Erdogan segir ESB hafa leikið sér að Tyrklandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. júlí 2017 06:00 Forseti Tyrklands segir Evrópusambandið ekki standa með Tyrkjum og lýsir yfir þeim vilja að taka upp dauðarefsingar á ný. nordicphotos/AFP „Afstaða Evrópusambandsins er skýr. Nú eru 54 ár liðin og Evrópusambandið er enn að leika sér að okkur,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands í gær. Sagði forsetinn Evrópusambandið hafa svikið öll loforð sem það hafi gefið Tyrkjum. Allt frá loforðum um ferðaleyfi Tyrkja til loforða um aðstoð fyrir sýrlenska flóttamenn í Tyrklandi. Vísaði Erdogan til þess í ræðu sinni í gær, sem var ein fjölmargra sem hann hélt í tilefni af því að ár er nú liðið frá valdaránstilraun, að 54 ár væru liðin frá því Tyrkir sóttu um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Árið 1987 sóttu Tyrkir svo formlega um aðild að Evrópusambandinu og hafa viðræður verið afar flóknar allar götur síðan. Samþykktu til að mynda þingmenn Evrópusambandsins að fresta viðræðum ótímabundið í nóvember síðastliðnum vegna mannréttindabrota Tyrklandsstjórnar. Eftir tíðar árásir Erdogan á Evrópusambandið undanfarið, einkum í ræðu gærdagsins, virðist sem ríkisstjórn hans hafi gefist upp á að fá nokkurn tímann aðild að sambandinu. „Við verðum að bjarga okkur sjálf. Það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði forsetinn.Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.Nordicphotos/AFPSamband Tyrkja við Evrópusambandið versnaði mjög í kjölfar fyrrnefndrar valdaránstilraunar. Vöktu miklar hreinsanir Erdogan í stjórnkerfinu athygli en um 150.000 misstu störf sín í hreinsununum. Þá voru tugir þúsunda handteknir, grunaðir um tengsl við útlæga klerkinn Fethullah Gulen, sem yfirvöld kenna um valdaránstilraunina. Til marks um þann vilja Erdogan um að loka alfarið á möguleikann á aðild að Evrópusambandinu sagðist hann í gær muni samþykkja að taka á ný upp dauðarefsingu hiklaust ef þingið samþykkti. Slíkt myndi á afgerandi hátt binda endahnútinn á aðildarferlið. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í gær að sambandið væri enn af heilum hug í viðræðum við Tyrki. „Nú, einu ári eftir valdaránstilraunina, er hönd Evrópusambandsins útrétt,“ segir í grein Juncker í þýska blaðinu Bild am Sonntag. „Ef Tyrkir myndu endurvekja dauðarefsingar myndi tyrkneska ríkisstjórnin endanlega skella dyrunum á Evrópusambandið,“ segir enn fremur í grein Juncker. Hvatti hann Tyrki til þess að styrkja lýðræði í ríkinu. Á laugardag, á ársafmæli valdaránstilraunarinnar, hét Erdogan því að hann myndi rífa hausana af landráðamönnunum sem hann sagði hafa staðið að valdaránstilrauninni, það er fylgismenn Gulen sem og meðlimir hins útlæga Verkamannaflokks Kúrda (PKK). Þá sagði Erdogan að meðlimir tengslanets Gulen yrðu neyddir til þess að klæðast göllum sambærilegum þeim sem fangar í bandaríska Guantanamo-fangelsinu þurfa að gera. Var það vegna þess að maður, grunaður um að tengjast Gulen, mætti til réttarhalda í stuttermabol sem á stóð „Hetja“. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
„Afstaða Evrópusambandsins er skýr. Nú eru 54 ár liðin og Evrópusambandið er enn að leika sér að okkur,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands í gær. Sagði forsetinn Evrópusambandið hafa svikið öll loforð sem það hafi gefið Tyrkjum. Allt frá loforðum um ferðaleyfi Tyrkja til loforða um aðstoð fyrir sýrlenska flóttamenn í Tyrklandi. Vísaði Erdogan til þess í ræðu sinni í gær, sem var ein fjölmargra sem hann hélt í tilefni af því að ár er nú liðið frá valdaránstilraun, að 54 ár væru liðin frá því Tyrkir sóttu um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Árið 1987 sóttu Tyrkir svo formlega um aðild að Evrópusambandinu og hafa viðræður verið afar flóknar allar götur síðan. Samþykktu til að mynda þingmenn Evrópusambandsins að fresta viðræðum ótímabundið í nóvember síðastliðnum vegna mannréttindabrota Tyrklandsstjórnar. Eftir tíðar árásir Erdogan á Evrópusambandið undanfarið, einkum í ræðu gærdagsins, virðist sem ríkisstjórn hans hafi gefist upp á að fá nokkurn tímann aðild að sambandinu. „Við verðum að bjarga okkur sjálf. Það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði forsetinn.Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.Nordicphotos/AFPSamband Tyrkja við Evrópusambandið versnaði mjög í kjölfar fyrrnefndrar valdaránstilraunar. Vöktu miklar hreinsanir Erdogan í stjórnkerfinu athygli en um 150.000 misstu störf sín í hreinsununum. Þá voru tugir þúsunda handteknir, grunaðir um tengsl við útlæga klerkinn Fethullah Gulen, sem yfirvöld kenna um valdaránstilraunina. Til marks um þann vilja Erdogan um að loka alfarið á möguleikann á aðild að Evrópusambandinu sagðist hann í gær muni samþykkja að taka á ný upp dauðarefsingu hiklaust ef þingið samþykkti. Slíkt myndi á afgerandi hátt binda endahnútinn á aðildarferlið. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í gær að sambandið væri enn af heilum hug í viðræðum við Tyrki. „Nú, einu ári eftir valdaránstilraunina, er hönd Evrópusambandsins útrétt,“ segir í grein Juncker í þýska blaðinu Bild am Sonntag. „Ef Tyrkir myndu endurvekja dauðarefsingar myndi tyrkneska ríkisstjórnin endanlega skella dyrunum á Evrópusambandið,“ segir enn fremur í grein Juncker. Hvatti hann Tyrki til þess að styrkja lýðræði í ríkinu. Á laugardag, á ársafmæli valdaránstilraunarinnar, hét Erdogan því að hann myndi rífa hausana af landráðamönnunum sem hann sagði hafa staðið að valdaránstilrauninni, það er fylgismenn Gulen sem og meðlimir hins útlæga Verkamannaflokks Kúrda (PKK). Þá sagði Erdogan að meðlimir tengslanets Gulen yrðu neyddir til þess að klæðast göllum sambærilegum þeim sem fangar í bandaríska Guantanamo-fangelsinu þurfa að gera. Var það vegna þess að maður, grunaður um að tengjast Gulen, mætti til réttarhalda í stuttermabol sem á stóð „Hetja“.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira