Bera skotvopn á lærinu til að stytta viðbragðstíma Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. júní 2017 09:00 Engin stefnubreyting hefur orðið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varðandi skotvopnaburð. Skotvopnin eru í lokuðum hirslum og almennir lögreglumenn bera að jafnaði ekki byssur. Fyrirmæli til sérsveitarmanna hafa breyst. Þeir sérsveitarmenn sem sinna vopnamálum bera nú skotvopn á lærinu til að stytta viðbragðstíma. Vopnaðir sérsveitarmenn á vegum ríkislögreglustjóra sinntu öryggisgæslu við Color Run fyrr í þessum mánuði og á landsleik Íslands og Króatíu. Þá sáust lögreglumenn vopnaðir skotvopnum sitja að snæðingi á Múlakaffi á dögunum. Þeir voru ekki að bregðast við aðsteðjandi hættu inni á veitingastaðnum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að engin stefnubreyting hafi orðið hjá embættinu varðandi skotvopnaburð lögreglumanna. Almennir lögreglumenn bera að jafnaði ekki skotvopn og aðeins er gripið til þeirra við sérstakar aðstæður. „Það væri þá í samræmi við vopnareglur. Til dæmis ef það kæmi útkall þar sem að grunur léki á að einhver væri vopnaður og það stafaði ógn af honum. Þá gæti komið til þess að lögreglumenn myndu vopnast. Þá væru þá yfirleitt fáir samkvæmt sérstakri ákvörðun. Þá þyrfti að opna aðgengi að vopnum sem eru í sérstökum læstum hirslum. Þetta er ekki algengt en gerist endrum og sinnum,“ segir Sigríður Björk. Reglurnar sem lögreglustjórinn vísar til hafa verið birtar en þar segir að geyma skuli skotvopn, sprengivopn, gasvopn, hvellvopn og fylgibúnað á lögreglustöð. „Vopnin skulu geymd með tryggilegum hætti í læstri hirslu eða aðstöðu, þar sem þau eru tilbúin til notkunar. Ríkislögreglustjóri getur sett reglur um vopnageymslur lögreglu. Lögreglustjóri getur þó ákveðið í samráði við ríkislögreglustjórann að skammbyssur séu hafðar með í lögreglubifreið í sérstökum tilfellum,“ segir í 19. gr. reglnanna. Í sjö lögreglubílum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru byssur í sérstökum lokuðum hólfum. Ljóst er af þessu að ef fólk sér lögreglumann bera skotvopn þá er viðkomandi meðlimur í sérsveit ríkislögreglustjóra en ekki lögreglumaður hjá LRH. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir enga stefnubreytingu hafa orðið.Vísir/Anton brink„Þeir menn sem bera vopnin á læri eru með fyrirmæli um að sinna vopnamálum. Það hefur verið aukning í vopnamálum eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Við erum í raun bara að tryggja öryggi og stytta viðbragðstíma í vopnamálum. Þannig að já, þeir hafa fengið breytt fyrirmæli,“ segir Ásmundur Kr. Ásmundsson settur aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra og starfandi yfirmaður sérsveitarinnar. Breytt fyrirmæli til þeirra sem sinna vopnamálum fólust í því að bera skotvopn á lærinu til að stytta viðbragðstíma. Sérsveitarmenn sem sinntu gæslu á Color Run voru með skammbyssu á lærinu í samræmi við það. En hvað með skotvopnaburð á veitingastöðum? Má almenningur vænta þess að sjá sérsveitarmenn vopnaða á veitingahúsum eins og gerðist á dögunum? „Sérsveitarmenn eiga að bera vopn, þeir sem eru að sinna vopnamálum. Í daglegum störfum er hluti af starfinu að borða. Matartími er ekki frítími. Það er hluti af starfsskyldum sérsveitarmanna að fara í mat, næra sig og vera tilbúnir. Þeir voru vopnaðir á þessum stað en við höfum breytt því. Til þess að sýna ákveðna tillitssemi höfum við breytt þessu,“ segir Ásmundur. Að þessu sögðu má fólk ekki vænta þess að sjá aftur vopnaða sérsveitarmenn á veitingastöðum. Skotvopn