Rússíbanareið í nýja berjamó Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júní 2017 07:00 Eftir þrjár mislukkaðar tilraunir til að fara í Costco tókst það loksins á þriðjudaginn. Ég er týpan sem bíð í röð og þurfti því tvisvar að taka vinkilbeygju út af bílaplaninu þegar ég mætti og reyndi að skrá mig til leiks. Með spánnýtt plastkort með mynd af mér þaut ég af stað inn í þennan nýja verslunar- og menningarheim. Og þvílík upplifun. Mig langaði aldrei að fara heim. Guð hefði svo sannarlega mátt hjálpa foreldrum mínum hefði Costco verið til þegar ég var polli. Þarna er nefnilega til dæmis hægt að fá tvö fótboltamörk og vesti á 14.000 krónur! Krakkar nú til dags virðast eitthvað minna spenntir fyrir því og sváfu sum börnin bara á brettinu undir risavöxnum kerrunum. Eitt það spaugilegasta og besta við Costco er úrvalið og verðið á berjum. Costco er hinn nýi berjamór Íslendinga en allt í einu fer maður hvergi í heimsókn án þess að fara heim útúrtroðinn af jarðarberjum og hindberjum. Það er ömurlega leiðinlegt að fara í berjamó en í Costco-berjamó er geggjað. Eðlilega kaupa Íslendingar sér ber í tonnavís núna. Sumir eru líklega að smakka þau í fyrsta skipti enda hafa ber á Íslandi verið verðlögð eins og fjórhjóladrifnir skutbílar með rafmagni í rúðum. Tilfinningarnar fengu svo sannarlega rússíbanareið þegar ég kom svo við í annarri af tveimur stóru lágvöruverðsverslunum okkar Íslendinga. Þar hélt ég að Costco væri að pretta mig því tveir hlutir sem ég keypti í Kaupvangi voru á sama verði og ódýrari í þeirri verslun. En þá mundi ég: Vegna mikils ágangs landans í nýja berjamóinn hafa aðrir þurft að slaka á okrinu. Þá tók ég gleði mína á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun
Eftir þrjár mislukkaðar tilraunir til að fara í Costco tókst það loksins á þriðjudaginn. Ég er týpan sem bíð í röð og þurfti því tvisvar að taka vinkilbeygju út af bílaplaninu þegar ég mætti og reyndi að skrá mig til leiks. Með spánnýtt plastkort með mynd af mér þaut ég af stað inn í þennan nýja verslunar- og menningarheim. Og þvílík upplifun. Mig langaði aldrei að fara heim. Guð hefði svo sannarlega mátt hjálpa foreldrum mínum hefði Costco verið til þegar ég var polli. Þarna er nefnilega til dæmis hægt að fá tvö fótboltamörk og vesti á 14.000 krónur! Krakkar nú til dags virðast eitthvað minna spenntir fyrir því og sváfu sum börnin bara á brettinu undir risavöxnum kerrunum. Eitt það spaugilegasta og besta við Costco er úrvalið og verðið á berjum. Costco er hinn nýi berjamór Íslendinga en allt í einu fer maður hvergi í heimsókn án þess að fara heim útúrtroðinn af jarðarberjum og hindberjum. Það er ömurlega leiðinlegt að fara í berjamó en í Costco-berjamó er geggjað. Eðlilega kaupa Íslendingar sér ber í tonnavís núna. Sumir eru líklega að smakka þau í fyrsta skipti enda hafa ber á Íslandi verið verðlögð eins og fjórhjóladrifnir skutbílar með rafmagni í rúðum. Tilfinningarnar fengu svo sannarlega rússíbanareið þegar ég kom svo við í annarri af tveimur stóru lágvöruverðsverslunum okkar Íslendinga. Þar hélt ég að Costco væri að pretta mig því tveir hlutir sem ég keypti í Kaupvangi voru á sama verði og ódýrari í þeirri verslun. En þá mundi ég: Vegna mikils ágangs landans í nýja berjamóinn hafa aðrir þurft að slaka á okrinu. Þá tók ég gleði mína á ný.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun