlegri brot líkt og kynferðisbrot, heimilisofbeldi eða stórfelldar líkamsárásir. Þolendur þessara brota geta ávallt mætt á lögreglustöðina og fengið forgang. Með nýja kerfinu sem á að gera störf lögreglu skilvirkari á einmitt að vera hægt að vinna úr slíkum málum með hraðari hætti. Gert til að spara tíma „Við gerðum þetta til að auðvelda fólki fyrir og spara því tíma. Hér áður fyrr kom fólk hingað inn og vildi kannski leggja fram kæru. Svo þurfti það síðan kannski að bíða í tvo til þrjá klukkutíma og svo síðan þú komst inn með kæruna kom í ljós að þetta var kannski einkamál sem átti ekkert heima hjá lögreglu. Þannig var búið að vera eyða tíma fólks til einskis," segir Jóhann. Til stendur að gera störfin ennþá skilvirkari þannig að hægt verður að tilkynna um stuld á reiðhjóli í gegnum netið eða jafnvel app „Framtíðin er sú að þú getir farið í gegnum heimasíðuna og fyllt þetta út þar og sent okkur. Síðan í framtíðinni verður vonandi hægt að gera þetta þannig að þetta verði bara app í símanum. Smæstu málin verða þá þannig að þau verður hægt að afgreiða án þess að koma inn á lögreglustöð," segir Jóhann Karl.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira