„FH er með þennan stóra Andy Carroll í framlínunni“ | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2017 16:00 Íslandsmeistarar FH mæta færeysku meisturunum í Víkingi úr Götu í kvöld á Kaplakrikavelli klukkan 19.15 en þetta er fyrri leikur liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Færeyska liðið er á toppnum heima fyrir og hefur náð góðum úrslitum í Evrópukeppnum á undanförnum árum. Það gerði jafntefli í öðrum leik sínum gegn Rosenborg í fyrra og lagði Tromsö fyrir tveimur árum. Markmiðið í kvöld er að halda markinu hreinu segir Atli Gregersen, fyrirliði Víkings og landsliðsmaður Færeyja. Leikstíll Færeyinganna mun ekki koma á óvart. „Við munum reyna að skora því ég væri til í að skora á móti góðvini mínum Gunnari Nielsen. Það er erfitt að spá fyrir um þetta því fyrri leikurinn er bara fyrri hálfleikurinn í einvíginu,“ segir Atli.„Við ætlum að reyna að vera þéttir og reyna að skora úr skyndisóknum. Það kemur auðvitað ekkert á óvart. Þetta verður erfitt en við hlökkum til að spila á móti liði frá frændþjóð okkar. Þetta verður vonandi góður leikur en menn munu láta finna fyrir sér held ég.“ Atli segist ekki vita mikið um FH-liðið en þekkir þó þeirra helstu menn. Hann líkir Kristjáni Flóka Finnbogasyni við enskan landsliðsframherja. „Þeir eru auðvitað með stóra Andy Carroll frammi sem er mjög góður. Svo er FH með Atla Guðnason og Skotann Steven Lennon. FH er mjög gott lið sem erfitt er að finna veikleika á. Markvörðurinn er líka mjög góður,“ segir Atli. „Þeir urðu meistarar í fyrra með góðum varnarleik en við einbeitum okkur ekki of mikið að þeim heldur að okkur. Við erum með góða leikmenn frammi sem geta vonandi skaðað FH. Það er erfitt að spá í þetta saman því ég hef ekki hugmynd um hverju ég á að búast við. Eina sem ég veit er að ég mun njóta leiksins,“ segir Atli Gregersen. Viðtalið við Atla má sjá í spilaranum hér að ofan. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fyrirliði Víkings: Frétti að Gunnar Nielsen er byrjaður að vinna í fyrsta skipti á ævinni Atli Gregersen, fyrirliði Víkings í Götu, er góðvinur Gunnars Nielsen sem er víst ekki þekktur fyrir að vinna venjulega dagvinnu með fótboltanum eins og samlandar sínir 12. júlí 2017 11:30 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Sjá meira
Íslandsmeistarar FH mæta færeysku meisturunum í Víkingi úr Götu í kvöld á Kaplakrikavelli klukkan 19.15 en þetta er fyrri leikur liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Færeyska liðið er á toppnum heima fyrir og hefur náð góðum úrslitum í Evrópukeppnum á undanförnum árum. Það gerði jafntefli í öðrum leik sínum gegn Rosenborg í fyrra og lagði Tromsö fyrir tveimur árum. Markmiðið í kvöld er að halda markinu hreinu segir Atli Gregersen, fyrirliði Víkings og landsliðsmaður Færeyja. Leikstíll Færeyinganna mun ekki koma á óvart. „Við munum reyna að skora því ég væri til í að skora á móti góðvini mínum Gunnari Nielsen. Það er erfitt að spá fyrir um þetta því fyrri leikurinn er bara fyrri hálfleikurinn í einvíginu,“ segir Atli.„Við ætlum að reyna að vera þéttir og reyna að skora úr skyndisóknum. Það kemur auðvitað ekkert á óvart. Þetta verður erfitt en við hlökkum til að spila á móti liði frá frændþjóð okkar. Þetta verður vonandi góður leikur en menn munu láta finna fyrir sér held ég.“ Atli segist ekki vita mikið um FH-liðið en þekkir þó þeirra helstu menn. Hann líkir Kristjáni Flóka Finnbogasyni við enskan landsliðsframherja. „Þeir eru auðvitað með stóra Andy Carroll frammi sem er mjög góður. Svo er FH með Atla Guðnason og Skotann Steven Lennon. FH er mjög gott lið sem erfitt er að finna veikleika á. Markvörðurinn er líka mjög góður,“ segir Atli. „Þeir urðu meistarar í fyrra með góðum varnarleik en við einbeitum okkur ekki of mikið að þeim heldur að okkur. Við erum með góða leikmenn frammi sem geta vonandi skaðað FH. Það er erfitt að spá í þetta saman því ég hef ekki hugmynd um hverju ég á að búast við. Eina sem ég veit er að ég mun njóta leiksins,“ segir Atli Gregersen. Viðtalið við Atla má sjá í spilaranum hér að ofan.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fyrirliði Víkings: Frétti að Gunnar Nielsen er byrjaður að vinna í fyrsta skipti á ævinni Atli Gregersen, fyrirliði Víkings í Götu, er góðvinur Gunnars Nielsen sem er víst ekki þekktur fyrir að vinna venjulega dagvinnu með fótboltanum eins og samlandar sínir 12. júlí 2017 11:30 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Sjá meira
Fyrirliði Víkings: Frétti að Gunnar Nielsen er byrjaður að vinna í fyrsta skipti á ævinni Atli Gregersen, fyrirliði Víkings í Götu, er góðvinur Gunnars Nielsen sem er víst ekki þekktur fyrir að vinna venjulega dagvinnu með fótboltanum eins og samlandar sínir 12. júlí 2017 11:30