Hjóla 1300 km til styrktar krabbameinssjúkum börnum Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 7. júlí 2017 14:00 Liðin eru búin að vera undirbúa sig í allan vetur. Myndin er tekin úr síðustu æfingaferð hópsins þar sem hjólaðir voru 200 km. Team Rynkeby Ísland Þrjátíu og tveir Íslendingar ætla sér að hjóla 1300 km næstu átta daga til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Hjólað verður frá Kaupmannahöfn til Parísar. Þetta er liður í Team Rynkeby góðgerðastarfinu sem hefst á morgun. Hægt er að leggja málefninu lið inn á vefsíðu Team Rynkeby. „Við vorum að koma til Kaupmannahöfn í morgun og erum að fara að setja hjólin saman,“ segir Guðbjörg Þórðardóttir, ein af meðlimum stýrihóps íslenska hópsins, þegar blaðamaður náði tali af henni. Guðbjörg segir að allskonar fólk taki þátt í verkefninu. Þetta sé því nánast þverskurður af þjóðfélaginu. Alls sóttu um 70 manns um að fá að taka þátt í ár og af þeim voru 32 valdir. „Við erum búin að vera á fullu. Við seljum auglýsingalógó á fatnaði. Það erum við búin að vera að gera í vetur. Hjólafötin okkar eru með íslenskum lógóum á. Við erum búin að halda golfmót og við erum búin að vera með bíósýningu. Allt fé sem við söfnun rennur til SKB á Íslandi,“ segir Guðbjörg. Haldið verður af stað frá Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í fyrramálið og hjólað verður að spítala á svæðinu og þar verður krabbameinsdeildin heimsókt. Eftir það munu liðin hefja hjólaferð sína en búist er við að farið verði 150 til 200 km á dag. Guðbjörg og maðurinn hennar, Viðar Einarsson, fengu þessa hugmynd árið 2014 þegar þau sáu lið í verkefninu leggja af stað í túrinn í Kaupmannahöfn. Þá byrjaði boltinn að rúlla og þau komust fljótlega að því að íslenskt lið hefði aldrei tekið þátt. Guðbjörg fór síðan ásamt manni sínum og vinahjónum og prófuðu að hjóla með dönskum hóp í fyrra til að vita hvernig verkefnið gekk fyrir sig. Íslenska liðið er búið að þjálfa stíft í allan vetur til að undirbúa sig undir þrekvirkið. Team Rynkeby er samnorrænt verkefni sem hefur verið haldið ár hvert síðan árið 2002. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur hópur tekur þátt í verkefninu. Hjólreiðarmennirnir eru þó ekki þeir einu sem koma að verkefninu heldur er einnig aðstoðarteymi með í för. Guðbjörg nefnir að það kosti 18 þúsund danskar krónur að fá að taka þátt í verkefninu. Inn í því er fatnaður og hjól ásamt hótelgistingu. Þátttakendur greiða fyrir þátttökuna sjálfir. Alls taka 44 lið þátt í ár eða um 1.700 manns. Þar af eru 400 aðstoðarmenn. Íþróttir Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Þrjátíu og tveir Íslendingar ætla sér að hjóla 1300 km næstu átta daga til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Hjólað verður frá Kaupmannahöfn til Parísar. Þetta er liður í Team Rynkeby góðgerðastarfinu sem hefst á morgun. Hægt er að leggja málefninu lið inn á vefsíðu Team Rynkeby. „Við vorum að koma til Kaupmannahöfn í morgun og erum að fara að setja hjólin saman,“ segir Guðbjörg Þórðardóttir, ein af meðlimum stýrihóps íslenska hópsins, þegar blaðamaður náði tali af henni. Guðbjörg segir að allskonar fólk taki þátt í verkefninu. Þetta sé því nánast þverskurður af þjóðfélaginu. Alls sóttu um 70 manns um að fá að taka þátt í ár og af þeim voru 32 valdir. „Við erum búin að vera á fullu. Við seljum auglýsingalógó á fatnaði. Það erum við búin að vera að gera í vetur. Hjólafötin okkar eru með íslenskum lógóum á. Við erum búin að halda golfmót og við erum búin að vera með bíósýningu. Allt fé sem við söfnun rennur til SKB á Íslandi,“ segir Guðbjörg. Haldið verður af stað frá Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í fyrramálið og hjólað verður að spítala á svæðinu og þar verður krabbameinsdeildin heimsókt. Eftir það munu liðin hefja hjólaferð sína en búist er við að farið verði 150 til 200 km á dag. Guðbjörg og maðurinn hennar, Viðar Einarsson, fengu þessa hugmynd árið 2014 þegar þau sáu lið í verkefninu leggja af stað í túrinn í Kaupmannahöfn. Þá byrjaði boltinn að rúlla og þau komust fljótlega að því að íslenskt lið hefði aldrei tekið þátt. Guðbjörg fór síðan ásamt manni sínum og vinahjónum og prófuðu að hjóla með dönskum hóp í fyrra til að vita hvernig verkefnið gekk fyrir sig. Íslenska liðið er búið að þjálfa stíft í allan vetur til að undirbúa sig undir þrekvirkið. Team Rynkeby er samnorrænt verkefni sem hefur verið haldið ár hvert síðan árið 2002. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur hópur tekur þátt í verkefninu. Hjólreiðarmennirnir eru þó ekki þeir einu sem koma að verkefninu heldur er einnig aðstoðarteymi með í för. Guðbjörg nefnir að það kosti 18 þúsund danskar krónur að fá að taka þátt í verkefninu. Inn í því er fatnaður og hjól ásamt hótelgistingu. Þátttakendur greiða fyrir þátttökuna sjálfir. Alls taka 44 lið þátt í ár eða um 1.700 manns. Þar af eru 400 aðstoðarmenn.
Íþróttir Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira