Hlýindi í kortunum: „Það þarf bara að lifa af þennan dag í dag“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júlí 2017 15:57 Kortið fyrir næsta sunnudag er ekki svo slæmt. Margir íbúar suðvesturhornsins eru eflaust ekki par sáttir við veðurguðina í dag en þar er nú rigning og rok og varaði Veðurstofan fyrr í dag við stormi. Veðrið hefur áhrif á samgöngur þar sem flugi Flugfélags Íslands frá Egilsstöðum til Reykjavíkur var frestað nú síðdegis þar sem ekki er hægt að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Að sögn Árna Sigurðssonar, vakthafandi veðurfræðings, mun ekki lygna fyrr en seint í kvöld og þá er varað við mikilli rigningu sums staðar á Suðausturlandi og undir Eyjafjöllum síðdegis og fram á nótt. „Núna er hvassast með suðvesturströndinni en svo skríður þetta inn á landið og rigning sem er núna suðvestanlands mun færast austar,“ segir Árni.Stormviðvaranir í júlí ekki beint algengar Það gæti því vaxið eitthvað í ám og lækjum og bendir Árni á að göngufólk á Laugaveginum og því svæði gæti lent í mjög leiðinlegu veðri. Þar verði bæði hvassara og meira úrhelli. Aðspurður hvort að það sé algengt að Veðurstofan vari við stormi og úrhelli um miðjan júlí segir Árni svo ekki vera en allt geti þó gerst í veðrinu. Næstu daga er spáin svo betri þó að það verði kannski ekki mjög sólríkt. „Það eru hlýindi í kortunum og það verður talsvert hlýtt á morgun, þá sérstaklega á Norðausturlandi. Langtímaspáin segir svo að það muni lægja og það verði mikið hægviðri þegar það kemur fram á fimmtudag og föstudag. Það verður því víða skaplegt veður, hægur vindur og hámarkshiti gæti farið í 20 stig víða um land svona frá fimmtudegi til laugardags og jafnvel á sunnudag. Þannig að þarf bara að lifa af þennan dag í dag,“ segir Árni.Veðurhorfur í dag og næstu daga:Gengur í suðaustan 10-23 m/s með ringingu sunnan- og vestanlands, hvassast við suðvesturströndina. Talsverð rigning suðvestanlands en mikil á Suðausturlandi og undir Eyjafjöllum en þurrt um landið norðaustanvert.Snýst í mun hægari suðvestlæga átt suðvestantil undir miðnætti. Suðaustan 10-15 á morgun, en hægari vestantil. Rigning sunnan- og síðan einnig vestanlands síðdegis, en lengst af bjartviðri norðaustantil. Hiti 10 til 20 stig í dag hlýjast norðaustantil, en hiti sums staðar að 25 stigum norðaustanlands á morgun.Á fimmtudag:Austan og suðaustan 5-10 og víða lítilsháttar væta af og til, en bjartviðri norðaustantil. Hiti 10 til 23 stig, hlýjast norðaustanlands.Á föstudag, laugardag og sunnudag:Hægviðri og skýjað en yfirleitt úrkomulítið. Hiti víða að 20 stigum í innsveitum.Á mánudag:Líklega fremur hæg suðlæg átt með lítilsháttar vætu. Veður Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Margir íbúar suðvesturhornsins eru eflaust ekki par sáttir við veðurguðina í dag en þar er nú rigning og rok og varaði Veðurstofan fyrr í dag við stormi. Veðrið hefur áhrif á samgöngur þar sem flugi Flugfélags Íslands frá Egilsstöðum til Reykjavíkur var frestað nú síðdegis þar sem ekki er hægt að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Að sögn Árna Sigurðssonar, vakthafandi veðurfræðings, mun ekki lygna fyrr en seint í kvöld og þá er varað við mikilli rigningu sums staðar á Suðausturlandi og undir Eyjafjöllum síðdegis og fram á nótt. „Núna er hvassast með suðvesturströndinni en svo skríður þetta inn á landið og rigning sem er núna suðvestanlands mun færast austar,“ segir Árni.Stormviðvaranir í júlí ekki beint algengar Það gæti því vaxið eitthvað í ám og lækjum og bendir Árni á að göngufólk á Laugaveginum og því svæði gæti lent í mjög leiðinlegu veðri. Þar verði bæði hvassara og meira úrhelli. Aðspurður hvort að það sé algengt að Veðurstofan vari við stormi og úrhelli um miðjan júlí segir Árni svo ekki vera en allt geti þó gerst í veðrinu. Næstu daga er spáin svo betri þó að það verði kannski ekki mjög sólríkt. „Það eru hlýindi í kortunum og það verður talsvert hlýtt á morgun, þá sérstaklega á Norðausturlandi. Langtímaspáin segir svo að það muni lægja og það verði mikið hægviðri þegar það kemur fram á fimmtudag og föstudag. Það verður því víða skaplegt veður, hægur vindur og hámarkshiti gæti farið í 20 stig víða um land svona frá fimmtudegi til laugardags og jafnvel á sunnudag. Þannig að þarf bara að lifa af þennan dag í dag,“ segir Árni.Veðurhorfur í dag og næstu daga:Gengur í suðaustan 10-23 m/s með ringingu sunnan- og vestanlands, hvassast við suðvesturströndina. Talsverð rigning suðvestanlands en mikil á Suðausturlandi og undir Eyjafjöllum en þurrt um landið norðaustanvert.Snýst í mun hægari suðvestlæga átt suðvestantil undir miðnætti. Suðaustan 10-15 á morgun, en hægari vestantil. Rigning sunnan- og síðan einnig vestanlands síðdegis, en lengst af bjartviðri norðaustantil. Hiti 10 til 20 stig í dag hlýjast norðaustantil, en hiti sums staðar að 25 stigum norðaustanlands á morgun.Á fimmtudag:Austan og suðaustan 5-10 og víða lítilsháttar væta af og til, en bjartviðri norðaustantil. Hiti 10 til 23 stig, hlýjast norðaustanlands.Á föstudag, laugardag og sunnudag:Hægviðri og skýjað en yfirleitt úrkomulítið. Hiti víða að 20 stigum í innsveitum.Á mánudag:Líklega fremur hæg suðlæg átt með lítilsháttar vætu.
Veður Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira