Lars ári eftir Englandsleikinn: Hefði sagt óraunhæft að komast í 8-liða úrslit Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júní 2017 10:00 Íslendingar fagna marki Kolbeins Sigþórssonar gegn Englandi í fyrra. Vísir/Getty 27. júní 2016 er einn merkasti dagur í sögu íslenskra íþrótta en þann dag hafði Ísland betur gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi, 2-1. Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk Íslands eftir að Wayne Rooney hafði komið Englendingum yfir með marki úr vítaspyrnu á 4. mínútu. Kolbeinn skoraði sigurmark leiksins strax á 18. mínútu en íslenska liðið náði að halda sínu striki til loka. Fögnuðurinn eftir leik gleymist seint, bæði hjá leikmönnum og stuðningsmönnum. Lars Lagerbäck var ásamt Heimi Hallgrímssyni landsliðsþjálfari Íslands og hann var í viðtali á síðunni The Set Pieces í tilefni af því að ár er liðið frá leiknum, sem Englendingar upplifa sem eina mestu niðurlægingu í sinni knattspyrnusögu. „Það er takmarkað hvaða áhrif þjálfarinn getur haft á leikinn en í hálfleik sagði ég við leikmenn að við ættum að halda áfram að spila okkar leik,“ sagði Lagerbäck í viðtalinu.Lars Lagerbäck.Vísir/GettyLagerbäck rifjaði upp annan mikilvægan leik, síðari umspilsleikinn gegn Króatíu fyrir HM 2014, þar sem Ísland tapaði 2-0. „Við vorum hlédrægir og gerðum mistök í þeim leik,“ sagði hann og sagði mikilvægt að íslensku leikmennirnir myndu halda ótrauðir áfram í leiknum gegn Englandi. Lagerbäck sagði enn fremur að þetta hefði ekki snúist um að stöðva einhvern ákveðinn leikmann í liði Englands og að styrkleiki Íslands væri skipulagið. „Fótbolti er liðsíþrótt og við höguðum okkur eins og lið. Þegar Ísland komst yfir byrjuðu Englendingar að örvænta. Þeir sköpuðu sér einhver færi en við stjórnuðum leiknum í síðari hálfleik.“ Hann talar hlýlega um tíma sinn sem landsliðsþjálfari Íslands í viðtalinu, sem og land og þjóð. Árangurinn sem Ísland náði undir hans stjórn var ótrúlegur og fór meira að segja fram úr hans eigin væntingum. „Ef þú hefðir spurt mig árið 2011 hvort við mynum komast í 8-liða úrslit á EM, þá hefði ég sagt að það væri óraunhæft.“Viðtalið allt má lesa hér. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Sjá meira
27. júní 2016 er einn merkasti dagur í sögu íslenskra íþrótta en þann dag hafði Ísland betur gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi, 2-1. Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk Íslands eftir að Wayne Rooney hafði komið Englendingum yfir með marki úr vítaspyrnu á 4. mínútu. Kolbeinn skoraði sigurmark leiksins strax á 18. mínútu en íslenska liðið náði að halda sínu striki til loka. Fögnuðurinn eftir leik gleymist seint, bæði hjá leikmönnum og stuðningsmönnum. Lars Lagerbäck var ásamt Heimi Hallgrímssyni landsliðsþjálfari Íslands og hann var í viðtali á síðunni The Set Pieces í tilefni af því að ár er liðið frá leiknum, sem Englendingar upplifa sem eina mestu niðurlægingu í sinni knattspyrnusögu. „Það er takmarkað hvaða áhrif þjálfarinn getur haft á leikinn en í hálfleik sagði ég við leikmenn að við ættum að halda áfram að spila okkar leik,“ sagði Lagerbäck í viðtalinu.Lars Lagerbäck.Vísir/GettyLagerbäck rifjaði upp annan mikilvægan leik, síðari umspilsleikinn gegn Króatíu fyrir HM 2014, þar sem Ísland tapaði 2-0. „Við vorum hlédrægir og gerðum mistök í þeim leik,“ sagði hann og sagði mikilvægt að íslensku leikmennirnir myndu halda ótrauðir áfram í leiknum gegn Englandi. Lagerbäck sagði enn fremur að þetta hefði ekki snúist um að stöðva einhvern ákveðinn leikmann í liði Englands og að styrkleiki Íslands væri skipulagið. „Fótbolti er liðsíþrótt og við höguðum okkur eins og lið. Þegar Ísland komst yfir byrjuðu Englendingar að örvænta. Þeir sköpuðu sér einhver færi en við stjórnuðum leiknum í síðari hálfleik.“ Hann talar hlýlega um tíma sinn sem landsliðsþjálfari Íslands í viðtalinu, sem og land og þjóð. Árangurinn sem Ísland náði undir hans stjórn var ótrúlegur og fór meira að segja fram úr hans eigin væntingum. „Ef þú hefðir spurt mig árið 2011 hvort við mynum komast í 8-liða úrslit á EM, þá hefði ég sagt að það væri óraunhæft.“Viðtalið allt má lesa hér.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn