iPhone tíu ára: Síminn sem boðaði byltingu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. júní 2017 15:00 Steve Jobs með fyrstu gerð iPhone árið 2007. Athugið að afmælishattinum hefur verið bætt inn á myndina. Vísir/Getty Tíu ár eru í dag liðin síðan iPhone kom fyrst á markað í Bandaríkjunum. Helsti keppinautur iPhone á markaði, Samsung Galaxy, kom ekki á markað fyrr en um tveimur árum síðar. Nú, tíu árum síðar, virðist fyrsta kynslóð iPhone ekki ýkja merkileg. Engin 3G tenging var í símanum, sem var algengt víð aum heim, batteríið entist ekki lengi og myndavélin, sem ekki var með flassi, var léleg. Hann kostaði 499 dollara, eða í kringum 50 þúsund íslenskar krónur sem þótti þá mjög mikið fyrir farsíma, og kaupendur í Bandaríkjunum þurftu að skuldbinda sig til tveggja ára hjá símafyrirtækinu AT&T. Þegar litið er til baka er fyrsta útgáfan af iPhone þó eini síminn sem var á markaði fyrir 10 árum sem gæti átt erindi við fólk í dag. Hér var kominn fyrsti síminn sem var með snertiskjá í góðri upplausn, allt var í lit og enn í dag er nokkurn veginn sama útlit á stjórnkerfi símans.Persónuleg afsökunarbeiðni frá Steve Jobs Síminn var satt best að segja ólíkur öllu öðru á markaði og seldist eins og heitar lummur. Ein milljón eintaka seldist á fyrstu tveimur mánuðunum en þó komu upp nokkrar hindranir á fyrstu mánuðunum. Til að byrja með var framleiðslu á minni gerð símans, sem var fjögur gígabæt, alfarið hætt og stærri gerðin (8GB) lækkuð í verði um 200 dollara. Síminn varð þá meira heillandi í augum nýrra kaupenda en þeir sem þegar höfðu keypt sér 4GB síma fannst þeir hafðir að fíflum. Þeir sem höfðu keypt 4GB símann fengu 100 dollara inneign hjá Apple og persónulega afsökunarbeiðni frá forstjóranum, Steve Jobs. Þá vantaði nokkra hluti í fyrstu útgáfuna sem notendum þykir ómissandi í dag. Engin App Store var í fyrstu kynslóðinni til dæmis og þá var ekki hægt að klippa eða líma texta. Þegar önnur kynslóð símans, iPhone 3G, kom á markað ári seinna fengu notendur langþráða 3G tengingu ásamt GPS. Tveimur árum seinna, með komu iPhone 4 sáu notendur myndavél framan á símanum og FaceTime bættist við app flóruna. iPhone 5s kynnti svo til leiks fingrafaraskannann árið 2013 og árið 2014 bættist við möguleikinn að borga í verslunum í gegnum símann. Nýjasta uppfærslan kom síðasta haust með iPhone 7 og er svo spurning hvaða tækni verði næst hluti af daglegu lífi Apple unnenda um heim allan, hvort sem það er með iPhone 7s eða iPhone 8.Hér fyrir neðan má sjá Steve Jobs kynna iPhone fyrir heiminum árið 2007. Tækni Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Sjá meira
Tíu ár eru í dag liðin síðan iPhone kom fyrst á markað í Bandaríkjunum. Helsti keppinautur iPhone á markaði, Samsung Galaxy, kom ekki á markað fyrr en um tveimur árum síðar. Nú, tíu árum síðar, virðist fyrsta kynslóð iPhone ekki ýkja merkileg. Engin 3G tenging var í símanum, sem var algengt víð aum heim, batteríið entist ekki lengi og myndavélin, sem ekki var með flassi, var léleg. Hann kostaði 499 dollara, eða í kringum 50 þúsund íslenskar krónur sem þótti þá mjög mikið fyrir farsíma, og kaupendur í Bandaríkjunum þurftu að skuldbinda sig til tveggja ára hjá símafyrirtækinu AT&T. Þegar litið er til baka er fyrsta útgáfan af iPhone þó eini síminn sem var á markaði fyrir 10 árum sem gæti átt erindi við fólk í dag. Hér var kominn fyrsti síminn sem var með snertiskjá í góðri upplausn, allt var í lit og enn í dag er nokkurn veginn sama útlit á stjórnkerfi símans.Persónuleg afsökunarbeiðni frá Steve Jobs Síminn var satt best að segja ólíkur öllu öðru á markaði og seldist eins og heitar lummur. Ein milljón eintaka seldist á fyrstu tveimur mánuðunum en þó komu upp nokkrar hindranir á fyrstu mánuðunum. Til að byrja með var framleiðslu á minni gerð símans, sem var fjögur gígabæt, alfarið hætt og stærri gerðin (8GB) lækkuð í verði um 200 dollara. Síminn varð þá meira heillandi í augum nýrra kaupenda en þeir sem þegar höfðu keypt sér 4GB síma fannst þeir hafðir að fíflum. Þeir sem höfðu keypt 4GB símann fengu 100 dollara inneign hjá Apple og persónulega afsökunarbeiðni frá forstjóranum, Steve Jobs. Þá vantaði nokkra hluti í fyrstu útgáfuna sem notendum þykir ómissandi í dag. Engin App Store var í fyrstu kynslóðinni til dæmis og þá var ekki hægt að klippa eða líma texta. Þegar önnur kynslóð símans, iPhone 3G, kom á markað ári seinna fengu notendur langþráða 3G tengingu ásamt GPS. Tveimur árum seinna, með komu iPhone 4 sáu notendur myndavél framan á símanum og FaceTime bættist við app flóruna. iPhone 5s kynnti svo til leiks fingrafaraskannann árið 2013 og árið 2014 bættist við möguleikinn að borga í verslunum í gegnum símann. Nýjasta uppfærslan kom síðasta haust með iPhone 7 og er svo spurning hvaða tækni verði næst hluti af daglegu lífi Apple unnenda um heim allan, hvort sem það er með iPhone 7s eða iPhone 8.Hér fyrir neðan má sjá Steve Jobs kynna iPhone fyrir heiminum árið 2007.
Tækni Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Sjá meira