lögreglu Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Engin stefnubreyting hefur orðið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varðandi skotvopnaburð. Skotvopnin eru í lokuðum hirslum og almennir lögreglumenn bera að jafnaði ekki byssur. Fyrirmæli til sérsveitarmanna hafa breyst. Þeir sérsveitarmenn sem sinna vopnamálum bera nú skotvopn á lærinu til að stytta viðbragðstíma. Vopnaðir sérsveitarmenn á vegum ríkislögreglustjóra sinntu öryggisgæslu við Color Run fyrr í þessum mánuði og á landsleik Íslands og Króatíu. Þá sáust lögreglumenn vopnaðir skotvopnum sitja að snæðingi á Múlakaffi á dögunum. Þeir voru ekki að bregðast við aðsteðjandi hættu inni á veitingastaðnum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að engin stefnubreyting hafi orðið hjá embættinu varðandi skotvopnaburð lögreglumanna. Almennir lögreglumenn bera að jafnaði ekki skotvopn og aðeins er gripið til þeirra við sérstakar aðstæður. „Það væri þá í samræmi við vopnareglur. Til dæmis ef það kæmi útkall þar sem að grunur léki á að einhver væri vopnaður og það stafaði ógn af honum. Þá gæti komið til þess að lögreglumenn myndu vopnast. Þá væru þá yfirleitt fáir samkvæmt sérstakri ákvörðun. Þá þyrfti að opna aðgengi að vopnum sem eru í sérstökum læstum hirslum. Þetta er ekki algengt en gerist endrum og sinnum,“ segir Sigríður Björk. Reglurnar sem lögreglustjórinn vísar til hafa verið birtar en þar segir að geyma skuli skotvopn, sprengivopn, gasvopn, hvellvopn og fylgibúnað á lögreglustöð. „Vopnin skulu geymd með tryggilegum hætti í læstri hirslu eða aðstöðu, þar sem þau eru tilbúin til notkunar. Ríkislögreglustjóri getur sett reglur um vopnageymslur lögreglu. Lögreglustjóri getur þó ákveðið í samráði við ríkislögreglustjórann að skammbyssur séu hafðar með í lögreglubifreið í sérstökum tilfellum,“ segir í 19. gr. reglnanna. Í sjö lögreglubílum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru byssur í sérstökum lokuðum hólfum. Ljóst er af þessu að ef fólk sér lögreglumann bera skotvopn þá er viðkomandi meðlimur í sérsveit ríkislögreglustjóra en ekki lögreglumaður hjá LRH. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir enga stefnubreytingu hafa orðið.Vísir/Anton brink„Þeir menn sem bera vopnin á læri eru með fyrirmæli um að sinna vopnamálum. Það hefur verið aukning í vopnamálum eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Við erum í raun bara að tryggja öryggi og stytta viðbragðstíma í vopnamálum. Þannig að já, þeir hafa fengið breytt fyrirmæli,“ segir Ásmundur Kr. Ásmundsson settur aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra og starfandi yfirmaður sérsveitarinnar. Breytt fyrirmæli til þeirra sem sinna vopnamálum fólust í því að bera skotvopn á lærinu til að stytta viðbragðstíma. Sérsveitarmenn sem sinntu gæslu á Color Run voru með skammbyssu á lærinu í samræmi við það. En hvað með skotvopnaburð á veitingastöðum? Má almenningur vænta þess að sjá sérsveitarmenn vopnaða á veitingahúsum eins og gerðist á dögunum? „Sérsveitarmenn eiga að bera vopn, þeir sem eru að sinna vopnamálum. Í daglegum störfum er hluti af starfinu að borða. Matartími er ekki frítími. Það er hluti af starfsskyldum sérsveitarmanna að fara í mat, næra sig og vera tilbúnir. Þeir voru vopnaðir á þessum stað en við höfum breytt því. Til þess að sýna ákveðna tillitssemi höfum við breytt þessu,“ segir Ásmundur. Að þessu sögðu má fólk ekki vænta þess að sjá aftur vopnaða sérsveitarmenn á veitingastöðum.
Skotvopn lögreglu Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira